Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 62

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 62
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202262 Góð sala var fyrir síðustu áramót á tvinnbílum (hybrid) áður en þeir náðu 15.000 skráðum bílum, eitthvað hefur hægst á sölunni á svoleiðis bílum þar sem þeir hækkuðu töluvert eftir að 15.000 bílum var náð. Flestir þessara tvinnbíla komast á bilinu 25-50 km á rafhlöðunni áður en jarðeldsneytisvélin tekur við. Einn er sá bíll sem kemst töluvert lengra en aðrir, en Benz GLE 350 Plug-in-Hybrid er gefinn upp fyrir að komast allt að 94 km á rafhlöðunni áður en vélin tekur við. Ég prófaði Benz GLE 350 de 4Matic Coupe helgina 12.–13. febrúar, „Hybrid bíll sem kemst lengra en aðrir“. Frostið á bilinu -8 niður í -3 á rafhlöðunni Fyrri daginn var mikið frost, en mjög gott veður og byrjaði ég á að langkeyrslu. Frá Öskju að síðasta hringtorginu fyrir Flugstöðina í Keflavík fór bensínmótorinn aldrei í gang, en þegar ég beygði út úr hringtorginu fór mótorinn í gang, en þá hafði ég ekið á rafhlöðunni einni í 53 km. Ekki slæmt því við Öskju byrjaði ég í -8 stiga frosti og hæst fór hitinn í -3 á þessari leið. Það skal tekið fram að ég var ekkert að reyna að spara rafmagn og ekki á sparakstursstillingu. Ég myndi treysta mér til að fara a.m.k. 20 km lengra ef ég hefði verið að spara rafmagnið í þessum kulda og í innanbæjarakstri því bíllinn hleður inn á rafhlöðuna í hvert sinn sem hægt er á og bremsað. Þannig endist lengur á rafhlöðunni í innanbæjarakstri, en fer hraðar út í jafnri langkeyrslu. Eins og alla bíla sem ég prófa mældi ég hávaðann inni í bílnum á 90 km hraða og kom bíllinn mjög vel út og mældist hávaðinn inni í honum ekki nema 65,3 db., sem er með því betra sem ég hef mælt. Kraftmikill og skemmtilegur í akstri Benz GLE er fáanlegur í mörgum útfærslum, kostar frá 11.990.000. Bíllinn sem ég prófaði kostar 14.490.000. Aflið í bílnum sem prófaður var er sagt vera 306 hestöfl, sjálfskiptur og uppgefin eyðsla er sögð vera 1,3 lítrar á hundraðið miðað við 100 km akstur og fulla rafhlöðu í byrjun. Þegar ég var búinn með allt rafmagn var ég að eyða nálægt 8 lítrum í langkeyrslu og virtist vera rétt yfir 10 lítrum í innanbæjarakstrinum. Bíllinn er með mjög góða snerpu og er sagður eiga að ná 100 km hraða á 6,9 sek. Eina hættan sem ég skynjaði oft að ég var gjarnan kominn á of mikinn hraða vegna þess hvað snerpan var góð. Skriðþunginn er of mikill á bílnum, sem er um 2.600 kg, var óþægilega mikill þegar ég þurfti að bremsa þar sem hálka var mikil og snjór á veginum. Miðað við tvinnbíl þá er dráttargeta hans góð, en bíllinn sem prófaður var má draga 2.900 kg kerru. Algengt er að tvinnbílar megi ekki draga þyngra en 750-1500 kg kerrur. Þægindi, öryggi og meiri þægindi Bíllinn er með endalausa takka til að auka þægindi, sem hægt væri að skrifa mikið um en plássið fyrir texta er takmarkað og er hér það helsta. Ég minnist ekki að hafa keyrt bíl með svona þægilegum framsætum, endalausar stillingar, hitinn upp á bak. Mig langar svo mikið í þessi sæti í minn bíl, bara eitt orð um þau; VÁ. Miðstöðin er varla mikið meira en mínútu að byrja að blása heitu, hitinn í stýrinu er stundum aðeins of heitur, en notalegt að hafa hita í stýrinu. Bíllinn er nánast gallalaus, en ég er frekar heftur á tölvur og takka, en það tók mig smá stund að finna hvernig ég gæti tekið spólvörnina af þegar ég var að skoða hvað hann gæti í snjó, en ég klóraði mig fram úr því og í gegnum skaflinn fór bíllinn tiltölulega létt. Ekkert varadekk er í bílnum og 20 tommu felgurnar voru ekki að skora hátt hjá mér. Þegar ég fór í snjóskaflinn fór snjór inn í felgurnar og festist þar og þegar hann byrjaði að brotna úr hristist og skalf bíllinn svo mikið að ég varð að stoppa og brjóta snjó/klakann innan úr felgunum. Ef bíllinn hefði verið á eins litlum felgum og hægt hefði verið að setja undir hann hefðu bremsudælurnar séð um að halda felgunum snjólausum að innan. Þetta er ekki fyrsti bíllinn á of stórum felgum sem ég hef keyrt sem ég hef orðið var við þessi leiðindi. Þrátt fyrir örfáa neikvæða punkta þá eru jákvæðu punktarnir svo miklu fleiri. Einfaldlega besti „hybrid“ bíll sem ég hef keyrt, fer lengst af öllum sem ég hef prófað á rafhlöðunni, er kraftmikill og þægilegur í akstri. Nánar má lesa um bílinn á vefsíðunni www.askja.is. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Þyngd 2.655 kg Hæð 1.795 mm Breidd 1.947 mm Lengd 4.924 mm Helstu mál og upplýsingar Benz GLE 350 de 4MATIC Coupé. Myndir / HLJ Á erfitt með að lýsa hrifningu minni á þessu sæti. Fannst of seinlegt og flókið að taka spólvörnina af, hefði viljað 1 takka og spólvörnin af strax. Á jafnri keyrslu stakk bíll sér rétt fram fyrir mig og þá kom þessi viðvörun í mælaborðið. 20 tommu felgurnar skoruðu ekki hátt hjá mér, fullar af snjó og klaka. Farangursrýmið er mjög stórt, en ekkert varadekk, bara pumpa og vökvi. Hávaði inni í bíl upp á 65,3 desíbel er mjög gott á 90 km hraða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.