Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 54

Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 54
vel uppi í hárinu á Kúvíkurstórveldinu, ef henni þótti á sig hallað. En svoleiðis var, að Jakob gamli Thorarensen kaupmaður átti jafnan marga hesta, oftast 3 eða 4 reiðhesta og álíka marga áburð- arhesta. Hrossin völdu sér ósjaldan beit í Veiðileysulandi og sældust mjög eftir að komast í túnið. Erfitt var að hindra það að næturlagi, því að túnið var ógirt eins og títt var um töðuvelli á þeim tíma. Móður minni þótti hvimleitt að sjá slægjunni spillt með þess- um hætti, og lét því reka hestana jafnharðan norður yfir Veiði- leysuháls og ofan undir Kúvíkur. Ur einum slíkum stóðrekstri kom smalinn volandi heim. Þetta var drengur innan við fermingu og kvartaði hann yfir hrakyrðum, sem hann hafði fengið hjá Thorarensen gamla fyrir að láta ekki hesta hans í friði. Móðir mín hughreysti sveininn og sagði, að hann skyldi ekki framar þurfa að gráta undan gamla Thor. Hún skyldi reka hestana sjálf, þegar þeir kæmu næst í túnið. Það gerði hún reyndar, og leið ekki á löngu þar til að hún fékk tækifæri til að efna orð sín. Fór hún þá með hestana alla leið að Kúvíkum og hleypti þeim inn á túnið, sem var girt með grjótgarði. Þetta var að næturlagi og sá hún því engan mann. En næst þegar hún hitti kaupmanninn sagði hún, að það væri jafngott að hann sæi, hvaða usla Kúvíkurstóðið gæti gert í slægj- unni á einni nóttu og lýsti því yfir, að hún hefði sjálf hleypt hest- unum í túnið hans til þess að honum væri ljóst, hvem ágang þau í Veiðileysu væru búin að þola, ekki eina nótt, heldur margar. Ef honum þætti ástæða til, skyldi hann vanda um við hana nú og framvegis, er stuggað væri við stóðinu, en láta strák- greyið ekki gjalda þess, sem ekkert hefði til saka unnið annað en gegna skyldu sinni. Vafalaust hefði margur maðurinn reiðzt af svona ádrepu eftir það, sem á undan var gengið, en Jakob Jóhann Thorarensen var nógu stórbrotinn til að meta manndóminn og hreinskilnina, sem fólst í þessum einarðlegu viðbrögðum. Hann lét okkur á engan hátt finna að sér þætti misboðið. Þvert á móti. Hann lét hafa betri gæzlu á hrossunum og mikinn drengskap sýndi hann okkur 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.