Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202230 OSTUR&OSTAGERÐ Ostar og ostagerð á sér langa og áhugaverða sögu. Hvernig var og er ostur búinn til? Hvernig er hann á bragðið og hvernig er hann ólíkur á milli landa, héraða og einstakra býla? Listin að búa til ost er víða á undanhaldi. Fyrir stuttu var staddur hér á landi bandarískur áhuga- og fræðimaður um osta og hefðina að búa til osta. Ostameistarinn Trevor James Warmedahl hefur undanfarin ár ferðast um heiminn og kynnt sér ostagerð smærri framleiðenda og heimagerð á ostum á býlum. Warmedahl var staddur hér á landi fyrir stuttu í boði Eirnýjar Óskar Sigurðardóttur ostasérfræðingi, sem rak Búrið í tíu ár. Tilgangur heimsóknarinnar var að fara um landið og ræða við og kynna sér ostagerð smærri framleiðenda og veita ostagerðarfólki ráð og ekki síður að hans sögn að hvetja framleiðendur til að prófa eitthvað nýtt. „Ég sé ekki annað en að á Íslandi séu mjög góðar aðstæður til að auka framleiðslu smærri framleiðenda á staðbundnum ostum sem geta verið á heimsmælikvarða. Hér eru gamlir og sérstakir búfjárstofnar, mikið beitarland auk þess sem dýravelferð og tækniþekking er á háu stigi. Mér skilst að Ísland sé eitt af tveimur löndum í Evrópu [hitt er Noregur] þar sem bannað er að búa til osta úr ógerilsneyddri mjólk og það er miður. Ostur sem búinn er til úr ógerilsneyddri mjólk hefur marga kosti og ýmsa möguleika sem ekki eru til staðar sé mjólkin gerilsneydd.“ Warmedahl segir vel skiljanlegt að mjólk sem safnað er af mörgum bæjum til stórframleiðslu sé gerilsneydd en þegar kemur af afurðum eins og ostum frá sama býli og framleiðir mjólkina ætti slíkt að vera óþarfi. „Enda lítið mál að skoða gerlaflóru ostsins með hjálp vísinda áður en hann er settur í sölu. Á sama tíma og framleiðsla á ostum er gerð fjölbreyttari.“ Ostar eru menningarverðmæti Warmedahl segist hafa fengið vinnu við að búa til osta fyrir hálfgerða tilviljun og að honum hafi strax þótt áhugavert hversu margslungin og fjölbreytt ostagerð er. „Ostagerð er óneitanlega hluti af menningu þjóða í Evrópu og í Bandaríkjunum og frægustu ostaframleiðslulöndin eru Frakkland, Ítalía, Spánn og Bretlandseyjar. Það er líka hefð fyrir því að gerja og vinna mjólkurafurðir víða annars staðar í heiminum þótt það vilji stundum gleymast. Í Himalajafjöllum og á gresjum Mongólíu býr fólk til það sem kalla má ost þótt hann sé ólíkum osti eins og við þekkjum hann á Vesturlöndum. Að mínu viti er sá ostur á engan hátt óáhugaverðari sem menningarverðmæti en annar ostur þrátt fyrir að hann sé ekki eins áhugaverður út frá markaðssjónarmiðum. Framleiðsla á osti tengist því meðal annars landafræði og veðurfari og landbúnaði en til gamans má geta þess að Tyrkland og Grikkland eru þær þjóðir í heiminum í dag sem neyta mest af osti.Við megum ekki heldur gleyma því að ostur er ekki bara unninn úr kúamjólk. Hann er einnig afurð sauðfjár- og geitamjólkur, jakuxa, hesta, asna, kameldýra og hreindýra svo dæmi séu nefnd. Eftir að hafa unnið um tíma við ostagerð í borg þar sem nánast öll mjólkin sem ég notaði var gerilsneydd og ég hafði aldrei séð kýrnar sem mjólkin kom úr, áttaði ég mig á því að það vantaði eitthvað inn í heildarmyndina.“ Mannfræði og matargerð Warmedahl fæddist og ólst upp í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkja Norður-Ameríku. Í háskóla lagði hann stund á mannfræði og starfaði síðan sem kokkur á ýmsum veitingahúsum. Hann segir að sem mannfræðingur og kokkur hafi hann lengi haft áhuga á mat og matargerð og ekki síst ostum. „Snemma á þrítugsaldri gerði ég mína fyrstu tilraun til að búa til cheddar- ost og ostur og ostagerð hefur verið áhugamál mitt síðan þá.“ Tíu ár á ostabýlum „Í framhaldi af starfi mínu sem ostagerðarmaður í borg fékk ég áhuga á osti sem unninn er úr ógerilsneyddri mjólk og á bóndabæjum. Eftir það Ostar eru lokaafurð flókins og breytilegs framleiðsluferlis Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Warmedahl ásamt Jóhönnu Þorvaldsdóttur, geitabónda á Háafelli. Mynd / Eirný Sigurðardóttir. Heimsókn á Rjómabúið Erpsstöðum. Warmedahl ásamt Þórgrími Einari Guðbjartssyni, bónda og mjólkurfræðingi. Mynd / Eirný Sigurðardóttir. Mjólk skilin í skilvindu á kúabúi í Tíbet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.