Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 80
Inn með firðinum austanverðum þegar farið er frá Brocfda-
nesi kringum fjörðinn, og komið er í hvarf frá bæjum, heita
Selvogar. Handanvert voganna gengur nes í sjó fram og heitir
Selvoganes. Fram af því nesi eru og flúðir nokkrar og grynn-
ingar misháar er hverfa að mestu í flæðum, en við útfyri grynnir
upp á mih svo að til ber, að kindur flæðir þar. Kallast sker
þessi rifgirðingar. Nú ber enn að nefna að landmegin Selvoga
er eyri lítil eða grund og heitir Hnyðjueyri.
Eftir nútíma náttúrunafnakenningu þarf varla að draga í
efa, að eyrin dragi nafn sitt af rekahnyðju, er sjór hafi skolað
þar á land í árdaga.
En fyrir daga nefndrar kenningar höfðu menn aðra skýringu
á nafngiftinni. Þar bjó semsé kona fyrrum er Hnyðja hét. Svo
ekki sé alveg hundsuð náttúrunafnakenningin, má telja víst, að
sitt furðulega nafn hafi konustráið fengið af sköpulagi sínu, er
trúlega hafi verið alls ólíkt lagi nútíma hortízkubrengla. Flvað
um það. Hnyðja hét konan og var orðin ekkja þegar saga þessi
gerðist, en sonu átti hún tvo og hétu báðir Erlendur.
Komnir voru þeir bræður til nokkurs þroska og hinir mann-
vænlegustu. I þann tíð voru fiskigöngur góðar inná Kollafjörð,
og var því sjávargagnið aðaluppihald og lífsviðurværi Hnyðju
og sona hennar, því landsnytjar höfðu þau litlar sem engar.
Voru þeir bræður hinir vöskustu sjómenn, áttu þeir bátkænu
og veiðarfæri sjálfir, og þar að auki var Hnyðja fjölkunnug mjög
svo trúlegt er, að nokkuð hafi þeir mannkostir bætt um hag
þeirra, en hvergi er þess getið að hún hafi gert neinum manni
skráveifu með kunnáttu sinni.
Nú ber svo til dag nokkurn að gest ber að garði Hnyðju hús-
freyju. Ekki er getið um nafn hans né heimilisfang, og stað-
setning þess hæpin og varasöm, þar eð afkomendur hans og sveit-
ungar kynnu að þykkjast við væri það opinberað, því karlfjand-
inn var rammgöldróttur og hið mesta illmenni.
Það var og aldrei sannað hvert erindi hann átti við Hnyðju,
en grunur leikur á, að það hafi verið frekar dónalegt. En víst
er, að ekki lét Hnyðja fallerast, enda Kollfirskar húsfreyjur þekkt-
78