Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 61
ur sat fast við sinn keip. Ég yrði ekki fermdur nema skírnar-
attestið kæmi frá séra Eyjólfi fyrir hvítasunnu.
Skímarattestið .... Þama var þá fundinn þrándurinn, sem
lokaði manndómsgötu minni. Mér létti verulega, þcgar ég
heyrði, að það var ekki annað en formsalriði, sem var fermingu
minni til hindrunar. En nógu illt var samt til þess að vita, að
presturinn ætlaði sér að láta lítilfjörlegan bréfsnepil ráða úrslit-
um um fermingu mína. Fór ég nú að meta, hvaða líkur væra
til þess, að framhald mætti verða á andlegri velferð minni undir
handarjaðri sálusorgarans. Komst ég að þeirri niðurstöðu, að
umrædd velferð ylti á því, hvort hið ómissandi skírnarattesti
kæmi með norðanpóstinum í vikulokin. Bað ég þess heitt og
innilega að svo mætti verða og út frá þeirri bæn sofnaði ég. Um
morguninn tók ég aftur til við ellefta kaflann, því að ég vildi
vera við öllu búinn, ef svo skyldi fara að bæn mín yrði heyrð.
Enda fór það og svo, að á hvítasunnudag kom það mér að
góðu gagni, að kunna full skil á innihaldi 11. kaflans í Helga-
kveri, því að skímarattestið fékk séra Hans í hendur á síðustu
stundu að vísu, en nógu snemma þó til þess að ferming mín mætti
teljast fullgild bæði fyrir Guði og mönnum.
Þegar ég svaf hjá prinsessunni.
Ég er ókvæntur og hef aldrei verið við kvenmann kenndur og
þó . . . Ingimundur fellir frásögnina andartak og fölt andlit
innisetumannsins ummyndast af íbyggilegu brosi. Ekki frítt við að
dulítið ævintýri hafi tekið heima í augnakrókunum.
Og þó get ég ekki neitað því að hafa sofið hjá prinsessu og
það oftar en einu sinni. Kannski hef ég sængað fleiri nætur
hjá prinsessu en nokkur annar Islendingur. Raunar vomm við
tveir um rúmið. En það kom ekki að sök, því að rekkjunautur
minn snart hana aldrei.
— Nú fór að færast fjör í góuvindinn. —
O, þetta var nú svo sem ekkert til að hreykja sér af, en þannig
var málið vaxið, að seinni veturinn, sem ég var á Kúvíkum fór-
ust fjórar skútur úr Eyjafirði hér við vestanverðan Húnaflóa í
aftakaveðri. Mannbjörg varð þó, að mig minnir, á öllum skút-
59