Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 49 LÍF&STARF Hýsi-Verkheimar ehf. | Smiðjuvegi 44-46, Kópavogi | Sími 497 2700 | hysi@hysi.is | www.hysi.is Atvinnuhúsnæði, Geymslur Skóla- og Frístundabyggingar Límtrésbyggingar Klæddar yleiningum. Heildarlausn í boði með hönnun, verkfræðiteikningum, gluggum og hurðum. Trimo húseiningar Vönduð lausn fyrir færanlegar skólabyggingar, skrifstofuhúsnæði og gistirými. Bogahýsi frá Rundebuehaller Færanleg eða varanleg. Hundruð húsa seld á Íslandi síðasta áratuginn og húsin eru því þrautreynd við íslenskar aðstæður. Stálgrindarbyggingar Klæddar yleiningum. Trimo gámahús Geymslur, WC eða vinnubúðir. Yleiningar Með steinullar- eða PIR kjarna. Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu í Bændasamtökum Íslands 2022-2024 ▶ Í samræmi við 4. mgr. 6. gr. samþykkta Bændasamtaka Íslands eru sex stjórnarmenn kosnir á Búnaðarþingi til tveggja ára í senn. Framboð til stjórnarsetu í samtökunum skulu liggja fyrir að minnsta kosti tveimur vikum fyrir Búnaðarþing, sbr. 4. mgr. 13. gr. samþykkta BÍ. ▶ Allir félagsmenn sem teljast fullgildir í samtökunum frá og með 31. desember sl., þ.e. skulda ekki gjaldfallin félagsgjöld, geta boðið sig fram til stjórnarsetu Bændahöllin Hagatorgi 1, 107 Reykjavík Í samræmi við samþykktir Bændasamtaka Íslands er hér með leitað eftir framboðum frá félagsmönnum til setu í stjórn Bændasamtakanna fyrir kjörtímabilið 2022-2024. Framboðsfrestur er til miðnættis 16. mars 2022 og skal framboðum skilað inn á netfangið kjorstjorn@bondi.is Hver og einn frambjóðandi skal skila ljósmynd, ásamt nafni, kennitölu og upplýsingum um búgrein. Einnig skulu frambjóðendur skila allt að 200 orða kynningartexta með framboði sínu. Efnið verður notað til að kynna framboðið. Frambjóðendum er að auki heimilt að láta fylgja með ferilskrá og senda með hlekki inn á heimasíðu, samfélagsmiðla og annað sem tengist framboði þeirra. Uppstillingarnefnd starfar samkvæmt samþykktum Bændasamtaka Íslands og starfsreglum nefndarinnar sem staðfestar voru á aukabúnaðarþingi hinn 10. júní 2021. Hlutverk uppstillingarnefndar er að tryggja framboð til stjórnar úr öllum helstu geirum landbúnaðarins sem taki einnig tillit til landfræðilegrar dreifingar og kynjahlutfalla og leggja fram tillögu sína fyrir Búnaðarþing. Uppstillingarnefnd skipa: Birgir H. Arason, formaður. Bessi Freyr Vésteinsson. Hrafnhildur Baldursdóttir. Rannsóknir á Heiðarfjalli í Langanesbyggð benda til þess að svæðið sé mjög mengað eftir að bandaríska herliðið rak ratsjár- og fjarskiptastöð á fjallinu á árun- um 1954 Til 1970. Á heimasíðu Umhverfis- stofnunar segir að í rannsókn á svæðinu hafi mælst mikill styrkur PCB efna. Styrkur mengunarinnar bendir til að hvorki sé æskilegt fyrir fólk né dýr að dvelja á svæðinu nema í stutta stund og forðast beri að neyta gróðurs og yfirborðsvatns. Rannsóknin var framkvæmd af The Royal Military College of Canada árið 2017. Blý, sink, úran, kvikasilfur og olíuefni Einnig fundust önnur mengandi efni á svæðinu í styrkleika sem getur haft áhrif á menn, dýr og náttúru. Meðal þessara efna eru blý, sink, úran, kvikasilfur og olíuefni. PCB eru þrávirk efni sem safn- ast upp í fituvefjum og geta haft ýmiss konar skaðleg áhrif á heilsu og umhverfi. Sum PCB efni eru þekktir krabbameinsvaldar. Meðal annarra þekktra áhrifa þess að vera útsettur fyrir efnunum til lengri tíma eru skaðleg áhrif á æxlun, þroska og mótstöðuafl gegn sjúkdómum. Aðgerðir í undirbúningi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðu- neytið hefur falið Umhverfisstofnun að hafa umsjón með undirbúningi að frekari rannsóknum á svæðinu ásamt því að upplýsa um hættuna sem er fyrir hendi. Stofnunin vinnur að undirbúningi málsins í samstarfi við landeigendur, rannsóknaraðila, viðeigandi stofn- anir og ráðuneyti og með tilliti til styrks mengunar á svæðinu hefur Umhverfisstofnun látið reisa skilti þar sem fólk er beðið að gæta fyllstu varúðar við ferðir um svæðið. /VH Magn mengandi efna á Heiðarfjalli í Langanesbyggð er það mikið að fólki er ráðlagt að eyða ekki löngum tíma á svæðinu. Mynd / Bergþóra Njála Umhverfisstofnun: Mikil mengun í jarðvegi á Heiðar- fjalli í Langanesbyggð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.