Þjóðmál - 01.12.2016, Page 98
Á meðan Pétur Steinn Pétursson,
yfirmaður eftirlitshluta Gjaldeyris-
eftirlitsins, teiknaði skipulag Samherja-
samsteypunnará tússtöfluna hófu
aðrir starfsmenn eftirlitsins að reikna
útflutningsverð félagsins á karfa. Sýna
átti fram á rökstuddan grun um að
Samherji seldi karfa á undirverði til
erlendra dótturfélaga sinna og kæra
síðan það hátterni til lögreglunnar.
anna of lágar eins og gögnin frá Helga
þóttu sýna. Hún skipaði undirmönnum
sínum að fara til Tollstjórans í Reykjavík
og fá gögn um útflutning allra íslenskra
sjávarútvegsfyrirtækja, hefja útreikninga
á meðalverði Samherja á karfa og öðrum
fiskafurðum og bera niðurstöðurnar saman
við aðra útflytjendur.4
Eftirfundinn með Helga Seljan varð
Samherji brátt á allra vitorði innan Gjaldeyris-
eftirlitsins, en farið var með málið sem
mannsmorð utan þess. Kerfisbundið var
reynt að safna upplýsingum um félagið
og dótturfélög þess. í þeim tilgangi var
meðal annars sett upp tússtafla þar sem hið
flókna fyrirtækjanet Samherja var teiknað.
„Við vorum öll spennt og sannfærð um að
Samherji gætti þess vandlega að koma heim
með eins lítinn gjaldeyri og hægt væri," segir
fyrrverandi starfsmaður Seðlabankans og
bætir við:„Við ræddum um það okkar í milli
að hér væri um gríðarlega stórt mál að ræða
sem væri þjóðþrifaverkað koma upp um."5
Starfsmenn Gjaldeyriseftirlitsins óttuðust
mjög að eitthvað kynni að leka út um
rannsóknina.Til að afstýra þvívartjaldaðfyrir
tússtöfluna á kvöldin svo að óviðkomandi,
svo sem ræstingarfólk, yrði einskis vart.
Einnig varaðgangsstýring inn á skrifstofur
Gjaldeyriseftirlitsins hert til muna og þess
gætt að sem fæstir vissu um rannsóknina.
Þannig vissu aðeins um tíu til tólf manns í
4 Sama heimild.
5 Sama heimild.
öllum bankanum að til stæði að taka fyrir eitt
stærsta fyrirtæki landsins.
Á meðan Pétur Steinn Pétursson, yfir-
maður eftirlitshluta Gjaldeyriseftirlitsins,
teiknaði skipulag Samherjasamsteypunnará
tússtöfluna hófu aðrir starfsmenn eftirlitsins
að reikna útflutningsverð félagsins á karfa.
Sýna átti fram á rökstuddan grun um að
Samherji seldi karfa á undirverði til erlendra
dótturfélaga sinna og kæra síðan það hátterni
til lögreglunnar. Sú kæra myndi leiða til
rannsóknar er varpa myndi Ijósi á umfangs-
mikil brot Samherja og um leið hinar miklu
vanefndirá skilaskyldu gjaldeyristil íslands.
Starfsmenn bankans sáu fyrir sér að um
væri að ræða nýtt„Ursusar-mál" — en miklu
stærra — þar sem sannað yrði að íslenskir
aðilar stjórnuðu erlendum fyrirtækjum
sem hefðu þann eina tilgang að fela skila-
skyldan erlendan gjaldeyri fyrir íslenskum
yfirvöldum. Sá möguleiki var auðvitað
til að íslenska móðurfélagið seldi fisk til
erlends dótturfélags mjög ódýrt og erlenda
dótturfélagið seldi síðan dýrt til erlendra
kaupenda. Með þeim hætti væri hægt að
láta ágóða af sölunni safnast upp í erlenda
félaginu. Starfsmenn Gjaldeyriseftirlits
Seðlabankans voru fullvissir um að þetta
hefði átt sér stað án þess þó að hafa mikið í
hendi, eða eins og fyrrverandi starfsmaður
Seðlabankans orðar það:
Við vorum sannfærð um að dótturfélögin
Seagold og Deutsche Fischfang Union væru
að kaupa fisk á alltof lágu verði frá íslandi
og að hagnaður Samherja safnaðist saman í
þeim. Hrúgaðist bara upp og væri þarna úti
einhvers staðar úti í„cosmósinu" án þess að
skila sértil íslands.6
Starfsfólk Gjaldeyriseftirlitsins var komið
á sporið. Nú þurfti aðeins að færa sönnur á
glæpina.
6 Sama heimild. Seagold er sölufyrirtæki Samherja
og tengdra fyrirtækja í Hull í Bretlandi með frosnar
sjávarafurðir, stofnað 1996. Það er systurfélag lce
Fresh Seafood á íslandi. Deutsche Fischfang Union
GmbH (DFFU) er útgerðarfélag Samherja í Þýska-
landi. Þetta er gamalgróið félag sem Samherji
keypti árið 1995.
96 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016