Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 61

Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 61
ur sat fast við sinn keip. Ég yrði ekki fermdur nema skírnar- attestið kæmi frá séra Eyjólfi fyrir hvítasunnu. Skímarattestið .... Þama var þá fundinn þrándurinn, sem lokaði manndómsgötu minni. Mér létti verulega, þcgar ég heyrði, að það var ekki annað en formsalriði, sem var fermingu minni til hindrunar. En nógu illt var samt til þess að vita, að presturinn ætlaði sér að láta lítilfjörlegan bréfsnepil ráða úrslit- um um fermingu mína. Fór ég nú að meta, hvaða líkur væra til þess, að framhald mætti verða á andlegri velferð minni undir handarjaðri sálusorgarans. Komst ég að þeirri niðurstöðu, að umrædd velferð ylti á því, hvort hið ómissandi skírnarattesti kæmi með norðanpóstinum í vikulokin. Bað ég þess heitt og innilega að svo mætti verða og út frá þeirri bæn sofnaði ég. Um morguninn tók ég aftur til við ellefta kaflann, því að ég vildi vera við öllu búinn, ef svo skyldi fara að bæn mín yrði heyrð. Enda fór það og svo, að á hvítasunnudag kom það mér að góðu gagni, að kunna full skil á innihaldi 11. kaflans í Helga- kveri, því að skímarattestið fékk séra Hans í hendur á síðustu stundu að vísu, en nógu snemma þó til þess að ferming mín mætti teljast fullgild bæði fyrir Guði og mönnum. Þegar ég svaf hjá prinsessunni. Ég er ókvæntur og hef aldrei verið við kvenmann kenndur og þó . . . Ingimundur fellir frásögnina andartak og fölt andlit innisetumannsins ummyndast af íbyggilegu brosi. Ekki frítt við að dulítið ævintýri hafi tekið heima í augnakrókunum. Og þó get ég ekki neitað því að hafa sofið hjá prinsessu og það oftar en einu sinni. Kannski hef ég sængað fleiri nætur hjá prinsessu en nokkur annar Islendingur. Raunar vomm við tveir um rúmið. En það kom ekki að sök, því að rekkjunautur minn snart hana aldrei. — Nú fór að færast fjör í góuvindinn. — O, þetta var nú svo sem ekkert til að hreykja sér af, en þannig var málið vaxið, að seinni veturinn, sem ég var á Kúvíkum fór- ust fjórar skútur úr Eyjafirði hér við vestanverðan Húnaflóa í aftakaveðri. Mannbjörg varð þó, að mig minnir, á öllum skút- 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.