Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202212 Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi dagana 10.–12. júní 2022 og að venju er blásið til hönnunar- og prjónasamkeppni af því tilefni. Í ár er verkefnið fólgið í því að hanna og prjóna lambúshettu á fullorðinn. Þema keppninnar er huldu fólk samtímans og ber að hafa það í huga við hönnunina, sem á að vera handprjónuð úr íslenskri ull. Óskað er eftir því að sagan á bak við hugmynd og hönnun fylgi með þegar verkinu er skilað inn í keppnina. Dómnefnd velur 3 efstu sætin og verða úrslit kynnt á Prjónagleðinni 2022, þar sem verðlaun verða afhent. Sameinar þá sem hafa áhuga fyrir prjónaskap Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Textílmiðstöðvar Íslands, segir að markmið Prjóna- gleðinnar sé að sameina þá sem áhuga hafa á prjónaskap, skapa því vettvang til að hittast og miðla prjóna sögum, nýjum hugmyndum, aðferðum og gömlum hefðum, „en ekki síst til að viðhalda prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika“. Svanhildur segi að unnið sé að því að setja saman áhugaverða og fjölbreytta dagskrá fyrir Prjónagleðina í byrjun næsta sumars, en að venju verði í boði fjölbreytt úrval námskeiða og fyrirlestra auk þess sem blásið sé til viðburða sem tengist prjónaskap og garni á einhvern hátt. Markaðstorg er ævinlega sett upp í tengslum við Prjónagleðina, en þar koma saman handlitarar, garnframleiðendur, prjónaverslanir, handverksfólk og hönnuðir og sýna og selja vörur sem tengjast prjónalífinu. Lambhúshettur komnar í tísku Svanhildur hlakkar til að sjá verkin sem munu berast í samkeppnina. „Lambhúshettan er eins og við þekkjum mjög gamalt fyrirbæri og slík höfuðföt hafa verið notuð hér á landi sem skjólflík svo ára- tugum ef ekki öldum skiptir. Núna eru þær allt í einu komnar aftur í tísku og því tilvalið fyrir hönnuði og prjónafólk að spreyta sig á því verkefni. Okkur finnst mjög spennandi að sjá hvað kemur út úr þessari samkeppni, ekki síst af því að þemað er ansi krefjandi.“ Styrktaraðilar prjóna sam- keppn innar í ár eru Ístex, Tundra, Vatns nesYarn og Rúnalist sem gefa glæsileg verðlaun. Lambhús- hetturnar sem taka þátt í keppn- inni verða til sýnis meðan á hátíð- inni stendur. /MÞÞ FRÉTTIR Ullarvika verður haldin á Suðurlandi í haust Ákveðið hefur verið að halda Ullarviku á Suðurlandi aftur í október í haust en slík vika var haldin síðasta haust, sem heppnaðist einstaklega vel og vakti mikla athgli. Árlega sauðfjárlitasýningin ,,Litur“ verður haldin sunnudaginn 2. október. Aðaldagskráin verður hins vegar með opnu húsi í Uppspuna, sýnikennslu og opnum vinnustofum hjá Spunasystrum, fjölbreyttum námskeiðum og Prjónakaffi í Þingborg dagana 6.–8. október. Sunnudaginn 9. október verður svo markaður í Þingborg. /MHH Hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar 2022 á Blönduósi í júní: Lambhúshettan fær nýtt líf Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Textílmiðstöðvar Íslands. Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi á komandi sumri og að venju er blásið til hönnunar- og prjónasamkeppni en í ár felst keppnin um að hanna og prjóna lambhúshettur á fullorðna. Samþykkt sveitarstjórna Skagafjarðar og Akrahrepps fyrir sameiningarkosningar: Hyggjast leggja 728 milljónir króna í skólamannvirki í Varmahlíð Björgunarmiðstöð verður komið upp á Þórshöfn á Langa nesi. Viljayfirlýsing þar um hefur verið undirrituð á milli sveitarfélags- ins Langanesbyggðar, Slökkviliðs Langanesbyggðar, Neyðar- lín unnar ohf. og Björgunar- sveitarinnar Hafliða á Þórshöfn og Heilbrigðisstofnunar Norður- lands um að koma slíkri mið stöð á laggirnar á Þórshöfn. Miðstöðin mun hýsa tæki, búnað og bifreiðar slökkviliðsins, björgunarsveitarinnar og sjúkra- bifreiðar auk þess sem þar verður aðstaða fyrir starfsmenn og önnur rými sem tilheyra. Meginmarkmiðið er, að því er fram kemur á vefsíðu Langanesbyggðar, að ná fram hámarks samhæfingu og samvinnu auk hagræðingar í starfsemi þeirra en ekki síst að auka öryggi íbúa á norðausturhorni landsins. Að mati þeirra sem að viljayfirlýs- ingunni standa hefur þessi landshluti verið afskiptur þegar kemur að upp- byggingu hvers konar þjónustu við íbúa á þessum stóra og víðfeðma hluta landsins. Björgunarmiðstöðin sé stór þáttur í þeirri uppbyggingu þar sem það eru fáir sem sinna marg- víslegum hlutverkum og samhæfing og samvinna þeirra því afar mikilvæg gagnvart öryggi íbúa. Nú verður myndaður undir- búnings hópur sem sér um að gerð verði þarfagreining varðandi stærð þess rýmis sem talin er þörf á ásamt kostnaði og frumteikningum. /MÞÞ Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og meirihluti sveitarstjórnar Akrahrepps sam þykktu í aðdraganda sam- einingar kosninga sveitar- félaganna 19. febrúar, vilja yfir- lýsingu er varðar skóla mann virki í Varmahlíð. Þar sagði að ef niðurstaða kosn- inga leiddi til sameiningar, þá muni fjárframlög til nýs sveitarfélags alfarið verða nýtt til að hraða upp byggingu skólamannvirkja í Varmahlíð eins og frekast er kostur. Nú var sameining samþykkt svo væntanlega má búast við upp- byggingu skóla í Varmahlíð í kjöl- farið. Áætlað var að framlög úr Jöfn unar sjóði sveitarfélaga nemi um 728 milljónum króna ef af sam ein ingunni yrði. Að því er fram kom fram í tilkynningu frá sveitarfélögunum, þá var meirihluti sveitarstjórnanna jafnframt sammála um að sameiningarframlögin styrki ekki aðeins hraðari uppbygg- ingu í Varmahlíð heldur veiti þau einnig aukið svigrúm til frekari framkvæmda á Hofsósi, Sauðár- króki, Hólum, Steinsstöðum og í dreifbýli Skagafjarðar. „Sameinað sveitarfélag allra Skagfirðinga hefur allar forsendur að vera leiðandi sveitarfélag á landsvísu með áherslu á einfalda og skilvirka stjórnsýslu með skýrum farvegi fyrir sjónarmið íbúa. Bætt búsetuskilyrði og framúrskarandi þjónusta til framtíðar verða leiðarstef nýs sveitarfélags, auk þess sem sameinaður Skagafjörður hefur sterkari rödd til að koma hagsmunum allra íbúa og atvinnulífs í Skagafirði á framfæri,“ segir enn fremur í tilkynningunni. /MHH/HKr. Hér má sjá teikningar af skólamannvirkjum í Varmahlíð og þær tillögur, sem liggja fyrir að breytingu og nýbyggingu leikskóla. Mynd / VA ARKITEKTAR Þórarinn J. Þórarinsson slökkvistjóri, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Þor- steinn Ægir Egilsson, formaður Björgunarsveitarinnar Hafliða á Þórshöfn, undirrita viljayfirlýsingu um Björgunarmiðstöð. Viljayfirlýsing um Björgunarmiðstöð á Þórshöfn: Öryggi íbúa á norðausturhorni landsins aukið VETRARFATNAÐUR isfell.is • sími 5200 500 • Óseyrarbraut 28, Hafnarfirði Vatnsheldir Skjold kuldagallar úr öndunarefni. Vatnsheldir og fóðraðir, microfiber hanskar Sterkir og endingagóðir öryggisskór Gæða fatalína frá Skjold, fóðraðir og vatnsþéttir gallar. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.