Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 37

Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 37
Þegar svo var komið, mun séra Þorleifur hafa flutt suður á eignarjörð sína höfuðbólið Reykhóla, og fór þá að iðrast eftir játningu sína í Vatnsfirði. Varð honum þá það að ráði að skrifa Gissuri biskupi bréf, þar sem hann hélt því fram, að biskup hefði tekið af sér Stað án tilefnis, og látið skrifa bréf upp á sinn heiður og háls það hann meðkenndist ekki. En biskup bauð hon- um til prestastefnu að sumri, og kvað honum „þar skyldi svarað verða, fyrir utan hast og ofríki af sinni hendi“. (D.I.XI.603). Þá prestastefnu sat þó Gissur biskup ekki, því að hann andaðist á útmánuðum veturinn áður (1548), skömmu eftir að hann lét taka niður Krossinn helga í Kaldaðarnesi. Þann verknað töldu ýmsir kaþólskir menn vera orsökina að dauða biskups, sem þá var maður á bezta aldri, liðlega hálffertugur. Með andláti Gissurar biskups féllu mál þessi niður, svo að séra Þorleifur hélt prestskap sínum sem áður, en þjónaði nú Stað á Reykjanesi, það sem eftir var af hans embættisævi. Ekki mun séra Þorleifur hafa verið við fjölkyngi kenndur eftir þetta, en trúlega hafa sóknarbörn hans haft eitt og annað við hann að athuga, þó að galdrakukli væri ekki lengur til að dreifa. Segir séra Jón Halldórsson í Hítardal frá því, í ævisögu Gísla biskups Jónssonar, að biskup hafi vikið séra Þorleifi frá kenni- mannsembætti, „um hvers prédikun bevísaðist fyrir kónginum, að sóknarfólkið væri jafnnærri frá henni svo sem það kæmi, sök- um hans asmælgi.“ Er talið að það hafi verið árið 1575, sem löngum var álitið dánarár séra Þorleifs, en gögn munu fyrir því, að hann hafi verið enn á lífi árið 1581 og því orðið maður gamall. (P.E. Ó. Æviskrár, Rvk. 1952). Að öllum líkindum hefur séra Þorleifur búið alllengi á ætt- leifð sinni Reykhólum, þótt hann jafnframt væri prestnr á Stað á Reykjanesi. Hinum megin fjarðarins, á Staðarhóli í Saur- bæ, bjó þá hinn nafnkunni Páll Jónsson (Staðarhóls-Páll, sem var fjáraflamaður mikill, brögðottur og lítt vandur að meðulum, er svo bar undir. Páh lék mjög hugur á að eignast höíuðbóhð Reyk- hóla og falaði þá oft af séra Þorleifi, sem jafnan neitaði að selja hvað sem í boði væri. Páli var að sjálfsögðu vel kunnugt um galdraorðið, sem farið hafði af presti, og einnig, að hann myndi 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.