Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 20222 FRÉTTIR Framleiðsla reið- og ræktunar- hrossa hefur minnkað bæði hérlendis og erlendis á undan- förnum tíu árum. Alls fæddust 11.076 folöld af íslenska hestakyninu árið 2020 en voru 17.146 talsins árið 2010. Árið 2010 fæddust hér á landi 9.166 hross en áratug síðar, árið 2020, var fjöldi fæddra folalda 5.629 samkvæmt tölum WorldFengs, upprunaættbókar íslenska hestsins, sem heldur utan um skráningar á ræktunar- og reiðhrossum um allan heim. Samkvæmt tölunum hefur fæddum folöldum líka fækkað erlendis, voru 7.980 árið 2010 en árið 2020 voru þau 5.447 talsins. Fækkunin hefur átt sér stað jafnt og þétt síðasta áratuginn og er nokkur fylgni milli minnkandi framleiðslu hér heima og erlendis. Eilítið fleiri íslensk hross fæðast í upprunalandinu. Samkvæmt tölunum virðist hlutfall folalda fædd á Íslandi vera að hækka aftur eftir að það fór í fyrsta sinn niður fyrir 50% árið 2018. Tölur gætu þó verið vanáætlaðar erlendis, þar sem reglur um skráningar hrossa í WorldFeng er ekki skilyrt fyrir hestahald margra landa, líkt og hér.Tölurnar gefa þó mynd af dreifingu íslenskra hrossa utan landsteinanna. Flest íslensk hross fæðast í Þýskalandi, að jafnaði yfir 2.200 talsins ár hvert. Danmörk er með næstflest skráð fædd folöld, kringum 1.600, og í Svíþjóð eru þau um 800 talsins. Hrossum fæddum í Noregi hefur fækkað mikið á 10 árum, voru 512 árið 2010 en 238 árið 2020. Hross fædd í Hollandi og Austurríki eru um og yfir 200 ár hvert í hvoru landi. Ekki misræmi í skráningu Hægt er að finna tölur Matvæla- stofnunar um sláturhross á síðastliðnum 4 árum á síðum þessa tölublaðs. Samkvæmt þeim komu 5.450 folöld fædd árið 2020 til slátrunar en 5.629 fæddust skv. ofangreindum tölum og virðist því vera einhvers lags misræmi milli talna. Svo reynist þó ekki vera, því samkvæmt reglugerðum MAST þurfa öll hross, eldri en 10 mánaða, að vera skráð í WorldFeng. Folöldum er alla jafna slátrað fyrir 10 mánaða. Þá ber blóðbændum að skrá hryssur en ekki afkvæmi þeirra og er því örlítill hluti þeirra hrossa sem fara til slátrunar skráð í gagnagrunn upprunaættbókarinnar. /ghp Fædd hross 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Alls 17.146 15.904 14.487 13.148 12.222 11.777 11.309 11.176 11.433 11.414 11.076 á Íslandi 9.166 8.566 7.909 6.869 6.589 6.329 5.898 5.589 5.625 5.731 5.629 erlendis 7.980 7.338 6.578 6.279 5.633 5.448 5.411 5.587 5.808 5.683 5.447 Sláturhross 5019 5053 5291 5450 Mörg eftir 570 572 440 179 hlutf. Ísl 53,5% 53,9% 54,6% 52,2% 53,9% 53,7% 52,2% 50,0% 49,2% 50,2% 50,8% hlutf. Erl 46,5% 46,1% 45,4% 47,8% 46,1% 46,3% 47,8% 50,0% 50,8% 49,8% 49,2% Eilítið fleiri íslensk hross fæðast í upprunalandinu en erlendis. Mynd/PI Tölur um fjölda fæddra hrossa heima og erlendis: Framleiðsla á hrossum minnkar Krappar lægðir hafa áhrif á afkastagetu trjá- og garðyrkjubænda: Víðtæk eyðilegging í illviðrinu Gróðurhús á Suðurlandi urðu illa úti í óveðri sem geisaði sl. mánu- dag, 22. febrúar. Úrkomusamt suðaustan ofsa veður gekk þá yfir landið og fór vindhraði yfir 50 metra á sekúndu í hviðum á nokkrum veðurstöðvum. Stórtjón í Jarðarberjalandi Húsnæði garðyrkjustöðvarinnar Jarðarberjalands í Biskupstungum eyðilagðist í illviðrinu. Gróðurhúsið var 2.000 fm stórt og innihélt 18.200 jarðarberjaplöntur. „Við