Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 118
flytur starfsemi sína að Brú í Hrútafirði. Hús Landsímans eru
keypt af Bæjarhr. fyrir heimavistarskóla vegna bamafræðslunn-
ar. Búskapur í sveitum þessa lands er í afturbata að loknum
miklum fjárskiptum. Heilbrigt sauðfé kemur í stað hins sjúka.
Skurðgröfur frá Landnámi ríkisins ræsa fram mýrlendi. Rækt-
un er hafin með þungavinnuvélum. Uppbygging sveitabýlanna er
þegar hafin og vex hröðum skrefum meðan sjötti tugur aldarinnar
líður hjá. Afurðir bænda seljast jafnhraðan. Afkoma manna fer
batnandi. Vetur em mildir og bjartsýni ríkir meðal fólks. Búin
eru stækkuð víða af lítilli forsjá, því heyöflunin var ekki í sam-
ræmi við bústofnsaukninguna. Kaupfélagið hefst handa um svo-
litlar framkvæmdir. Byggt er inn í helming brunarústanna frá
því 1931. Frystiklefi er byggður til hagræðis fyrir heimilin. Að-
staða í sláturhúsi bætt með byggingu fjárréttar. Lítill ferðamanna-
verzlun er reist hjá Símstöðinni Brú árið 1955, sem aðeins er
opin yfir sumarmánuðina enda stíluð á algengustu vömr til handa
fólki í sumarleyfum og á ferðalögum.
Áður hefur verið sagt frá því tilfinnanlega tjóni er eldsvoðarn-
ir ollu og þá fyrst og fremst á húseignum. Þessi stóm áföll hafa
án efa dregið kjark úr mönnum, sem jafnframt erfiðum aðstæðum
á þcim tímum, er þeir verða, gera það að verkum, að ekki var ráð-
ist í uppbyggingu strax. En alltaf var haft í huga og til um-
ræðu og athugunar á fundum félagsins að hefjast handa. Má segja
að lags hafi verið leitað. Árið 1958 er hafin bygging á nýju
verzlunarhúsi fyrir starfsemina. Tuttugu og þremur mánuðum eft-
ir að fjárfestingaleyfi fékkst var flutt í hið nýja hús eða 1. júní
1960. Gott hús og vel skipulagt. Innréttingar í nýtízkulegu
formi þess tíma. Ótrúlega miklar breytingar urðu í öllu er við-
kom verzlunum og innréttingum, sem bera svipmót sjálfsaf-
greiðslufyrirkomulagsins, á árunum milli 1950 og 1960. Segja
má að þessi langi dráttur hafi stuðlað að því, að skemmtilegra og
betra hús var byggt en hefði verið einum áratugi fyrr. Þessa á-
fanga var minnst með fjölmennri samkomu á Borðeyri í ágúst sama
ár. Þá komu margir góðir gestir m.a. fyrrv. framkv.stj. félagsins,
forstjóri Sambandsins og frú, forstöðumaður Teiknist. SÍS, ásamt
fleiri starfsmönnum frá því fyrirtæki, framkvæmdastjórar eða
116