Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 26

Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 26
lausum mönnum alger ofraun, svo að þeir sturluðust á geði eða urðu sakbitnir á samvizku sinni. Aðrir sáu andskotann og ára hans í hverju horni, enda var þá stutt skref í galdratrú og galdrabrennur, sem hér hófust í Svarfaðardal árið 1625, aðeins rífum mannsaldri eftir siðaskiptin í Hólastifti. Galdratrúin og galdrabrennurnar er hin svarta hlið þessara alda, en þær áttu einnig aðra bjarta. Hún lýsti sér í heimilisguðrækni og falslausu trúartrausti manna, sem öðrum þræði mótaði siði og menningu íslenzkrar þjóðar. Aðalfrumkvöðlar siðaskiptanna hérlendis voru sem kunnugt er, Oddur Gottskálksson Hólabiskups og Gissur Einarsson, fyrsti lútherski biskupinn á Islandi. Báðir höfðu þeir kynnzt hinni nýju trúarstefnu í Þýzkalandi og orðið hugfangnir af henni, þeg- ar þeir voru þar við nám, en gengu henni ekki opinberlega á hönd, fyrr en tími og ástæður þeirra Ieyfðu. Verzlunarviðskipti voru þá mikil á milli landanna, og allmargir, er menntunar nutu, voru bæði læsir og talandi á þýzka tungu. Má geta þess til, að þegar um 1520 hafi ómur hins nýja boðskapar borizt út til Islands með þýzkum kaupmönnum og einhverjum ritum Lúthers, sem með hjálp prentlistarinnar flæddu brátt óðfluga yfir Þýzkaland. Talið er, að Gissur Einarsson hafi stundað nám í Þýzkalandi á árunum 1531—34, en tveimur árum síðar er hann í þjónustu Ögmundar biskups Pálssonar, sem kostað hafði skóla- göngu hans erlendis. I Skálholti kynntust þeir, Gissur og Oddur Gottskálksson, sem stundum hefur verið kallaður Oddur norski, þar eð álitið er, að hann hafi alizt upp í Noregi meðal föður- frænda sinna göfugra. Oddur var hinn lærðasti maður og hafði menntazt bæði í Danmörku og Þýzkalandi. Eftir langa dvöl er- lendis kom hann heim til íslands og gerðist skrifari hjá Ögmundi biskupi, einhverntíma á árunum 1534—36. Þá tók hann sér fyrir hendur að þýða Nýjatestamentið á ís- lenzku og byrjaði á Mattheusarguðspjalli. Þeir menntamenn, sem þá voru í Skálholti og aðhylltust hinn nýja sið, urðu að dylja skoðanir sínar og fara með þær eins og mannsmorð, þar sem hinn ofsafengni Ögmundur biskup reis skiljanlega harðlega gegn því, sem hann kallaði trúarvillu eða villu Lúthers. Þótt biskup 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.