Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202254 LÍFSGÆÐI Er það versta að baki? Við spurningunni fæst ekkert svar. Hvort sem hún á við um storma, hríð og slagveður vetrarins eða ástand og ógnir vegna veirunnar, Covid. Við erum öll mannleg, ekki ofurmenni, heldur eins og fólk er flest. Eigum okkar góðu daga en líka lamandi erfiðar stundir, stundum heilu kaflana sem reyna virkilega á sálartetrið. Á góðu dögunum sjáum við fegurðina þegar sólin sindrar á hjarninu, kvígan undan Gráflekku svolgrar í sig pelann, Golta rífur í sig græna töðuna í fjárhúsunum og hundarnir gjamma að hrafninum á hliðstaurnum. Á þeim slæmu tökum við ekki eftir neinu af þessu. Yfirþyrmandi hugsanir, eru já, einmitt, yfirþyrmandi. Þær taka ekki bara yfir hugann heldur líka athygli okkar og líðan. Þá þarf átak til að rífa sig lausan og ná að snúa niður ólmandi bolann í eigin huga. Hann getur borið nöfn eins og depurð, þunglyndi, kvíði, lamandi streita, ofuráhyggjur, sjálfsefasemdir, jafnvel skömm, tilgangsleysi og vonleysi. Rannsóknir sýna að það er oft þegar fer aðeins að birta sem bolinn ólmast mest. Þegar hillir í að veiran sé gengin yfir. Þegar farið er að birta, þegar leiðir og tækifæri opnast. Því það er einmitt þá sem við finnum eigin vanmátt svo skýrt. Finnum að við erum í besta falli eftir okkur en líklega líka flest, langþreytt og mædd og þá sækja efasemdir að. Sjálfsmyndin hefur ekki fengið rétta speglun og styrkingu svo mánuðum og jafnvel árum skiptir, ekki eins og var áður en veiran skall á heimsbyggðinni. Hvar ert þú í þessu öllu, ertu bara brattur eða er allt í volli? Einu sinni var sú sem þetta ritar kúabóndi, í 15 ár, en hefur nú starfað í 11 ár á sálfræðistofu að hjálpa fólki að ná aftur taktinum. Tölta af stað í sólarátt eftir erfiðleika og halda áfram þar til lífið dansar aftur áfram á fljúgandi svifléttu hröðu tölti eftir vikum lífsins með öllum sínum sóleyjum, hrossagaukum og ævintýrum. Núna vil ég tala til þín. Þín sem hefur bullandi áhyggjur af áburðarverðinu, hækkun á öllum aðföngum. Þín sem hefur einangrast í Covid- höftunum. Ykkar allra sem hafið seiglast gegnum daga og vikur en ekki getað lyft lundinni með hressandi samveru við nágranna, hvetjandi hittingnum á fundum, söngæfingum og öðrum viðburðum og aftur engin alvöru þorrablót. Núna er hann orðinn langur tíminn sem það hefur varla gefist tækifæri til að skella sér í sparigallann og hafa gaman með fólkinu í sveitinni. Öllum sem vinna einir og á litlum vinnustöðum hefur reynst Covid-tíminn erfiður, ekki bara bændum. Við erum félagsverur og þurfum á því að halda til að heilinn okkar virki rétt að hitta fólk, sjá viðbrögð við okkar eigin orðum, að fá bros til baka, ekki bara undir grímu við mjólkurkælinn í næstu búð. Við þurfum meira samneyti við fólk en það og ef þú ert þinn eini vinnufélagi, daglega dags, eða þú og maki þinn tvö ein, þá er jú fátt um fína drætti. Þá eru líkur á að þú eins og flestir sem vinna á einmennings eða fámennis vinnustöðum finnir fyrir félagslegri fátækt. Því fylgir ekki bara leiði heldur líka vantrú á sjálfan sig og sitt. Það vantar samhljóminn, speglunina, stuðninginn sem felst í samskiptum við sína líka. Það vantar líka tilbreytingu, nýjar upplifanir og fjölbreytileika. Við þurfum öll að fara reglulega út úr okkar daglega hring og fá þannig nýtt sálarfóður. Það hefur nú ekki verið mikið um slíkt á veirutímanum. Einmitt þess vegna þurfum við núna að ákveða að spyrna okkur upp. Við þurfum að