Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 64
fjósinu það kvöldið. Knúnir áfram af spenningi veiðimannsins
hlupum við út á ísinn, þangað sem vaðirnir lágu og athuguðum
þá, hvern af öðrum. En nú brá svo við, að ekkert var á þrem
fyrstu færunum. Það glaðnaði því heldur betur yfir okkur þegar
við fundum, að stærðar hákarl var kominn á fjórða vaðinn. Við
tosuðum honum up í vökina og jafnskjótt og hausinn kom í ljós,
þekkti ég, að þar var sá stóri kominn aftur með sína rifnu trjónu.
Var okkur nú mikið í mun, að hann yrði meira en sýnd veiði að
þessu sinni. En hér var ekki hægt um vik, því að þetta var
stærri skepna en svo, að hún væri okkar meðfæri, einnig vissum
við, að þótt ísinn væri allþykkur, myndi hann ekki þola þunga
hennar. Þurftum við því á hjálp að halda, enda hófum við hróp
mikil og köll úti á ísnum. Meðan við biðum brauzt ferlíkið um
í vökinni, en í þetta skipti tókst því ekki að sleppa. Og nú voru
heimamenn komnir á vettvang. Þeir höfðu brugðið hart við, þegar
köllin heyrðust, því að þeir óttuðust að slys hefði orðið. Létti
þeim Gunnlaugi og Snæbirni mjög, er þeir sáu, hvernig í öllu
lá. Var nú tekið til verka, unnið á hákarlinum og hann limaður
sundur í sjónum og stykkin síðan dregin upp á ísinn og til lands.
Þar með hafði veiðin fyllt tvær tylftir hákarla. Veður fór nú
batnandi, en jafnframt tók algjörlega undan eins og sá grái
skynjaði, að miklu lostætari rommsel væri að finna hjá Smá-
hamramönnum úti í fjarðarkjaftinum.
Að sjálfsögðu var uppi fótur og fit á Hrófbergi þessa daga.
Mikið verk var að gera allri veiðinni til góða, kæsa hákarlinn og
bræða lifrina. Lýsið var verðmæt verzlunarvara, en jafnframt
gott búsílag sem ljósmeti og til viðbits brætt saman við tólg
og nefndist þá bræðingur. Fróðlegt var að kanna innihald há-
karlamaganna. í sumum fannst töluvert af hrognkelsum. Þau
voru hirt, enda glæný og óskemmd með öllu.
I sambandi við þessa miklu veiði þótti það einkennilegt, að
þeir Grænanessbændur, Guðmundur og Sigurður veiddu aldrei
neitt, þótt þeir kæmu með vaði og leggðu skammt frá okkur.
Þetta eru þær einu hákarlaveiðar, sem ég hef tekið þátt í. Síðan
eru nú liðin 64 ár. Reyndar hef ég ekki heyrt getið um aðra
hákarlaveiði í Steingrímsfjarðarbotni, hvorki fyrr né síðar.
62