Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 37
Þegar svo var komið, mun séra Þorleifur hafa flutt suður á
eignarjörð sína höfuðbólið Reykhóla, og fór þá að iðrast eftir
játningu sína í Vatnsfirði. Varð honum þá það að ráði að skrifa
Gissuri biskupi bréf, þar sem hann hélt því fram, að biskup
hefði tekið af sér Stað án tilefnis, og látið skrifa bréf upp á sinn
heiður og háls það hann meðkenndist ekki. En biskup bauð hon-
um til prestastefnu að sumri, og kvað honum „þar skyldi svarað
verða, fyrir utan hast og ofríki af sinni hendi“. (D.I.XI.603).
Þá prestastefnu sat þó Gissur biskup ekki, því að hann andaðist
á útmánuðum veturinn áður (1548), skömmu eftir að hann lét
taka niður Krossinn helga í Kaldaðarnesi. Þann verknað töldu
ýmsir kaþólskir menn vera orsökina að dauða biskups, sem þá
var maður á bezta aldri, liðlega hálffertugur.
Með andláti Gissurar biskups féllu mál þessi niður, svo að
séra Þorleifur hélt prestskap sínum sem áður, en þjónaði nú
Stað á Reykjanesi, það sem eftir var af hans embættisævi. Ekki
mun séra Þorleifur hafa verið við fjölkyngi kenndur eftir þetta,
en trúlega hafa sóknarbörn hans haft eitt og annað við hann
að athuga, þó að galdrakukli væri ekki lengur til að dreifa.
Segir séra Jón Halldórsson í Hítardal frá því, í ævisögu Gísla
biskups Jónssonar, að biskup hafi vikið séra Þorleifi frá kenni-
mannsembætti, „um hvers prédikun bevísaðist fyrir kónginum,
að sóknarfólkið væri jafnnærri frá henni svo sem það kæmi, sök-
um hans asmælgi.“ Er talið að það hafi verið árið 1575, sem
löngum var álitið dánarár séra Þorleifs, en gögn munu fyrir því,
að hann hafi verið enn á lífi árið 1581 og því orðið maður
gamall. (P.E. Ó. Æviskrár, Rvk. 1952).
Að öllum líkindum hefur séra Þorleifur búið alllengi á ætt-
leifð sinni Reykhólum, þótt hann jafnframt væri prestnr á Stað
á Reykjanesi. Hinum megin fjarðarins, á Staðarhóli í Saur-
bæ, bjó þá hinn nafnkunni Páll Jónsson (Staðarhóls-Páll, sem var
fjáraflamaður mikill, brögðottur og lítt vandur að meðulum, er
svo bar undir. Páh lék mjög hugur á að eignast höíuðbóhð Reyk-
hóla og falaði þá oft af séra Þorleifi, sem jafnan neitaði að selja
hvað sem í boði væri. Páli var að sjálfsögðu vel kunnugt um
galdraorðið, sem farið hafði af presti, og einnig, að hann myndi
35