Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 88
Allir megindrættir landslags á Vestfjörðum eru grafnir (en ekki
upphleyptir), og graftól meistarans voru aðeins tvenns konar:
brimsleggjur og jökulþjalir. Af þeim sökum virðist ókunnugum á
hraðri ferð hver dalurinn og hvert sjávarbjargið öðru líkt. En svip-
ur hvors tveggja er mikill og hreinn, og við nánari kynni verðui
fjölbreytnin endalaus.
Auk hins jökulsorfna landslags á Vestfjörðum skortir þar ekki
aðrar smágervari, en jafneinhlítar jökulminjar. Melar úr jökul-
ruðningi hylja víða klöpp berggrunnsins á jafnlendum svæðum,
bæði upp á heiðum og niðri í dölum, einkum í sunnanverðri
Strandasýslu. Slíkir jökulmelar eru þó miklu víðlendari í öðrum
landshlutum. Vestfirzkir skriðjöklar gerðu lítið að því að hlaða
undir sig bergsvarfi sínu, heidur óku því með sér út í sjó. Á því
ferðalagi sörguðust steinarnir í botnruðningi jökulsins við klöpp-
ina, sem þeir ýttust yfir, og rákuðu hana á sérkennilegan hátt.
Verksummerkin, sem nefnast jökulrákir, getur að líta á því nær
hverri sléttri klöpp af berggrunni íslands, þar sem hann liggur nú
ber og hvorki hefur molnað né máðst ofan af honum frá ísaldar-
lokum. Rákimar em misgrófar, rispur eða gróp, en flestar þráð-
beinar og ágæt heimild um skriðstefnu jökulsins, sem þar lá síð-
ast yfir. Sú stefna er að sjálfsögðu yfirleitt frá fjalli til sjávar, út
dali og firði.
Undir lok síðasta jökulskeiðs ísaldar hækkaði mjög verulega,
eitthvað 100—150 m, í heimshöfunum af öllu því vatni, sem til
þeirra rann úr bráðnandi jökulbreiðum á mörgum stómm lands-
svæðum. Af því leiddi, að sjór gekk inn yfir allt það, sem áður
hafði verið ofansjávar af landgrunni íslands, og meira að segja
áfram inn yfir allt núverandi undirlendi, nema þar sem jöklar
vom enn fyrir. — Það er fyrst um þessar mundir, að Ávíkursteinn-
inn kemur til skjalanna. Verður þó enn um sinn frestað að segja
frá honum.
Ágangur sjávarins á landið í ísaldarlokin stóð ekki lengi, senni-
lega fáar þúsundir ára. Það bar til, að landið tók að lyftast við
það, að af því létti jökulfarginu, og komst þá fyrst aftur í jafnvægi,
er sjórinn hafði fjarað af því niður í svipaða hæð og ströndin hef-
ur síðan legið. Hin tímabundna kaffæring undirlendisins stafaði af
86