Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202210 Umsagnarfrestur um þings­ ályktunar tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um stór eflingu inn lendrar mat­ vælaframleiðslu rann út þann 10. febrúar síðastliðinn en átta umsagnir bárust. Tillagan var áður lögð fram á síðasta löggjafarþingi en fékk ekki afgreiðslu. Hún var tekin fyrir á fundi atvinnuveganefndar 27. janúar, þar sem samþykkt var að Þórarinn Ingi Pétursson yrði framsögumaður hennar. Tillagan gerir ráð fyrir að forsætisráðherra verði falið að hrinda í framkvæmd 24 aðgerðum á sviði landbúnaðar í samstarfi við bændur í þeim tilgangi meðal annars að styrkja rekstrarafkomu matvælaframleiðenda. Lækkun rekstrarkostnaðar og betri lánskjör Í greinargerð með tillögunni kemur fram að verja þurfi íslenskan landbúnað og þau fjölþættu verðmæti sem felist í honum, með því að styrkja rekstrarafkomu bænda. Þörf sé á auknum fjárframlögum og aðgerðum sem miða að lækkun rekstrarkostnaðar og betri lánskjörum. Styrkja þurfi samkeppnishæfni innlends landbúnaðar gagnvart erlendri framleiðslu með frekari nýtingu innlendra orkuauðlinda og veita tilslakanir á samkeppnishömlum í landbúnaði. Betra aðgengi að upplýsingum um framleiðsluferil matvæla Í greinargerðinni er hvatt til aukinnar lífrænnar framleiðslu, að landbúnaðartengt nám verði stóreflt og eftirlitskerfi matvælaframleiðslu einfaldað og þannig létt á kostnaði greinarinnar vegna þess. Þar segi einnig að stuðla þurfi að auknu aðgengi neytenda að upplýsingum um framleiðsluferli matvæla og sérstöðu íslensks landbúnaðar í því sambandi og stöðva innflutning á ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum matvælum, enda hafi vísindamenn ítrekað bent á mikilvægi þess, meðal annars með hliðsjón af fjölgun sýklalyfjaónæmra baktería og í ljósi yfirstandandi heimsfaraldurs kórónuveiru. Í greinargerðinni kemur enn fremur fram að meðal markmiða tillögunnar sé að stórefla innlenda matvælaframleiðslu, tryggja matvæla- og fæðuöryggi, veita neytendum umhverfisvæna, holla og næringarríka fæðu, treysta afkomu bænda, auka sjálfbærni og umhverfisvernd, varðveita þekkingu, efla rannsóknir og menntun í land- búnaði, auka skilning á mikilvægi landbúnaðarframleiðslu og vernda landgæði. Áskoranir og sóknarfæri Í umsögn Bændasamtaka Íslands um tillöguna kemur fram að samtökin hafi áður skilaði inn umsögn þar sem þau studdu eindregið að hún yrði samþykkt. „Íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir margs konar áskorunum en fjölmörg sóknarfæri eru til aukinnar verðmætasköpunar. Tryggja þarf að starfsskilyrði greinarinnar stuðli að fæðuöryggi, samkeppnishæfni og bættri afkomu bænda. Þá leggja samtökin áherslu á að haft verði samráð við fulltrúa bænda við nánari útfærslu einstakra aðgerða í tillögunni,“ segir í umsögn samtakanna. Félag atvinnurekenda vísar í sinni umsögn til fyrri umsagnar á síðasta löggjafarþingi. Þar kemur meðal annars fram að FA sjái enga ástæðu til að þingsályktunartillagan fái brautargengi á þeim forsendum að of mikð sé af tillögum í henni um ríkisstuðning til atvinnustarfsemi og hömlun á frjálsa milliríkjaverslun og virka samkeppni. Í umsögn FA segir að tillagan innihaldi hugmyndir um brot á EES- samningnum „með því að banna innflutning á ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum matvælum og gera kröfur um matvælamerkingar sem ekki standast samninginn. Tollasamningi verði sagt upp Í umsögn Kjarnafæðis Norð lenska er sérstök athygli vakin á 