Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202226 LÍF&STARF Lengi vel voru einungis þrjú kúabú á Íslandi sem framleiddu lífrænt vottaða mjólk; Búland í Austur-Landeyjum, Neðri-Háls í Kjós og Skaftholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Síðasttalda búið hefur aðallega stundað sjálfsþurftarbúskap fyrir bæinn, en það er líka heimili fyrir fólk með þroskahömlun. Hin hafa sett mjólkina sína á markað í gegn- um mjólkurvinnsluna Biobú, sem sérhæfir sig í lífrænt vottuðum mjólkurvörum. Fjórða búið, Eyði- Sandvík rétt við Selfoss, bættist í hópinn seint á síðasta ári en fram- leiðsla þess jafngildir samanlögðu innleggi hinna tveggja. Sannkallaður fjölskyldubúskap- ur er stundaður í Eyði-Sandvík. Að honum standa hjónin Ólafur Ingi Sigurmundsson og Anna Gísladóttir ásamt börnum sínum, þeim Rúnari Geir, Guðbirni Má, Maríu Ósk og eiginmanni hennar, Hlyni Sigurðssyni. Guðbjörn Már á börnin Rannveigu Ósk, Önnu Björk og Óskar Ólaf. María og Hlynur eiga svo þrjá drengi; Ólaf Geir, Vilhjálm Frey og Grétar Dag – en öll börnin eru dugleg að hjálpa til í búskapnum. Áhuginn vaknaði á námskeiði í lífrænum landbúnaði Fjölskyldan kaupir Eyði-Sandvík 1999, en þá voru þar 14 mjólkandi kýr í 28 kúa fjósi með rörmjalta- kerfi – og um 70 ær. Áður voru þau með kúabúskap í Björnskoti í Skeiðarhreppi og fluttu þaðan með sér kýr og kvígur. Fyrstu verk þeirra var að fjölga kúnum í 28 og stórefla jarðræktina. Þegar þau kaupa jörðina voru 23 hektarar í túnum en í dag eru það 106 hektarar. Árið 2007 var byggt nýtt lausa- göngufjós með 72 legubásum og jafnframt var tekin í notkun Lely A3 mjaltaþjón. Heildar landstærð í Eyði-Sandvík er yfir 255 hektarar. Rúnar Geir er búfræðingurinn á bænum og er til svara um þá ákvörðun fjölskyldunnar að fara leið lífrænnar mjólkurframleiðslu. „Haustið 2010 hóf ég nám í búfræði á Hvanneyri, þar sem ég tók meðal annars áfangann Lífrænn landbúnaður og þá byrjaði svona áhuginn fyrir þessu fyrst. Eftir það hófum við tilraunir með að sá smára með þegar við endurræktuð- um túnin.“ Almennt tekur aðlögun tvö og hálft ár Að sögn Rúnars tekur aðlögun að lífrænt vottuðum kúabúskap almennt tvö og hálft ár; tvö ár tekur að aðlaga tún og þegar túnin eru orðin vottuð lífræn – og þar með fóðurvottað – þá er hægt að aðlaga bústofninn fyrir mjólkurframleiðsluna. Það tekur sex mánuði, en fyrir kjötframleiðslu eru það 12 mánuðir. „Árið 2017 tókum við þá ákvörðun að hefja aðlögun á landi en settum fyrst 19 hektara í aðlögun. Við vildum sjá hvernig uppskeran myndi verða við þessar breytingar áður en hið endanlega skref væri tekið, smátt og smátt bættum við fleiri túnum í aðlögun ár hvert. Í apríl 2021 fór bústofninn; kýr, kvígur og hross, í aðlögun. Fyrsta lífrænt vottaða mjólkin fór frá okkur í október síðastliðinn og getum við farið að selja lífrænt vott- að kjöt í apríl.“ Áburðarmálin helsta áskorunin Rúnar Geir segir Vottunarstofuna Tún hafa verið mjög hjálplega við að leiðbeina þeim í gegnum ferlið, en hann hefur séð um alla pappírs- vinnuna sem fylgt hefur ferlinu. „Helsta fyrsta áskorunin var að reyna að finna út úr áburðarmálum, við nýtum alla þá kúamykju eins vel og mögulegt er og erum aðeins farin að fikra okkur áfram í moltugerð. Smára er sáð í öll tún, en hann býr til Smiðsbúð 10, 210 Garðabæ - s. 787 9933 vpallar@vpallar.is - www.vpallar is Mikið úrval Margar stærðir Olíu- og rafmagnshitablásarar Vandaðar tröppur og stigar Átsvæði kúnna og bygggjafakerfið. Myndir / Úr einkasafni Fjölskyldan í Eyði-Sandvík. Kálfar. Árið 2007 var byggt nýtt lausagöngufjós með 72 legubásum. Eyði-Sandvík komið með lífræna vottun til mjólkurframleiðslu: Að stærstum hluta hugsjónastarf sem gefur þó hærra afurðaverð – Eiginlega engir gallar en útheimtir meiri vinnu sem felst aðallega í dreifingu á lífrænum áburði, endurræktun og sáðskiptaræktun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.