Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 102
annars frá Akranesi og af Snæfellsnesi.
Klukkan 8 um kvöldið hófst svo kvöldvaka í samkomuhúsinu
að Sævangi. Þorsteinn Matthíasson frá Kaldranesi flutti stutta en
snjalla ræðu. Því næst söng átthagafélagskórinn nokkur lög undir
stjórn Jóns Péturs Jónssonar frá Drangsnesi, einsöng með kórn-
um söng Osk Sófusdóttir. Jóhannes Jónsson frá Asparvík las
frumort ljóð um Strandir. Þá fluttu heimamenn fjölþætt skemmti-
efni, við mikla kátínu samkomugesta. Jörundur Gestsson frá
Hellu las mjög fallegt frumort ljóð, þar sem viðlagið var á þessa
leið: „Kliðar mjúkt við komumannsins eyra, velkomin heim“.
Þá söng átthagafélagskórinn aftur nokkur lög undir stjórn
Jóns Péturs Jónssonar. Að því loknu hófst dansinn. Hljómsveitin
„Eldar“ sem var með í ferðinni norður, lék fyrir dansi, dansað
var til kl. þrjú um nóttina.
Sunudaginn 6. júlí var gengið í Hólmavíkurkirkju og hlýtt
á messu hjá prófastinum séra Andrési Ólafssyni. Átthagafélagið
færði kirkjunni að gjöf, sálminn „Bænarmál“, eftir Jóhannes
Jónsson frá Asparvík, við lag eftir Guðlaug Jörundsson frá Hellu
og söng átthagafélagskórinn sálminn í kirkjunni í messulok. Sálm-
inum fjölrituðum var dreift meðal kirkjugesta og höfundur las
hann upp í kirkjunni meðan kórinn gekk í söngloftið til að syngja
hann.
Eftir messu var öllu aðkomufólki boðið til kaffidrykkju og
stóðu kvenfélagskonur staðarins fyrir því. Þar var veitt af mik-
illi rausn og myndarskap. Að því búnu var farið að hugsa til
heimferðar, en áður en lagt var af stað, var dansað á götu úti af
miklu fjöri. Þá flutti Þorsteinn Matthíasson frá Kaldranesi þakkir
fyrir hönd aðkomumanna, til heimamanna fyrir ógleymanlegar
móttökur og yndislegar samverustundir.
Talið var, að um 600 manns hafi sótt þetta mót, sem var
í alla staði hið glæsilegasta. Á heimleiðinni var sungið í bílun-
um alla leið til Reykjavíkur og sá ekki þreytu á neinum manni.
Þessi stutta dvöi í heimahögum, varð öllum ógleymanleg.
Nokkrum dögum áður en mótið hófst, fóru 4 menn norður
að Sævangi til að undirbúa hátíðina í samráði við heimamenn.
Allir þessir menn unnu ómetanlegt starf og áttu sinn stóra þátt
100