Strandapósturinn - 01.06.1970, Síða 68
ar voru þessar ferðir á vetrum, bæði fóru menn til sjóróðra
að Djúpi og einnig til kaupa á vörum, sem seldar voru á Arn-
gerðareyri, hjá verzlunarútibúi sem Asgeirsen hafði þar. I
þessar ferðir voru hafðir hestar ef sæmilegt var færi, en þó tíð-
ast fótgangandi, en skíði varð að hafa, því snjóasöm er þessi
heiði og ferðamenn þeirra tíma voru ekki lakari skíðamenn
en nú gerist, þó hraðinn væri ekki mældur sem nú er í sekúnd-
um og afrekin ekki skráð á heimsmælikvarða með monti og aug-
lýsingaskrumi eins og nú gerist, aðeins til skemmtunar, en eng-
um til gagns, en útgjaldakröfur til ríkisins þessu varðandi, ekki
sparaðar.
Hefst nú frásögn mín af einni ferð yfir Ófeigsfjarðarheiði.
Sumarið 1922 var hér staddur á Eyri Ágúst Flygenring útgerð-
armaður frá Hafnarfirði. Mikilvirkur brautryðjandi og mann-
kostamaður á einn og annan máta sinnar tíðar, einnig var hann
alþingismaður um nokkur ár.
Ágúst kom hingað á skipi, en ég man ekki hvað það hét. Þá
var hið mikla síldarsöluhrun fyrri ára afstaðið, en Ágúst átti
hér tunnur og salt, sem hann lét salta í hér hjá Ólafi A. Guð-
mundssyni bróður mínum. Bátur og skipshöfn voru frá Hafn-
arfirði.
Þess skal getið, að Ágúst hafði tjald meðferðis, sem hann bjó
í, en borðaði hjá Ólafi, ætlun hans var að dvelja hér um stuttan
tíma.
Meðan gott var veður leið hinum virðulega manni vel í sínu
góða tjaldi, en ekki er lengi að skipast veður í lofti og svo var
það þá.
Nú er komið langt fram í ágústmánuð og gerir þá norð-
austan garð, fyrst með úrhellis rigningu og síðar með mikilli
fannkomu, svo mikil fönn kom, að telja mátti ógerlegt að kom-
ast á milli bæja á hestum, minnsta kosti yfir hálsa og heiðar.
Þegar hér var komið leizt Ágústi ekki á blikuna, kom hann þá
heim til mín og spurði mig hvort ég gæti lofað sér að vera
hér, þar eð allt hefði blotnað í tjaldinu. Stofukitra var undir
baðstofunni og settist Ágúst þar að og sá kona mín um að láta
66
i