Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202236 S-grúppan í Finnlandi er allt í öllu og talið er að hún snerti daglegt líf yfir 80% Finna, enda stendur S-ið fyrir Finnland (Suomi). S- grúppan er í eigu við- skiptavina og saman- stendur af neti samvinnu- fyrirtækja á neytenda- og þjónustumarkaði sem eru með um 1.800 sölustaði í Finnlandi. Innan hennar eru samvinnufyriræki í 19 sjálfstæðum svæð- iseiningum og saman eiga þau stoðþjónust- una SOK. Fyrir utan fjölbreyttan verslunar- rekstur er S-grúppan umsvifamikil í elds- neytissölu, ferðaþjónustu og hótelrekstri í Finnlandi og m.a. einnig í Rússlandi og Eist- landi. Merki S-hópsins í Finnlandi S-grúppan er allt í öllu í Finnlandi 4 SAMVINNUHREYFINGIN 140 ÁRA FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 Mondragon-samstæðan á Spáni er ágætt dæmi um hve samvinnufélög geta verið af mörgu tagi. Hún á rætur sínar í Baskalandi í félagsstarfi kaþ- ólska prestsins José Maria Arizm- endiarrieta í smábænum Mondragón þar sem hann stofnaði tækniskóla með ungu fólki upp úr síðari heims- styrjöld. Starfsmannasamvinnufélagið var stofnað 1956 og fyrsta fram- leiðsluvaran var vaxhitari. Það starfar í samræmi við yfirlýst gildi Alþjóða- sambands samvinnuhreyfinga um mannúðlegt viðskiptasiðferði ásamt þátttöku- og samstöðuviðhorfum. Mondragon aðhyllist sjö grundvall- aratriði samvinnustarfs, þar sem gert er ráð fyrir opnu, lýðræðislegu og vinnumiðuðu skipulagi, kapítalið er þjónn en ekki herra og menntun, launajafnrétti og alþjóðahyggja eru í hávegum höfð. Starfsmenn leggja með sér Hjá Mondragon leggur hver starfs- maður með sér 2,2 milljónir króna sem þátttökugjald. Mondragon- bankinn veitir oftast lán til þessa gjalds. Mondragon rekur Eroski- verslunarkeðjunna sem er í hópi hinna tíu stærstu á Spáni. Starfsmenn Mondragon nálgast 100 þúsund og starfsemin er alþjóðleg í yfir 30 lönd- um. Um 80% af veltunni kemur er- lendis frá. Mondragon starfar í 257 fyrirtækjum og samvinnufélögum á fjórum sviðum: fjármálastarfsemi, framleiðsluiðnaði, smásöluverslun og þekkingariðnaði. Mondragon hefur í æ ríkari mæli einbeitt sér að hátækni á síðari árum og rekur meðal annars eigin háskóla. Starfsmannafókusinn er skýr Hannes Karlsson og Skúli Þorberg- ur Skúlason hafa sem stjórnarmenn í SíS kynnt sér rekstur Mondragon. Þeir eru sammála um að áherslurnar séu athyglisverðar. Félagið Mon- dragon starfar til dæmis náið með sveitarfélögum og félagasamtökum en eingöngu ef það þjónar hagsmunum og markmiðum þess. Þegar Mondra- gon selur frá sér fyrirtæki þá setur það skilyrði um að það starfi áfram á svæðinu. Starfsmenn fá vinnu annað hvort hjá hinu selda fyrirtæki eða inn- an Mondragon-samstæðunnar. Valkostur við kapítalísk fyrirtæki Mondragon hefur verið hyllt sem valkostur við kapítalísk fyrirtæki og hagfræðingar eins og Bandaríkjamað- urinn Richard D. Wolff hafa lofað fé- lagið fyrir góð laun, áhrif starfsfólks á stjórnun og kynjajafnrétti. Á hinn bóginn telur bandaríski samfélgsrýn- irinn Noam Chomsky að þótt Mondragon sé valkostur við kapítal- ismann sé samstæðan umvafin hinu kapítalíska kerfi og það setji henni skorður. Frá viðskiptajsónarmiði segir prófessor Vicenc Navarro í Barcelona að Mondragon takist vel að ná jafn- vægi milli hagkvæmni annars vegar og samstöðu og lýðræðis hins vegar. Þrátt fyrir allt gangi vel að viðhalda samvinnuandanum þótt Mondragon hafi þurft að fást við mikinn vöxt með því að ráða inn vinnuafl sem ekki er meðal eigenda og hafi verið seint að taka við sér varðandi jafnrétti milli kynja. Mondragon-samstæðan í Baskalandi er valkostur Íslenskir samvinnumenn fyrir framan höfuðstöðvarnar í Mondragón árið 2018 ásamt fulltrúa frá spænska sam- vinnusambandinu. Frá vinstri Skúli Þorbergur Skúlason KSK, Stefán Guðjónsson Samkaupum, Hannes Karlsson SÍS, Sigurður Árni Sigurðsson, fyrrum framkvæmdastjóri BÚR og starfsmaður SÍS í Lundúnum, Guðsteinn Ein- arsson, fyrrum kaupfélagsstjóri KB og loks Daniel Martinez. Starfsmannasamvinnufélag með starfsemi í yfir 30 löndum Fyrirtækið starfar í samræmi við yfirlýst gildi Alþjóðasambands samvinnuhreyfinga um mannúðlegt viðskipta- siðferði ásamt þátttöku- og samstöðuviðhorfum. Mondragon rekur meðal annars Eroski-verslunar- keðjuna sem er í hópi hinna tíu stærstu á Spáni. Í danska Coop, sem er leiðandi á neytenda- markaði í Dan- mörku, eru félagslegir eigendur 1,8 milljónir og starfsfólk um 40 þúsund. Fé- lagar geta bæði tekið þátt í ákvörðunum í sambandi við heimaverslun sína og með því að kjósa landsstjórn Coop. Margir á Íslandi kannast við verslunar- keðjur Coop í Danmörku svo sem Kvickly, SuperBrugsen og Dagli’Brugsen. 1,8 milljónir eigenda í danska Coop Margir Íslendingar kannast við Brugsen. Mynd/Nillerdk Samvinnuhreyfingin á alþjóða- vísu er hvað öflugust sem sam- vinnubankar. Sem dæmi má nefna stórbanka eins og Crédit Agricole í Frakklandi sem bæði er banki og tryggingafyrirtæki, Rabobank í Hollandi, Migros og C00P-banka í Sviss, SKOK- bankann í Póllandi og Cooper- ative Bank í Manchester á Englandi. Í Asíu er meðal ann- ars stórbankinn Noughyuop. S- bankinn í Finnlandi var fyrsti svokallaði stórmarkaðsbank- inn þar en hann byggir meðal annars á því að afgreiðslustaðir hans eru í stórmörkuðum sam- vinnhreyfingarinnar í Finnlandi. Samvinnu- bankar eru víða öflugir Stjórn Samvinnubanka Þróun- arfélags kvenna í Mulukanoor í Karimnagar, Indlandi, fyrir utan höfuðstöðvarnar. 24 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.