Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 80

Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 80
Inn með firðinum austanverðum þegar farið er frá Brocfda- nesi kringum fjörðinn, og komið er í hvarf frá bæjum, heita Selvogar. Handanvert voganna gengur nes í sjó fram og heitir Selvoganes. Fram af því nesi eru og flúðir nokkrar og grynn- ingar misháar er hverfa að mestu í flæðum, en við útfyri grynnir upp á mih svo að til ber, að kindur flæðir þar. Kallast sker þessi rifgirðingar. Nú ber enn að nefna að landmegin Selvoga er eyri lítil eða grund og heitir Hnyðjueyri. Eftir nútíma náttúrunafnakenningu þarf varla að draga í efa, að eyrin dragi nafn sitt af rekahnyðju, er sjór hafi skolað þar á land í árdaga. En fyrir daga nefndrar kenningar höfðu menn aðra skýringu á nafngiftinni. Þar bjó semsé kona fyrrum er Hnyðja hét. Svo ekki sé alveg hundsuð náttúrunafnakenningin, má telja víst, að sitt furðulega nafn hafi konustráið fengið af sköpulagi sínu, er trúlega hafi verið alls ólíkt lagi nútíma hortízkubrengla. Flvað um það. Hnyðja hét konan og var orðin ekkja þegar saga þessi gerðist, en sonu átti hún tvo og hétu báðir Erlendur. Komnir voru þeir bræður til nokkurs þroska og hinir mann- vænlegustu. I þann tíð voru fiskigöngur góðar inná Kollafjörð, og var því sjávargagnið aðaluppihald og lífsviðurværi Hnyðju og sona hennar, því landsnytjar höfðu þau litlar sem engar. Voru þeir bræður hinir vöskustu sjómenn, áttu þeir bátkænu og veiðarfæri sjálfir, og þar að auki var Hnyðja fjölkunnug mjög svo trúlegt er, að nokkuð hafi þeir mannkostir bætt um hag þeirra, en hvergi er þess getið að hún hafi gert neinum manni skráveifu með kunnáttu sinni. Nú ber svo til dag nokkurn að gest ber að garði Hnyðju hús- freyju. Ekki er getið um nafn hans né heimilisfang, og stað- setning þess hæpin og varasöm, þar eð afkomendur hans og sveit- ungar kynnu að þykkjast við væri það opinberað, því karlfjand- inn var rammgöldróttur og hið mesta illmenni. Það var og aldrei sannað hvert erindi hann átti við Hnyðju, en grunur leikur á, að það hafi verið frekar dónalegt. En víst er, að ekki lét Hnyðja fallerast, enda Kollfirskar húsfreyjur þekkt- 78
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.