Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 60

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 60
60 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 LÍF&STARF Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Nautin lækkuðu heldur í mati Nýtt kynbótamat var keyrt núna í janúar að loknu ársuppgjöri. Það er því ekki úr vegi að skoða aðeins þær breytingar sem urðu og stöðu nautanna að lokinni uppfærslu á matinu. Núna var kynbótamatið í fyrsta skipti keyrt að því er segja má algjörlega heildstætt. Það þýðir að allir eiginleikar voru keyrðir í nokkurs konar samfellu í einu og sama forritinu. Þórdís Þórarinsdóttir hefur haft veg og vanda af þeirri vinnu en hún er liður í uppfærslum sem eru nauðsynlegur undanfari innleiðingar á erfðamengisúrvali. Þá var einnig keyrt nýtt endingarmat að þessu sinni og horfið frá gamla matinu sem var orðið barn síns tíma. Nánari útskýringar á því hvernig nýja endingarmatið er byggt upp bíða betri tíma. Fagráð í nautgriparækt ákvað að gera lágmarks breytingar á reyndum nautum í dreifingu. Bæði kemur þar til að þau naut sem eru núna í dreifingu er flest búin að vera í notkun í tiltölulega skamman tíma og svo að enn sem komið er eru engin naut fædd 2017 komin með nægilegt öryggi á sinn afkvæmadóm. Í heildina standa þau naut sem voru í dreifingu ekki við fyrra mat og lækka heldur í mati. Á það verður þó að horfa að fyrra mat var geysihátt þannig að þau eru eftir sem áður með mjög gott mat. Við skulum líta aðeins nánar á nautin og þær breytingar sem urðu. Kláus 14031, f. Hjarði 06029, mf. Laski 00010. Kláus þarf vart að kynna lengur en hann er búinn að vera í notkun um allnokkurt skeið. Aðalsmerki hans eru sér- lega mjólkurlagnar dætur með góð efnahlutföll í mjólk. Kláus hefur sífellt verið að styrkja sína stöðu og er núna kominn með 113 í heildareinkunn eftir hækkun um 1 stig. Kláus er það naut sem stend- ur efstur allra í nýju endingarmati, með 137. Risi 15014, f. Laufás 08003, mf. Hjarði 06029. Risi var tekinn úr hópi nautsfeðra enda búið að kaupa hóp kálfa undan honum á stöðina. Hann er með jákvætt mat fyrir flesta þætti en dætur Risa eru stórar kýr, nokkuð sem gott er að hafa í huga við notkun hans. Risi lækkaði um tvö stig og er heildareinkunn hans nú 109. Köngull 05019, f. Toppur 07046, mf. Bambi 08049. Köngull er öflugt efnahlutfallanaut og júgurgerð dætra með afbrigðum góð og spenar vel gerðir en stuttir. Köngull lækkaði um eitt stig og er með 107 í heildareinkunn. Steinar 15042, f. Bambi 08049, mf. Gæi 09047. Steinar var í hópi nautsfeðra um stutt skeið en hefur lækkað þó dætur hans flaggi stórgóðri júgurgerð, mjög góðum mjöltum og skapi. Steinar lækkaði um tvö stig og er með 106 í heildareinkunn. Mikki 15043, f. Sandur 07014, mf. Bambi 08049. Mikki er efnahlutfallanaut auk þess sem dætur hans státa af úrvalsgóðri júgurgerð og góðum mjöltum og skapi. Hafa þarf í huga að hann gefur granna og langa spena. Mikki er í hópi nautsfeðra og hækkaði um eitt stig, er nú með 112 í heildareinkunn. Tanni 15065, f. Sandur 07014, mf. Koli 06003. Tanni kemur aftur inn sem nautsfaðir en hann hækkaði um eitt stig, stendur í 115 í heildareinkunn sem skipar honum í hóp þeirra allra bestu. Hann gefur ákaflega júgurhraustar kýr með úrvalsgóða júgurgerð en spenar eru langir og grannir. Knöttur 16006, f. Bolti 09021, mf. Bambi 08049. Knöttur kom inn með miklum látum og hefur verið eitt alvinsælasta nautið enda efnahlutfallanaut auk þess sem dætur hans skarta mikilli júgurhreysti, úrvalsgóðri júgurgerð og góðu skapi. Hann lækkar hins vegar um ein sex stig en ástæða þess er að hann lækkar nokkuð fyrir afurðir auk þess sem hann sígur niður í flestum þeim eiginleikum sem hafa vægi í heildareinkunn. Niðurstaðan verður honum því óhagfelld. Hann er eftir sem áður með gott mat, 107 í heildareinkunn. Bikar 16008, f. Bambi 08049. mf. Vindill 05028. Bikar kom til notkunar með gríðarhátt mat en vitað var að það gæti tekið breytingum vegna algjörs lágmarksfjölda dætra á þeim tíma. Dætur hans hafa til að bera frábæra júgurgerð auk þess sem mjaltir og skap eru með því besta sem við þekkjum. Hann verður áfram í hópi