Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 19 Landbúnaðarháskóli Íslands fékk nýlega styrki til kaups á búveðurstöð og gasgreini. Tækin munu efla rannsóknir skólans á sviði jarðræktar og umhverfisvísinda. Rannís úthlutaði samtals 537 milljónum króna úr Innviðasjóði í lok janúar, þar af tæpum 48 milljónum til tækjakaupa. Tveir styrkir komu í hlut Landbúnaðarháskóla Íslands. Jarðræktarmiðstöð LbhÍ í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Hvanneyrarbúið hlaut styrk til uppsetningar á nýrri sjálfvirkri veðurstöð á Hvanneyri. Mun hún auka hagnýtingu rannsóknarmöguleika skólans auk þess að bæta veðurspár á Vesturlandi sem og vöktun veðurs og loftslagsbreytinga á Íslandi. „Veðurstöðin mun bæta rannsóknir í jarðrækt umtalsvert, ekki aðeins með betri spám heldur með fjölþættari vöktun veðurs. Þar má til dæmis nefna áhrif hinna ýmsu veðurþátta á vetrarlifun fjölærra nytjajurta eða þroskaferil einærra tegunda,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ. Heildarkostnaður við veðurstöðina er áætlaður rúmar átta milljónir og verður komin í gagnið á þessu ári. Mæla áhrif hlýnunar Þá fékkst styrkur til kaupa á sérhæfðum færanlegum gasgreini til mælinga á metani. Tækið, sem heitir LI-7810 CH4/ CO2/H2O Trace Gas Analyzer, mun nýtast vel við ýmsar langtímarannsóknir sem nú þegar eru í gangi við skólann, eins og áhrif hlýnunar jarðvegs á hálendi Íslands sem og í votlendisrannsóknum. Að sögn Alejandro Salazar Villegas, lektors hjá skólanum, mun tækið gera rannsakendum kleift að framkvæma fullkomnari kolefnisflæðismælingar víðs vegar um Ísland, meðal annars langtímaáhrif hlýnunar á mismun andi tegundir óraskaðra vistkerfa. Kostnaður við kaup á tækinu nemur tæpum 7 milljónum og vonast Alejandro til að hægt verði að fá tækið til landsins fyrir sumarið. Stuðlar að betri skilningi á losun frá landbúnaði „Kaup á þessu mælitæki er liður í eflingu náttúru- og umhverfisrannsókna við Landbúnaðarháskólann þar sem meðal annars eru skoðuð áhrif landnýtingar og búfjárhalds á loftslagið. Í því sambandi má nefna að samstarfsverkefni við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kom nýlega að eflingu rannsókna á iðragerjun og losun gróðurhúsalofttegunda búfjár og verið er að koma upp öðrum skyldum mælitækjum sem eru sérhönnuð fyrir mælingar á gróðurhúsalofttegundum innahúss í því sambandi. Efling á þessum sviðum mun því veita okkur betri skilning á raunverulegri losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnýtingar og búfjárhalds á Íslandi og stuðla að því að landbúnaðurinn leiki lykilhlutverk þegar kemur að skulbindingum Íslands um að landið verði kolefnishlutlaust árið 2040,“ segir í tilkynningu frá Landbúnaðarháskólanum. /ghp Við mælingar á áhrifum hlýnunar á óraskað vistkerfi nálægt Landmannahelli þar sem nýr tækjabúnaður verður notaður. Mynd / ASV KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is SKOTBÓMULYFTARI AUSA T235H EIGUM TIL Á LAGER Hafðu samband við sölumenn í síma 590 5100 eða á sala@klettur.is Lyftigeta:  2.300 kg | Lyftihæð: 5 metrar Fjórhjóladrif og fjórhjólastýri Einstaklega gott útsýni Euro festingar með hraðtengi að framan Við Norðurlandsveg - 560 VarmahlíðSími: 453 8888 - Opið virka daga kl. 9-17 Viðbótarfóður fyrir nautgripi, hentar til að viðhalda góðri nyt, heilbrigði og bæta efnainnihald. DairyPilot Steinefnafóður fyir nautgripi, hentar vel sem viðbótarfæði fyrir kýr sem eru á beit og til að gefa sem viðbótarfæði með grasi. Somi-mg Efling rannsókna með styrkjum til tækjakaupa: Ný búveðurstöð og gasgreinir Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 www.wendel.is - wendel@wendel.is HILLTIP VETRARBÚNAÐUR ____________________ SNJÓTENNUR, FJÖLPLÓGAR, SALT - OG SANDDREIFARAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.