7. aðgerðinni, um að tollasamningi land búnaðar- ráðherra frá 17. september 2015 við Evrópusambandið verði sagt upp nú þegar eða óskað endurskoðunar á honum, meðal annars með tilliti til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Færa má fyrir því sterk rök að forsendur samningsins séu brostnar. Auk þess inniheldur samningurinn frá 2015 umtalsverðar heimildir til útflutnings lambakjöts sem eru langt umfram það sem greinin hefur þörf á eða getur nýtt. Samdráttur hefur verið í framleiðslu sauðfjárafurða undanfarin ár og þeir hagsmunir sem hafðir voru að leiðarljósi við gerð þessa samnings eiga ekki við lengur. Samhliða þessari endurskoðun er mikilvægt að tollskráin í heild sé skoðuð enda hafa upphæðir í henni ekki fylgt verðlagi og tollar því tapað gildi sínu,“ segir í umsögninni. Kjarnafæði Norðlenska bendir líka á 17. aðgerðina og segir að þar sé um stórmál að ræða. Þar er lagt til að úrvinnslufyrirtækjum verði gert kleift að hagræða með samvinnu og samruna. Í umsögninni segir að þetta mál hafi ítrekað verið reifað við yfirvöld af hálfu hagsmunasamtaka, bæði bænda og afurðafyrirtækja. „Það er afar mikilvægt að greininni verði gert kleift að hagræða með þessum hætti. Unnar hafa verið skýrslur m.a. fyrir atvinnuvegaráðuneytið sem sýna fram á þá gríðarlegu hagræðingu sem heimildir til samvinnu og samruna gætu leitt af sér. Slík hagræðing myndi skila sér bæði í hagstæðara vöruverði til neytenda og heilbrigðari rekstri bænda og úrvinnsluaðila landbúnaðarvara,“ segir í umsögninni. /smh FRÉTTIR Þórarinn Ingi Pétursson verður framsögumaður þingsályktunartillögunnar. Starfshópur sem fjallar um blóðtöku á fylfullum hryssum tók til starfa í byrjun ársins að skipun Svandísar Svavarsdóttur sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra. Hópnum er ætlað að skoða starfsemina, regluverk og eftirlit í kringum blóðmerarbúskap. Formaður starfshópsins er Iðunn Guðjónsdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, en með henni starfa Sigríður Björnsdóttir, yfirdýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun og Ólafur Páll Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands. Vinnu starfshópsins miðar áfram að sögn Iðunnar en meðal þeirra verkefna sem liggja fyrir hópnum eru fundir með hagaðilum. Lokaafurð starfshópsins verður í formi skýrslu með tillögum til ráðherra sem verður gerð öllum opinber og auk þess sett á samráðsgátt stjórnvalda, þar sem almenningi gefst kostur á að tjá sig um störf og tillögur hópsins. Starfshópurinn hefur skipunartíma til 1. júní n.k. og mun því skila af sér innan þess tíma. /ghp Þingsályktunartillaga um stóreflingu innlendrar matvælaframleiðslu: Styrkja þarf rekstrarafkomu matvælaframleiðenda – Átta umsóknir bárust um tillöguna sem Þórarinn Ingi Pétursson verður framsögumaður fyrir Starfshópur fundar með fagaðilum – Blóðtaka úr hryssum til umfjöllunar innan stjórnsýslunnar Aðgerðirnar 24 eins og þær koma fyrir í þingsályktunartillögunni: 1. Stuðningur við landbúnað verði stóraukinn og rekstrarafkoma matvælaframleiðenda styrkt. Fjárframlög til greinarinnar verði aukin og stefnt að lækkun rekstrarkostnaðar og betri lánskjörum. 2. Gerð verði landsáætlun um aukna sjálfbærni íslensks landbúnaðar, m.a. með tilliti til orkuskipta og áburðarnotkunar. 3. Hvatt verði til aukinnar lífrænnar framleiðslu, m.a. með þróunarstyrkjum. 4. Auknu fé verði varið til nýsköpunar og þróunar í hefðbundnum búgreinum og vinnslu með tilliti til þess að í mörgum tilvikum skili ávinningurinn sér ekki fyrr en að mörgum árum liðnum. Stutt verði við hringrásarhagkerfið í því samhengi og fullnýtingu afurða. 