Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 82
Þeir aftaka það með öllu bræðurnir að sitja í landi, telja
ekki mark að draumum og fyrndar séu nú heitstrengingar karls-
ins. Verða þeir nú að ráða, en fyrir bænir móður sinnar lofa þeir
að róa stutt frá landi, og aldrei svo innarlega á fjörðinn að hverfi
bærinn á Hnyðjueyri. Telur hún að þá muni ekki saka ef þeir
lofa þessu. Róa þeir síðan, en Hnyðja gengur til bæjar.
Ekki reru þeir bræður nema skammt útfyrir Selvogana er
þeir stanza og renna færum, en verða ekki varir.
Hásjávað var og sjór því fallinn milli Rifgirðinga, og verður
það nú tal þeirra bræðra að róa gegnum þær og vita hvort ekki
batni. Mætti sjá til bæjar ef þess væri gætt að fara ei inn með
nesinu. Gera þeir nú svo og lifnar heldur undir hjá þeim. Það
sjá þeir, að flestir bátar eru innar á firðinum og sýnist þeim
að fiskur bíti þar sem örast. Kippa því enn uns þeir eru út af
sundinu því fyrsta framaf nesinu, og draga nú mun líflegar en
fyrr. Líður svo framá dag.
Einsog fyr segir var háflæði þá þeir reru um morguninn, síðan
fellur út og fjarar ákaflega.
Ekki höfðu þeir stjóra í bát sínum heldur létu reka, en þar
sem þeim virtist fiskurinn meiri því innar sem dró á fjörðinn urðu
þeir að róa til baka jafnótt og straumurinn bar þá til hafs.
Síðan tekur að flæða að aftur, gerist straumur þungur og
vill bátinn bera innmeð landinu bakvið Selvoganes í hvarf frá
Hnyðjueyri. Mjög var þeim jafnt í sinni kappið við fiskidrátt-
inn og loforðið við móður þeirra svo þeir gæta þess um stund að
halda bátnum í sjónmáli við bæinn. En með aðfallinu eykst fisk-
urinn svo, að þeir bræður þóttust ekki fyrri hafa komizt í
jafnóðan fisk.
Grípur þá nú svo mikill og sterkur veiðiákafi að þeir gleyma
stað og stund, öll loforð og heit hverfa sem dögg fyrir sólu og
gá þeir einskis annars en draga fiskinn.
Ber nú bát þeirra hratt inn með landinu uns horfinn er bær
þeirra, en þeir líta ekki upp bræðumir og sjá því eigi að inn
flóann kemur skvstrókur kolsvartur, fer hratt yfir og stefnir
inná Kollafjörð. Gekk upp sjórinn ákaflega undan flókanum og
væri þetta nú til dags kallaður fellibylur. En þar kemur að
80