Strandapósturinn - 01.06.1970, Qupperneq 94
utan túns um 200 m suðvestur frá bænum. Þar er þýfður grasmói,
en grunnur jarðvegur, sem margir aðrir stórir steinar standa upp
úr. Silfursteinn er þó þeirra langstærstur, en til að sjá sker hann
sig ekki úr að öðru leyti. Allir steinarnir cru ávalir af brimsvarfi,
enda er staður þeirra langt undir efstu sjávarmörkum, en um 20
m ofar núverandi sjávarmáli.
Hektu mál Silfursteins eru, án allrar nákvæmni: lengd 3,9
m, breidd 2,5 m og hæð ofan moldar 1,3 m. Ef gert er ráð fyrir,
að þriðjungur steinsins sé sokkinn í jörð, má áætla rúmmál hans
nálægt 12 m3 og þyngdina eitthvað 30 lestir.
Eins og aðrir hnullungar í nágrenninu er Silfursteinn allur vax-
inn mislitum skófum, gráum, svörtum og grænum. Af þessum
sökum hefur mönnum svo lengi dulizt, að hann er úr harla annar-
legu efni gerður. En ekki þarf nema kvarna flís úr steininum, þá
kemur bergtegundin í ljós — og reynist vera dæmigert granít.
Afbrigði þeirrar bergtegundar (mest svonefnt granófýr) finnast
að vísu á nokkrum stöðum hér á landi í föstu bergi — og þó hvergi
í Strandasýslu. En þau eru öll ólík graníti Silfursteins. Aftur á
móti virðist bergið í honum vera í alla staði mjög venjulegt
granít, eins og það gerist t.d. í Skandinavíu og á Grænlandi. Það
er samsett úr kristöllum þriggja steintegunda, sem eru grónir fast
saman, svo að hvergi er glufa á milli. Steintegundirnar eru, grátt
kvarz, ljósrautt feldspat og síðast en ekki sízt glit, sem er ljóst
að lit og klofnar auðveldlega í þunnar flögur, sem glitra líkt
síldarhreistri. Eflaust var það sú steintegund, sem vakti athygli
unglinganna í Stóru-Ávík á steininum.
(Ég er raunar í vandræðum með nafn á þessa steintegund.
Frændþjóðirnar austan hafs nota þýzka nafnið glimmer og ensku-
mælendur latneska nafnið mica (en segja raunar ,,mæka“), og
hefur hvort tveggja, en mest glimmer, verið notað í íslenzku máli.
Nýyrðin gljáflögur og glim, hafa verið reynd, en ekki náð festu).
Ekki er að efa, að Silfursteinn hefur borizt hingað til lands með
hafís, eins og raunar mun haft fyrir satt af öllum, sem til hans
þekkja. •—En hvenær kom hann og hvaðan?
Það fer ekki milli mála, að jaki, sem bar hingað 30 lesta
stein frá öðra landi, hefur verið firna stór og rist djúpt í sjónum.
92