Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 56
öllum áttum bæði á sjó og landi. Jafnvel andrúmsloftið var öðru-
vísi hér en annarsstaðar. Ilmur af riklingi, hákarli og sólþurrkuð-
um saltfiski blandaðist saman við daun af hampi, tjöru og stein-
olíu úr Lækjarskúmum. En frá Beykiskúrnum barst hljóð í renni-
bekk og ilmur af hvítum spónum.
Þeim sem flökraði við grútarbrækju var ekki hollt að koma
of nálægt bræðsluskúrnum, þegar eldar vom kynntir undir öll-
um þrem lifrarpottunum, sem stóðu þar inni við hlaðinn skor-
stein. Þá var einhver munur á að standa við dyrnar á verzlunar-
húsinu og anda að sér lofti, sem var mettað af leyndardómsfullri
krambúðarlykt, sem engin leið var að sundurgreina. Þar inni var
meðal annarrrar vöru, skonrok og kandís í kistum og álnavara og
kryddvara og kryddjurtir í hillum. En í kjallaranum undir búð-
inni stóðu brennivínstunnur á stokkum og stór beinakista í einu
hominu.
Uppi á loftinu yfir hinni rúmgóðu 10 herbergja íbúð Thorar-
ensens vora 5 svefnherbergi, eitt þeirra var nefnt Salur og út-
búið með fjómm lokrekkjum. Að auki var á loftinu stór geymsla.
Stóðu þar ölstampar og malkvöm. Omalað kom var geymt í
Gamla pakkhúsinu í stíu, sem náði þvert yfir húsið, en banka-
bygg, hveiti og rúgmjöl var þar í minni stíum. Ull var geymd
uppi á pakkhúsloftinu, og þegar hún var pokuð, var hún látin
detta niður um kringlótt gat í gólfinu og lenti þá í balla, sem þar
var komið fyrir undir loftinu. Þarna í Gamla pakkhúsinu var
einnig sagað með langviðarsög. Spýturnar vora dregnar inn á
loftið og stóð annar sögunarmaðurinn þar uppi, en hinn milli
mjölstíanna á neðra gólfi.
Þannig var sama hvert htið var. Reisulegar byggingar og blóm-
legt athafnalíf bar órækt vitni um veldi þessa staðar, sem hafði
um aldir þénað byggðarlaginu svo vel, að hann gat jafnvel komið
kroppuðum kindabeinum til gjaldgengra verðmæta.
Það var því ekki í kot vísað, er við komum þangað rétt eftir
aldamótin og settumst að í vistarverum uppi á fjósloftinu. En að
njóta ylsins frá blessuðum kúnum voru hliðstæð hlunnindi þá
eins og nú þykir að búa við hitaveitu. Fólk var nægjusamt og
gerði ekki miklar kröfur til gæða lífsins. Þegar vel heppnaðist
54