Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 20224 Á veitingahúsinu Skál á Hlemmi var slegið upp veislu 22. feb. sl. til að fagna fersku íslensku lambakjöti í febrúar. Á matseðlum á mannamótum um miðjan vetur búast flestir við öðrum og ögn litlausari brag á lambakjöti en ferskvaran býður upp á. Ekki var þó annað að sjá en að ferska lambið frá Brákarey í Borgarnesi mæltist vel fyrir hjá matgæðingum og mörgum af fremstu kokkum landsins. „Fjölbreytt úrval og val um upprunamerktar afurðir er eitt af því sem ég vinn mikið með, lambakjöt er okkar helsta gæðakjötvara, þess vegna er þetta framtak alveg frábært. Kjötið er svo meyrt, safaríkt og bragðgott, ég vil meina að það sé kominn tími til að fá ferskt lamb mikið lengur en nokkrar vikur á hverju ári og þróa þannig markaðinn með hóflegu framboði. Fjölbreytileiki og aukin gæði í því hvernig við meðhöndlum hráefnin okkar er það sem við þurfum meira af til að gera íslenskan mat eins góðan og hann getur orðið, og þetta er risastórt skref í þá átt. Á Skál er núna réttur með ferskum framhrygg „prime“ sem verður í boði á meðan birgðir endast,“ segir Gísli Matthías Auðunsson kokkur og einn eigenda á Skál. Íslenskt lambakjöt í samstarfi við Brákarey Markaðsstofan Íslenskt lambakjöt í samstarfi við Brákarey, valda veitingastaði og sælkeraverslanir stendur fyrir ferskum dögum. Lambakjöt er hráefni sem landsmenn hafa ekki vanist að geta fengið ferskt um hávetur. Kjötið er sérvalið úr Borgarfirði, upprunamerkt heim á bæ og unnið af alúð í handverksframleiðslunni Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey. M.a. hafa skrokkarnir hangið í 10 daga, til að meyrni og bragðgæði skili sér til fulls. Ferskt lambakjöt verður í boði á veitingastöðunum Skál, Tides og Óx, og í verslunum Pylsumeistarans, Me & Mu og Ljómalind á meðan birgðir endast. „Handverksframleiðsla á smáum skala sem nú ryður sér rúms í auknum mæli eins og í Brákarey gefur bændum og neytendum tækifæri til að ná saman um viðskipti á fjölbreyttari máta, stuttar boðleiðir hjálpa þar til. Það er óskastaða að markaður skapist fyrir ferskvöru utan þess ramma sem menn hafa talið hinn eina rétta fyrir lambakjöt. Með aukinni fjölbreytni í vöruframboði geta bændur þjónustað og stækkað kröfuharðari hluta markaðarins sem er frekar tilbúinn að greiða meira fyrir vöruna, að því gefnu að aukin gæði fylgi og sagan að baki sé sönn,“ segir Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Íslensks lambakjöts. Rannsóknir staðfesta meiri bragðgæði Samanburðarrannsóknir Matís hafa staðfest meiri bragðgæði fersks lambs, rýrnun við eldun er einnig allt að 15% minni samanborið við fryst lambakjöt. Íslenskir neytendur eru hins vegar fæstir vanir fersku lambakjöti og er full ástæða til að fræða neytendur um kostina. Með auknu framboði ferskvöru beint úr héraði og til lengri tíma ársins má þess vænta að fleiri staðsetningar á markaði skapist og í framhaldi aukin verðmæti. /HH/VH FRÉTTIR Í október síðastliðnum urðu þau tímamót í búrekstri kúbændanna í Eyði-Sandvík rétt við Selfoss, að lífrænt vottuð mjólk var markaðssett frá bænum í fyrsta skiptið. Er þetta fjórða kúabúið sem fær lífræna vottun á framleiðslu sína, en það langstærsta. Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús, segir ástæðu til að fagna vel, því fyrirtækið hafi lengi skort lífrænt vottaða mjólk til að vinna úr. „Við höfum beðið lengi eftir þess- um tímamótum, enda hefur ferlið tekið langan tíma frá því við hittum bændurna í Eyði-Sandvík fyrst,“ segir Helgi. Aukið vöruúrval og betra aðgengi Eyði-Sandvík framleiðir jafnmikla mjólk og þau tvö kúabú samtals, sem mest hafa lagt inn af mjólk til Biobús. „Þessi viðbót breytir mjög miklu fyrir okkur, við getum loksins aukið vöruúrval og haldið áfram að þróa markað með lífrænar mjólkurvörur og vonandi náum við að auka aðgengi neytenda að þeim. Til dæmis er ný vörulína væntanleg á næstu vikum sem er búin að vera lengi í undirbúningi. Með tilkomu Eyði-Sandvíkur í hóp lífrænna mjólkurbænda þurfum við ekki að skammta vörur í verslanir eins og við höfum þurftu að gera á vissum árstímum,“ segir Helgi Rafn. Hann segir að töluverð hagkvæmni fáist í því að taka fleiri lítra í gegnum mjólkurvinnsluna og ekki sé nauðsynlegt að flytja úr núverandi húsnæði því nokkuð rúmt sé þar um starfsemina. „Síðustu misseri höfum við unnið að því auka afkastagetu með tækjakaupum og breytingum innanhúss,“ segir hann. Biobú keypti Skúbb ísgerð síðastliðið vor en auk ísframleiðslunnar hafa verið þróaðar Skúbb skálar, þar sem uppistaðan er grísk jógúrt – sem seldar verða á sérstökum Skúbb skála sölustöðum. /smh Nánari umfjöllun um Eyði- Sandvík er á bls. 26-27. Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmda - stjóri Biobús. Mynd / smh Nýtt lífrænt vottað kúabú: „Beðið lengi eftir þessum tímamótum“ – segir framkvæmdastjóri Biobús Ferskir dagar í febrúar Þrjár ær til viðbótar með ARR arfgerðina í Þernunesi Niðurstöður bárust um helgina úr sýnatökum í Þernunesi þar sem leitað var að ARR-arfgerðinni, sem er verndandi gegn riðu í sauðfé. Þrjár ær fundust með arfgerðina af þeim 95 sýnum sem tekin voru að þessu sinni, tvær eru hyrndar og eru þær fyrstu hyrndu kindurnar sem finnast með arfgerðina hér á landi. Samtals hafa því níu kindur fundist með arfgerðina í Þernunesi, en í öllum tilvikum eru þær arfblendnar með arfgerðina. Áfram verður haldið að greina hjörðina á bænum. Hyrndu ærnar fjarskyldar hinum Í umfjöllun Eyþórs Einarssonar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins kemur fram að í síðustu sýnatöku í Þernunesi hafi elstu árgangarnir verið teknir fyrir; allar ær fæddar 2014 og eldri, auk allra hrúta og valdar ær sem tengdust þeim sem áður höfðu verið greindar með ARR. Hyrndu ærnar sem nú finnast með arfgerðina eru fremur fjarskyldar hinum sem áður fundust og engin þessara þriggja kinda er tengd Njálu frá Kambi, sem er formóðir allra hinna sex einstaklinganna. Kindurnar sem fundust með argerðina um helgina eru eftirfarandi: Friðsemd 14-431, hvít, hyrnd. Faðir Botni 13-026 frá Þernunesi og móðir Sólfríð 12-256, Þernunesi. Sæný 14-480, hvít, hyrnd. Faðir Njörður 12-019 frá Þernunesi og móðir Sæunn 09-919, Þernunesi. Móða 16-658, grámórauð, kollótt. Faðir Júlíus 15-003 frá Þernunesi og móðir Grákolla 13-366, Þernunesi. Fyrstu sýnin úr arfgerðar- greiningunum farin í greiningu Eyþór segir að haldið verði áfram að kortleggja ARR-arfgerðina í Þernunesi. „Þessi vinna er partur af því rannsóknarverkefni sem RML vinnur í samstarfi við Keldur og Karólínu o.fl. Þá er í gangi umfangsmikið átaksverkefni á vegum RML í arfgerðargreiningum og á næstu vikum og mánuðum verða tekin sýni úr meira en 20.000 kindum vítt og breitt um landið. Fyrstu sýni úr því verkefni eru farin í greiningu en engar niðurstöður liggja fyrir. Þegar sú sýnataka verður afstaðin ætti að fást ágæt mynd á það hversu ARR arfgerðin er útbreidd í stofninum – eða hvort Þernunes sé eina uppsprettan,“ segir Eyþór. /smh ARR Friðsemd, Sæný og Móða frá Þernunesi. Myndir / Steinn Björnsson Eigendur Brákareyjar og bændur í Borgarfirði, f.v. Guðrún Sigurjónsdóttir og Eiríkur Blöndal og kokkurinn Gísli Matthías Auðunsson. Myndir / Kristinn Magnússon Lambatartar með estragonkremi. Kokkarnir Þráinn Freyr Vigfússon og Björn Bragi Bragason. Ferskur lambaframhryggur með reyktu seljurótarmauki og kræki- berjasoðgljáa. Uppskera á Bakkafirði Tæp 9 milljónum króna var úthlutað úr Framkvæmdasjóði Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2022 til tíu samfélagseflandi verkefna. Styrkirnir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir, sem Bakkafjörður hefur verið hluti af frá árinu 2019. Meðal verkefna sem hlutu styrk er Endurnýjun á Arnarbúð sem Björgunarsveitin Hafliði hefur umsjón með, Ana Kowalska mun efla markaðsþjónustu á Bakkafirði, Fljótir flutningar ehf. hlutu styrk fyrir þjónustuverkstæði og North East Travel fyrir þjónustukjarna. Þá fékk Langanesbyggð styrk fyrir verkefni sem ber heitið Orkusparnaður á Bakkafirði. Samkvæmt samfélagssáttmála sem íbúar og fyrirtæki við Bakkaflóa undirrituðu við sama tilefni mun nú hefjast samstillt átak við að endurreisa atvinnulíf og byggð á svæðinu, að því er segir í fréttatilkynningu. /ghp Styrkþegar úr Framkvæmdasjóði Betri Bakkafjarðar 2022.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.