nautsfeðra enda mjög hár í mati þó hann hafi lækkað um fjögur stig, heildareinkunn 112. Jarfi 16016, f. Bambi 08049, mf. Stíll 04041. Jarfi skipar áfram flokk þeirra allra bestu þó hann hafi lækkað um tvö stig. Styrkleikar hans liggja í mikilli júgurhreysti, frábærri júgurgerð, góðum mjöltum og geysigóðu skapi auk þess sem dætur hans skora hátt í gæðaröð. Rétt er að hafa bak við eyrað að spenar eru grannir. Heildareinkunn er 115. Skírnir 16018, f. Gustur 09003, mf. Síríus 02032. Skírnir lækkar um fjögur stig og verður ekki áfram í hópi nautsfeðra. Hann er eftir sem áður með gott mat enda eru dætur hans efnaháar, með góða júgurgerð, mjaltir og skap. Heildareinkunn 107. Róður 16019, f. Keipur 07054, mf. Lykill 02003. Róður verður áfram meðal nautsfeðra þó hann hafi lækkað um þrjú stig. Dætur hans eru með mjög há efnahlutföll í mjólk sem skilar honum mjög góðu afurðamati. Spenar eru stuttir og taka verður tillit til þess við notkun. Heildareinkunn 108. Kári 16026, f. Gustur 09003, mf. Sandur 07014. Aðalsmerki Kára er mikil júgurhreysti dætra ásamt úrvalsgóðri júgurgerð, mjöltum og skapi. Hvað afurðagetu varðar eru dætur hans tæplega meðalkýr en hann getur hentað mjög vel á afurðakýr þar sem bæta þarf byggingu, mjaltir og skap. Hann lækkaði um þrjú stig en heldur samt mjög góðu mati, heildareinkunn 107. Höttur 16028, f. Flekkur 08029, mf. Glæðir 02001. Dætur Hattar eru miklar afurðakýr með góða júgurgerð og jákvætt mat í flestum eiginleikum. Stærsti gallinn á gjöf Njarðar er að þær eru lágfættar og til þess þarf að horfa við notkun. Höttur hentar því öðru fremur á háfættar kýr og getur nýst vel sem slíkur. Hann lækkaði um tvö stig en heldur mjög góðu mati, heildareinkunn 108. Jónki 16036, f. Gói 08037, mf. Flói 02029. Jónki verður áfram í hópi nautsfeðra enda dætur hans geysimiklar afurðakýr með góðar mjaltir. Hins vegar er júgurgerð ekki með því betra og því þarf að nota hann með hliðsjón af því. Hann er einnig annarrar ættar en önnur naut í notkun og með mjög gott mat þó hann hafi lækkað um þrjú stig, heildareinkunn 108. Herkir 16069, f. Gustur 09003, mf. Baldi 06010. Herkir er með jákvætt mat hvað flesta eiginleika varðar þó það sé hvergi gríðarhátt. Þetta er því naut sem getur hentað alveg prýðilega í flestum tilvikum en þó þarf að horfa til þess að júgurgerð er heldur undir meðaltali. Afurðageta er góð sem og mjaltir og þá fellur mönnum vel við þessar kýr. Herkir lækkaði um þrjú stig og er heildareinkunn nú 106. Naut sem fara úr notkun Með hliðsjón af lækkun í mati og lítilli notkun voru Dalur 16025 og Númi 16038 teknir úr dreifingu. Nautsfeður Að undanförnu hefur Nautastöðin einkum verið að kaupa kálfa undan Pipari 12007, Hæl 14008, Kláusi 14031 og Risa 15014. Synir Mikka 15043, Tanna 15065 og Knattar 16006 eru byrjaðir að láta á sér kræla. Á næstu misserum verður sjónum einkum beint að kálfum undan Mikka 15043, Tanna 15065, Bikari 16008, Jarfa 16016, Róðri 16019 og Jónka 16036. Auk þess verður eitthvað keypt af kálfum undan Steinari 15042, Knetti 16006 og Skírni 16018. Þeim tilmælum er beint til manna að láta sæða kýr á nautsmæðraskrá og efnilegar kvígur með einhverju eftirtalinna nauta; Mikka 15043, Tanna 15065, Bakri 16008, Jarfa 16016, Róðri 16019 eða Jónka 16036. Nautsmæður Á nautsmæðraskrá í Huppu (með rautt flagg) eru kýr með a.m.k. 107 í heildareinkunn, 90 fyrir fituhlutfall og 100 fyrir mjaltir. Þegar tilkynnt er um nautkálf undan væntanlegri nautsmóður eru aðrir þættir vegnir og metnir svo sem afurðir og frjósemi. Á skrá yfir efnilegar kvígur (með grænt flagg) eru kvígur sem eru með a.m.k. 108 í heildareinkunn, 90 fyrir fituhlutfall og 100 fyrir mjaltir. Þegar tilkynnt er um nautkálf undan kvígu eru aðrir þættir skoðaðir og beðið fyrstu mælingar, kýrsýnis og ákveðinnar reynslu áður en ákvörðun um framhaldið er tekin. Frekari upplýsingar Frekari upplýsingar um nautin er hægt að nálgast á nautaskra.net auk þess sem allt kynbótamat er að finna inni á Huppu. Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt mundi@rml.is Jarfi 16016 frá Helgavatni. Tanni 15065 frá Tannstaðabakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.