5. Gerð verði áætlun um hvernig stórefla megi nám tengt landbúnaði á öllum námsstigum. 6. Styrktir verði viðurkenndir aðilar sem vinna að markaðsmálum, nýsköpun og þróun, t.d. viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita, Landbúnaðarklasinn o.fl. 7. Tollasamningi landbúnaðarráðherra frá 17. september 2015 við Evrópusambandið verði sagt upp nú þegar eða óskað endurskoðunar á honum, m.a. með tilliti til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 8. Innflutningur á ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum matvælum verði stöðvaður vegna sérstöðu landsins og mikilvægis matvæla og fæðuöryggis. 9. Eftirlitskerfi með matvæla framleiðslu verði einfaldað og kostnaði við eftirlitið létt af greininni. 10. Stutt verði við frekari þróun og aukna markaðshlutdeild innlendrar kjarnfóðurframleiðslu og kornræktar sem nýtir innlenda orkugjafa og skapar störf. 11. Gerð verði áætlun um frekari nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar til innlendrar mat- vælaframleiðslu á sambærilegum kjörum og stóriðjan nýtur. Það taki til allra stiga framleiðslunnar, m.a. ræktunar, húsdýrahalds, kjarnfóðurframleiðslu og vinnslu afurða í afurðastöðvum. 12. Veittir verði styrkir til rannsókna og framleiðslu á innlendu eldsneyti fyrir landbúnaðartæki, m.a. til að auka sjálfbærni. 13. Kostnaður við flutning allra aðfanga og afurða sem tengjast matvælaframleiðslukeðj- unni verði að fullu jafnaður án þess að hann bitni á greininni og þar með verðlagningu framleiðslunnar. 14. Gerð verði áætlun um aukinn stuðning við innlenda kornrækt, kornþurrkun og nýtingu korns til fóðurframleiðslu og manneldis. 15. Gerð verði áætlun um uppbyggingu kornbirgða á a.m.k. tveimur stöðum á landinu svo að ætíð verði til staðar birgðir til fóðurframleiðslu í 8–12 mánuði (50.000– 80.000 tonn). 16. Ráðist verði í rannsóknir á notkun innlendra náttúrulegra hráefna, svo sem þörunga og kalks, til áburðarframleiðslu. 17. Öllum úrvinnslufyrirtækjum landbúnaðarvara verði gert heimilt að hagræða með sam- vinnu og samruna umfram þær skorður sem samkeppnisyfirvöld setja. 18. Stutt verði við hrossarækt og hún efld til að nýta þau tækifæri sem þar liggja, m.a. til aukins útflutnings á lifandi hrossum og til nýtingar merarblóðs í lyfjaframleiðslu. 19. Framtíð loðdýraræktar verði tryggð, t.d. með útflutningsábyrgðum, fóðurstyrkjum og sérstökum framkvæmdalánum. 20. Gerðir verði langtímasamningar við bændur þar sem tekið verði tillit til þjóðhagslegs mikilvægis atvinnugreinarinnar, starfskjara matvælaframleiðenda og framboðs á heil- næmum afurðum. 21. Skóg- og skjólbeltaræktun verði stóraukin svo að nýta megi tækifærin sem liggja í skógrækt. 22. Afhendingaröryggi raforku verði tryggt svo að hætta á röskun í framleiðslu matvæla um land allt verði sem minnst. 23. Sett verði skýr lög um upprunamerkingar matvöru í þágu neytenda þar sem fram komi m.a. uppeldisland sláturdýra og framleiðsluland matvæla, innihaldslýsingar verði skýrari, þ.m.t. um notkun lyfja við framleiðsluna og um framleiðsluferli, þ.e. hversu oft varan hafi verið fryst og afþídd við vinnslu hennar og hver sláturdagur hafi verið. 24. Tengsl landbúnaðar við ferðamennsku og íslensk matvæli verði rannsökuð, m.a. með tilliti til verðmæta sem íslensk matvælaframleiðsla skapar ferðaþjónustunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.