fórum niður að stöð um leið og hægt var, þegar aðeins lægði, upp úr miðnætti. Þá var húsið farið,“ segir Steinar Ástráður Jensen, annar eigenda stöðvarinnar. Ekki liggi fyrir heildartjón þeirra á þessum tíma- punkti en ljóst sé að ræktunarárið þeirra sé fyrir bí. „Það munu engin ber koma héðan út þetta ár og fram á mitt næsta ár að minnsta kosti. Við vorum búin að stilla upp í heilsársræktun og frá okkur fara vikulega 4–500 kg á veturna og 1.000–1.500 á sumrin,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, sem einnig á stöðina, en ársframleiðsla Jarðarberjalands er rúm 30 tonn af berjum á ári. Þau segja að nú taki við að ræða við tryggingarfélagið en ljóst sé að þau hafi misst sína starfsstöð alla og endurreisa þurfi húsnæðið til að koma rekstrinum aftur af stað. Skelfileg aðkoma Þá er meirihluti 1.800 fm ræktunar- húsa trjáplöntuframleiðandans Kvistabæ í Reykholti ónothæfur eftir að plast rifnaði af gróður- húsum stöðvarinnar. Aldís Björk Sigurðardóttir, framkvæmda- og ræktunarstjóri, reyndi að bjarga hluta húsanna um leið og stærsti skellurinn var yfirstaðinn. „Við fórum um kvöldið til binda niður hluti sem höfðu losnað og skera plast frá til að það myndi ekki skemma út frá sér. Þetta var svakalegt, því við heyrðum rosalega hvelli og þá var það líklegast Jarðarberjaland að gefa sig,“ segir Aldís. Engar plöntur voru í Kvistabæ en framleiðendurnir hugðu á sáningu í byrjun mars, sem ekkert verður úr. „Ástandið setur reksturinn í mikla óvissu þar sem búið er að gera samn- inga um afhendingar fram í tímann sem erfitt getur verið að standa við. Við stefndum á að rækta um 2,5 milljón plöntur en úr þessu verður framleiðslan varla helmingurinn af því og tjónið því gríðarlegt,“ segir Aldís. Ekki verður hægt að plasta húsin aftur fyrr en veðrið verði heitt og lygnt. Kryddjurtaskortur fram undan Gróðrarstöðin Ártangi í Grímsnesi varð einnig illa úti. Rúður á víð og dreif um 3.000 fermetra svæði brotn- uðu og dreifðust yfir afurðir stöðv- arinnar. „Um 70–80 rúður fuku eða brotnuðu í þremur húsum. Ein rúða fýkur og brýtur aðra og hefur svo keðjuverkandi áhrif þegar vindáttin er svona leiðinleg,“ segir Gunnar Þorgeirsson, annar eigenda stöðv- arinnar og formaður Bændasamtaka Íslands. Hann var ekki farinn að taka saman tjónið sem óveðrið olli. Um 20–30 þúsund plöntur eru í stöðinni og ljóst að hluta þeirra verði hent. Því megi búast við takmörkuðu framboði af kryddjurtum frá Ártanga næstu 3–4 vikurnar. Gunnar segist ekki muna svona tíð og slæm veður áður. „Það er óvanalegt að vindstyrkurinn fari yfir 40 metra og sjaldgæft að fá svona margar, krappar lægðir á stuttum tíma. En ef maður lifir febrúar af þá lifir maður veturinn af,“ segir Gunnar, sem var í óðaönn við að laga gróðurhúsin fyrir næsta skell, sem búist er við á föstudag. /ghp Ljóst er að ársframleiðsla garðyrkjustöðvarinnar Jarðaberjalands er fyrir bí og engin ber munu þaðan koma fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Glerbrotum rigndi yfir afurðir í Ártanga. Tjónið mun hafa áhrif á kryddjurta- framboð í verslunum næstu vikur. Húsnæði Jarðarberjalands, sem var um 2.000 fm og innihélt 18.200 berjaplöntur, brast í óveðrinu. Myndir/Aðsendar Meginhluti ræktunarhúsa Kvistabæjar er ónothæfur eftir ofsaveðrið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.