gæta þess að dorma ekki hugsunarlaust áfram í þeim takmörkuðu lífsgæðunum sem þröngi hringurinn gefur. Þá verðum við eins og hross sem eru alltaf bara inni í gerðinu. Þau lifa af fái þau fóður og vatn en þau njóta sín ekki, þau blómstra ekki, þau nýta ekki hæfileika sína eða getu, lifa ekki lífinu. Vonandi eru flestir sem þetta lesa óþreyjufullir að fara út úr Covid-gerðinu, til í það og virkilega með kjark, kraft og orku til þess og blómstra eins og fíflar að vori á næstu vikum og mánuðum. Ykkur hin vil ég með þessum pistli vekja til meðvitundar um mikilvægi þess að hafa sig út í lífið á ný. Vara ykkur við hættunni á viðvarandi óyndi, depurð og kvíða og hvetja ykkur til að leita ykkur hjálpar ef líðanin er hamlandi, lamandi, að ég nú ekki tali um sársaukafull, hættuleg. Það sakar aldrei að fara í svo sem einn sálfræðitíma eða leita annarrar faglegar hjálpar, það er alveg satt! Hér eru nokkur ráð úr pokahorninu: • Komdu þér úr vinnufötunum ALLTAF annaðhvort laugardag eða sunnudag og farðu af bæ. Ja, nema kannski á sauðburði. Bíltúr í næstu sveit er betra en ekkert, enn betra að heimsækja einhvern eða mæta á einhvers konar viðburð, sjá fólk. Ef þú ert svo lánsamur að eiga maka, farið þið saman, þessar samverustundir eru dýrmætar, ekki vanrækja þær. • Skipuleggðu reglulega samverustundir með fjölskyldunni þar sem þú ert EKKI í vinnufötunum. Upplifið eitthvað saman. Hér er ekki síður átt við að hitta fjölskyldumeðlimi sem búa annars staðar, það er jú það sem hefur víða dalað í Covid. • Hittu VIKULEGA einn til þrjá bestu vini þína, eða heyrðu í þeim í síma ef ekki vill betur til. Ræktaðu markvisst upp samband við þessa einstaklinga/ fjölskyldur. Hugsanlega er kal í sambandinu eftir Covid en ekki láta það verða að órækt. Gerðu í því að hitta þitt besta fólk reglulega. Aðeins þannig verðið þið vitni að lífi hvert annars og þar með stuðningsaðilar. Vikulega er bara fjórum sinnum í mánuði, það eru þá samt 26 dagar sem þið hittist ekki eða heyrist, svo vikulega er EKKI of mikið, má vera oftar. Hugsanlega áttu nágranna, samstarfsfélaga, eða vin sem þú heyrir í svona annan hvern dag. Það er dýrmætt ef þið náið að gefa hvor öðrum hlustun til skiptis, hvatningu og slá á létta strengi. Ekki ef samtalið er bölmóður. • Forðastu skaðráð, eins og drykkju eða aðra deyfingu. Ef þú hefur ósjálfrátt leitað í baukinn eða flöskuna á Covid- tímanum, ertu ekki einn um það. En hvað ætlar þú þér? Viltu þetta sull áfram eða viltu alvöru lifandi líf? Taktu þig taki, taktu ákvörðun um hvaða dag þú ætlar að breyta þessari hegðun og gerðu það! Leitaðu hjálpar ef þarf. • • Það eru vissulega blikur á lofti í afkomu og rekstri. Ekki upplifa þig einan í skítnum. Ræddu áhyggjur þínar af rekstri og reikningunum við einhvern. Mættu á fundi sem verða í boði í þínu samfélagi, fylgstu með, þá upplifir þú stuðninginn í samkenndinni. Það gerist ekki ef þú lokar þig af einn heima. Farðu fram á fundi með þínum viðskiptaaðilum. Það er verra að vera strútur með hausinn í sandinum, það eykur bara kvíðann. Glímdu við drauginn, það er alltaf betra. Ef þú tapar orrustu þá velur þú nýjar leiðir, ef þú sigrar er kvíðinn horfinn á braut. • Þú átt þetta líf. Sýndu þér og þínum virðingu og umhyggju, alveg eins og bændur gera þegar folald, lamb eða kálfur bröltir á fætur. Þú ert dýrmætur og það kemur sumar. Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Huglind Að klára þorrann og þreyja góuna Kristín Linda Jónsdóttir. SAGA&MENNING Sögubrot um búfræðslu 4: Að mæla land og halla Varla þarf að hafa orð á því við lesanda þessa pistils hve auðvelt er nú að fá upplýsingar um land og landshætti. Með vasasímanum einum er hægt að skoða landið hvort heldur er í smáum kvarða eða stórum, mæla vegalengdir, flatarmál og fleira. Tæknina nýta bændur og aðrir landnotendur í meiri eða minna mæli. Þörfin fyrir þennan fróðleik vaknaði snemma. Í fyrstu reglugerð fyrir Búnaðar- skólann á Hvanneyri voru land- og hallamæling meðal þeirra verklegu greina sem kenna skyldi, rétt eins og í öðrum innlendum og erlendum búnaðarskólum á ofanverðri nítjándu öld. Þá þegar var völ á býsna rækilegum kennslubókum í greininni, sem mikilvæg taldist í vestur-evrópskri landnýtingu. Hallamælingar voru líka grunnþáttur vatnsmiðlunar, m.a. til ræktunar svo sem með áveitum og framræslu. Vegna kennslu í land- og halla- mælingum eru nú til allmargir upp- drættir af túnum og öðrum ræktun- arlöndum frá síðustu árum nítjándu aldar. Árið 1915 voru sett lög um mælingar á túnum og matjurtagörð- um að frumkvæði Ræktunarfélags Norðurlands og Búnaðarfélags Íslands. Fyrir mönnum vakti að fá traustar upplýsingar um stærð ræktaðs lands sem undirstöðu að áreiðanlegum hagskýrslum. Næstu árin voru tún mæld og kortlögð um nær allt land og varð þannig til gagnagrunnur sem í dag þykir einstakur í sinni röð. Kortin eru varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands og vel aðgengileg á heimasíðu safns- ins, sjá skjalasafn.is og leitarorðið tunakort. Margir af þeim, sem kortin gerðu, höfðu numið undirstöðuatriði landmælinga á búnaðarskólunum. Á fyrstu árum innlendrar búnaðarkennslu var búnaðurinn ekki flókinn, sem notaður var til land- og hallamælinga. Lengi vel dugðu málband (mælikeðja) og svonefndur hornspegill til þess að kortleggja til dæmis túnblett: Út frá beinni línu voru fjarlægðir til meginpunkta þess sem draga skyldi inn á kortið (hús, vegir, girðingar, skurðir ...) mældar undir réttu (90°) horni. Væru verkefnin stærri eða flóknari komu til sögu sérstök tæki til landmælinga (landmælingakíkir – Theodolit), sem á tímabili voru staðalbúnaður jarðræktarráðunauta. Mælingarnar voru töluvert nákvæmnisverk, en síðan beið allmikil handavinna við að vinna úr mælingunum og draga niðurstöður þeirra upp á blað. Á áveituárunum miklu hérlend- is, á árafjórðungunum sitt hvorum megin við fyrri aldamót, þótti gott að kunna vel til hallamælinga. Þá skipti máli að geta metið halla lands svo haganlega mætti greiða áveituvatni leið yfir ræktunarlönd – en líka í burtu þegar þurrka skyldi land. Þótt sumir „vatnsveitíngamenn“, eins og þeir voru kallaðir, hefðu undra mikla hæfileika „til þess að láta áveitu- vatnið elta sig“ studdu fleiri sig við hallamæla. Nú þarf ekki lengur að kenna búfræðinemum þessar greinar. Loftmynda- og fjarkönnunartækni hefur opnað aðra og haganlegri möguleika, sem mjög eru aðgengi- legir. Túnkort gamla tímans, gerð með hinni einföldu tækni horfins tíma, geyma hins vegar afskap lega merkilegar heimildir um búskap- araðstöðu og menningar landslag fyrri tíðar. Bjarni Guðmundsson Ásgeir L. Jónsson vatnsvirkjafræðingur (t.v.) kennir nemendum Framhalds­ deildarinnar á Hvanneyri landmælingar sumarið 1956. Mynd / Magnús Óskarsson Aldargamalt kort af Hvanneyri og óvenju íburðarmikið, gert af Jóhanni G. Björnssyni veturinn 1922; orðið lúið af notkun og inn á það hafa verið dregnar seinni tíma upplýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.