Strandapósturinn - 01.06.1970, Qupperneq 26
lausum mönnum alger ofraun, svo að þeir sturluðust á geði eða
urðu sakbitnir á samvizku sinni. Aðrir sáu andskotann og ára
hans í hverju horni, enda var þá stutt skref í galdratrú og
galdrabrennur, sem hér hófust í Svarfaðardal árið 1625, aðeins
rífum mannsaldri eftir siðaskiptin í Hólastifti. Galdratrúin og
galdrabrennurnar er hin svarta hlið þessara alda, en þær áttu
einnig aðra bjarta. Hún lýsti sér í heimilisguðrækni og falslausu
trúartrausti manna, sem öðrum þræði mótaði siði og menningu
íslenzkrar þjóðar.
Aðalfrumkvöðlar siðaskiptanna hérlendis voru sem kunnugt
er, Oddur Gottskálksson Hólabiskups og Gissur Einarsson, fyrsti
lútherski biskupinn á Islandi. Báðir höfðu þeir kynnzt hinni
nýju trúarstefnu í Þýzkalandi og orðið hugfangnir af henni, þeg-
ar þeir voru þar við nám, en gengu henni ekki opinberlega á
hönd, fyrr en tími og ástæður þeirra Ieyfðu. Verzlunarviðskipti
voru þá mikil á milli landanna, og allmargir, er menntunar
nutu, voru bæði læsir og talandi á þýzka tungu. Má geta þess
til, að þegar um 1520 hafi ómur hins nýja boðskapar borizt
út til Islands með þýzkum kaupmönnum og einhverjum ritum
Lúthers, sem með hjálp prentlistarinnar flæddu brátt óðfluga
yfir Þýzkaland. Talið er, að Gissur Einarsson hafi stundað nám í
Þýzkalandi á árunum 1531—34, en tveimur árum síðar er hann
í þjónustu Ögmundar biskups Pálssonar, sem kostað hafði skóla-
göngu hans erlendis. I Skálholti kynntust þeir, Gissur og Oddur
Gottskálksson, sem stundum hefur verið kallaður Oddur norski,
þar eð álitið er, að hann hafi alizt upp í Noregi meðal föður-
frænda sinna göfugra. Oddur var hinn lærðasti maður og hafði
menntazt bæði í Danmörku og Þýzkalandi. Eftir langa dvöl er-
lendis kom hann heim til íslands og gerðist skrifari hjá Ögmundi
biskupi, einhverntíma á árunum 1534—36.
Þá tók hann sér fyrir hendur að þýða Nýjatestamentið á ís-
lenzku og byrjaði á Mattheusarguðspjalli. Þeir menntamenn, sem
þá voru í Skálholti og aðhylltust hinn nýja sið, urðu að dylja
skoðanir sínar og fara með þær eins og mannsmorð, þar sem
hinn ofsafengni Ögmundur biskup reis skiljanlega harðlega gegn
því, sem hann kallaði trúarvillu eða villu Lúthers. Þótt biskup
24