Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 71
að hafa hesta mína ferðbúna. Að lokum bankaði ég upp á hjá
Agústi og sagðist vera kominn til að kveðja hann, nú fannst mér
hann vera mun hressari í viðmóti, spurði hann mig hvað þessi
ferð kostaði og sagði ég honum að ég tæki fimmtíu krónur, sagði
þá Agúst að það væri of lítið og rétti mér hundrað krónur og sagði
að ekki mæti það minna vera og bætti við, að ef mér væri þægð í
vildi hann kaupa af mér eina tunnu af saltkjöti í haust, en það
var ekki í það eina skipti sem Ágúst fékk kjöttunnu hjá mér,
heldur fékk hann tunnu á hverju hausti hjá mér meðan hann
lifði nema síðasta árið þá vildi hann aðeins fá hálftunnu, því nú
væri orðið svo fátt í heimili hjá sér.
Eitt bað Ágúst mig um, en það var að koma heim til sín þegar
ég væri á ferðinni syðra og það gerði ég svikalaust og þáði hjá
honum hinar beztu veitingar á hans fagurbúna heimili. Mér var
því oft hugsað til hinna naumu veitinga í Rjóðrinu í Hraundals-
drögum undir Ofeigsfjarðarheiði.
Um leið og ég kvaddi Ágúst ,spurði hann mig hvort hann
væri ekki hér á meðal góðs fólks og sagði ég svo vera, hann jánk-
aði því og bætti við, að sér litist svo á,aðhér væri myndarheimili.
Kvaddi ég svo heimilisfólkið, sem ég sá og fól húsbændunum
alla fyrirgreiðslu Ágústi Flygenring til handa.
Ég minnist Ágústar Flygenring sem eins af hinum mörgu
góðu mönnum sem ég hefi kynnzt á minni löngu lífsferð og er
mér minning þeirra hugstæð.
Fýk ég svo þessari ferðasögu.
Sem fyrr er getið voru alltíðar ferðir yfir þennan heiðarfláka
og til þess benda hinar vel gerðu vörður sem hlaðnar voru um
aldamótin síðustu yfir heiðina, frá Ófeigsfirði og alla leiðina
vestur undir Rjóður, sem er í mynni Hraundals, eins og áður
er getið. Þessi hleðslubygging hinna mörgu varða er mikið verk
og svo hefur verkið verið vel af hendi leyst, að ekki hefur raskast
steinn í allmörgum þessara varða. Má því segja, að verkið lofi
handbragð þessara manna, enn þann dag í dag. Að líkindum hafa
verið einhverjir sjóðir, sem ætlaðir hafa verið til þess að gera
vegvísa á fjölfömum heiðum uppi, þó ekki væri um póstferðir að
69