Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 82

Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 82
Þeir aftaka það með öllu bræðurnir að sitja í landi, telja ekki mark að draumum og fyrndar séu nú heitstrengingar karls- ins. Verða þeir nú að ráða, en fyrir bænir móður sinnar lofa þeir að róa stutt frá landi, og aldrei svo innarlega á fjörðinn að hverfi bærinn á Hnyðjueyri. Telur hún að þá muni ekki saka ef þeir lofa þessu. Róa þeir síðan, en Hnyðja gengur til bæjar. Ekki reru þeir bræður nema skammt útfyrir Selvogana er þeir stanza og renna færum, en verða ekki varir. Hásjávað var og sjór því fallinn milli Rifgirðinga, og verður það nú tal þeirra bræðra að róa gegnum þær og vita hvort ekki batni. Mætti sjá til bæjar ef þess væri gætt að fara ei inn með nesinu. Gera þeir nú svo og lifnar heldur undir hjá þeim. Það sjá þeir, að flestir bátar eru innar á firðinum og sýnist þeim að fiskur bíti þar sem örast. Kippa því enn uns þeir eru út af sundinu því fyrsta framaf nesinu, og draga nú mun líflegar en fyrr. Líður svo framá dag. Einsog fyr segir var háflæði þá þeir reru um morguninn, síðan fellur út og fjarar ákaflega. Ekki höfðu þeir stjóra í bát sínum heldur létu reka, en þar sem þeim virtist fiskurinn meiri því innar sem dró á fjörðinn urðu þeir að róa til baka jafnótt og straumurinn bar þá til hafs. Síðan tekur að flæða að aftur, gerist straumur þungur og vill bátinn bera innmeð landinu bakvið Selvoganes í hvarf frá Hnyðjueyri. Mjög var þeim jafnt í sinni kappið við fiskidrátt- inn og loforðið við móður þeirra svo þeir gæta þess um stund að halda bátnum í sjónmáli við bæinn. En með aðfallinu eykst fisk- urinn svo, að þeir bræður þóttust ekki fyrri hafa komizt í jafnóðan fisk. Grípur þá nú svo mikill og sterkur veiðiákafi að þeir gleyma stað og stund, öll loforð og heit hverfa sem dögg fyrir sólu og gá þeir einskis annars en draga fiskinn. Ber nú bát þeirra hratt inn með landinu uns horfinn er bær þeirra, en þeir líta ekki upp bræðumir og sjá því eigi að inn flóann kemur skvstrókur kolsvartur, fer hratt yfir og stefnir inná Kollafjörð. Gekk upp sjórinn ákaflega undan flókanum og væri þetta nú til dags kallaður fellibylur. En þar kemur að 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.