Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 88

Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 88
Allir megindrættir landslags á Vestfjörðum eru grafnir (en ekki upphleyptir), og graftól meistarans voru aðeins tvenns konar: brimsleggjur og jökulþjalir. Af þeim sökum virðist ókunnugum á hraðri ferð hver dalurinn og hvert sjávarbjargið öðru líkt. En svip- ur hvors tveggja er mikill og hreinn, og við nánari kynni verðui fjölbreytnin endalaus. Auk hins jökulsorfna landslags á Vestfjörðum skortir þar ekki aðrar smágervari, en jafneinhlítar jökulminjar. Melar úr jökul- ruðningi hylja víða klöpp berggrunnsins á jafnlendum svæðum, bæði upp á heiðum og niðri í dölum, einkum í sunnanverðri Strandasýslu. Slíkir jökulmelar eru þó miklu víðlendari í öðrum landshlutum. Vestfirzkir skriðjöklar gerðu lítið að því að hlaða undir sig bergsvarfi sínu, heidur óku því með sér út í sjó. Á því ferðalagi sörguðust steinarnir í botnruðningi jökulsins við klöpp- ina, sem þeir ýttust yfir, og rákuðu hana á sérkennilegan hátt. Verksummerkin, sem nefnast jökulrákir, getur að líta á því nær hverri sléttri klöpp af berggrunni íslands, þar sem hann liggur nú ber og hvorki hefur molnað né máðst ofan af honum frá ísaldar- lokum. Rákimar em misgrófar, rispur eða gróp, en flestar þráð- beinar og ágæt heimild um skriðstefnu jökulsins, sem þar lá síð- ast yfir. Sú stefna er að sjálfsögðu yfirleitt frá fjalli til sjávar, út dali og firði. Undir lok síðasta jökulskeiðs ísaldar hækkaði mjög verulega, eitthvað 100—150 m, í heimshöfunum af öllu því vatni, sem til þeirra rann úr bráðnandi jökulbreiðum á mörgum stómm lands- svæðum. Af því leiddi, að sjór gekk inn yfir allt það, sem áður hafði verið ofansjávar af landgrunni íslands, og meira að segja áfram inn yfir allt núverandi undirlendi, nema þar sem jöklar vom enn fyrir. — Það er fyrst um þessar mundir, að Ávíkursteinn- inn kemur til skjalanna. Verður þó enn um sinn frestað að segja frá honum. Ágangur sjávarins á landið í ísaldarlokin stóð ekki lengi, senni- lega fáar þúsundir ára. Það bar til, að landið tók að lyftast við það, að af því létti jökulfarginu, og komst þá fyrst aftur í jafnvægi, er sjórinn hafði fjarað af því niður í svipaða hæð og ströndin hef- ur síðan legið. Hin tímabundna kaffæring undirlendisins stafaði af 86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.