Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 43 15% AFSLÁTTUR Í FORSÖLU 8.542 kr. pr./bréf 9.324 kr. pr./bréf BETRI ÁRANGUR MEÐ JOSILAC íblöndunarefni Öll verð eru án vsk. Verð miðast við bréf (150g) Eykur fóðurgæði Betri inntaka Meiri meltanleiki Heilbrigðari kýr Betri afkoma Gildir til 31. mars JOSILAC Ferm - 9.324 kr. - 15% afsl. 7.925 kr. JOSILAC Classic - 8.542 kr. - 15% afsl. 7.260 kr. NYTJAJURTIR Holtasóleyin okkar Íslendinga og þjóðarblóm síðan árið 2004 er ein einkennisjurta norðurslóða, en hana má finna í N-Bretlandi, Írlandi, Skandinavíu – auk þess að blómstra í fjalllendi í Frakklandi og Þýskalandi. Samkvæmt síðu Náttúrufræði- stofnunar Íslands kemur fram að hún sé talin góð við ýmsum kvillum, svo sem eins og veilu í hjarta, bólgum og sárum í tannholdi en af henni megi gera te. Gott sé að bæta þá við blóðbergi og vallhumli en blóðberg er gott við hósta, öngviti og svima svo eitthvað sé nefnt og vallhumall lækkar blóðþrýsting og ýmsa kvilla er fylgja breytingaskeiðinu. Þess má geta að vallhumall var reyndar þekktur sem hrukkubani hér á öldum áður – en talið var að andlitsþvottur úr seyði hans eyddi hrukkum ... Reykingar ávallt móðins Hins vegar það sem veldur hrukkum eru nú oft reykingar. Má ætla að hinir sömu og stunduðu slíkt hér á árum áður hafi haft það bak við eyrað að tína vallhumal við hin helstu tækifæri. Einhver snillingurinn tók nefnilega til þess bragðs að drýgja reyktóbak sitt með muldum blöðum holtasóleyjar. Þetta varð móðins og neðstu laufblöð blómsins, rjúpnalaufin svokölluðu, voru semsé áður þurrkuð og mulin til að drýgja reyktóbak. Tíndu menn þá gjarnan blöðin er farið var í „plöntuhaga“ og sóleyjadrýgt tóbak kallað mulningur. Nú á tímum reykja menn enn ýmislegt, misgáfulegt reyndar, en á vefsíðu www.modernfarmer.com má finna ýmsar jurtir, flestar þó erlendar, sem hægt er að vefja sér í rettu. Hér á eftir verður nokkur dæmi tekin þess efnis – en lesendur beðnir að fara að öllu með gát enda reykingar skaðlegar og ekki endilega til góðs að öllu leyti. Lavender (Lavandula) Efnasambönd lavenderblóma hafa löngum verið þekkt fyrir að draga úr streitu, kvíða og auka svefngæði, til dæmis við notkun lavenderolíu eða í te. Hið sama er upp á teningnum þegar jurtin er þurrkuð og reykt. Blómakeimur fyllir lungun við innöndun og veitir slökun auk þess að ef reykt er reglulega – dregur úr streitu, kvíða, lækkar blóðþrýsting og örvar svefn. St. John’s Wort eða Jóhannesarjurt (Hypericum perforatum) Jóhannesarjurt er kunnug sem náttúrulækningajurt en hún hefur, í læknisfræðilegum tilgangi, meðal annars verið notuð gegn taugaröskunum og léttvægum kvillum sálarinnar. Vafin og reykt virkar þessi planta sem róandi lyf sem dregur úr spennu um allan líkamann og bragðið er örlítið sætt og beiskt. Kamilla (Chamaemelum nobile L.) Líkt og lavenderblómið er jurt kamillunnar þekkt fyrir róandi áhrif og er hún er reykt dregur hún úr spennu, veitir krampastillandi áhrif auk þess að draga úr tilfinningalegu uppnámi og kvíða. Nefnt hefur verið að neysla hennar á þennan hátt auðveldi reykingamönnum að færa sig frá tóbaksneyslu þegar verið er að reyna að hætta að reykja. Mynta (Mentha spp.) Blöð myntunnar eru gjarnan notuð til þess að blanda við aðrar jurtir sem reyktar eru, þá til þess að milda innöndun ef svo má að orði komast. Ef reykt ein og sér bætir hún blóðrásina, endurnærir huga og auðveldar öndun með því að hreinsa lungu og öndunarfæri. Ólympíukyndill (Verbascum olympicum) Ólympíukyndillinn finnst nú víða hérlendis en líkt og myntan auðveldar hann öndun auk þess að milda eymsli í hálsi, er slakandi og róandi og því góður gegn kvíða. Jurtir af körfublómaætt þekkt kaffibót Nú, hjá þeim sem una sér við reykingar hefur sá vani þekkst að drekka kaffi þeim samhliða. Sem tilbrigði og reyndar á tímum þurrðar, hafa Íslendingar og reyndar aðrar þjóðir, þurrkað fíflarót, mulið og drýgt með því kaffið. Jurtir af körfublómaætt, þá helst túnfífillinn er þekkt kaffibót, en erlendis það sem kallast með réttu kaffifífill eða Cichorium intybus. Víðs vegar um heiminn er hefð fyrir því að rista, baka og mala ræturnar sem eru þá notaðar sem kaffibætir og kallast Chicory. Í Frakklandi er til sérstakur kaffidrykkur sem er að rúmum þriðjungi það sem kallast Ricoré sem inniheldur þá rótarmulning. Einnig þekkist slíkur mulningur sem kaffiviðbót blandað í indverskt síukaffi og í hlutum Suðaustur-Asíu, Suður- Afríku og suðurhluta Bandaríkjanna, sérstaklega í New Orleans. Í efnahagskreppu þriðja áratugarins og seinni heimsstyrjöld meginlands Evrópu var Chicory þetta nýtt til hins ýtrasta í kaffidrykki. Meira að segja á árununum 1976-79 í austurþýsku kaffikreppunni var þess til viðbótar þurrkaðar og malaðar sykurrófur og rúgur og því blandað saman við kaffitíund eða svo og úr því varð drykkur kallaður Mischkaffee eða Kaffiblanda. Sveppakaffi nútímans Nú á dögum hefur hins vegar komist í tísku svokallað sveppakaffi sem þykir vera hinn sérlegasti drykkur vellíðunar og einbeitingar og stuðla að ótakmarkaðri heilastarfsemi. Samsetning þess var gerð eftir rannsókn jurta- og sveppasérfræðings nokkurs sem setti saman blöndu venjulegs kaffis og dufts lækningasveppa á borð við Chaga, Cordycepls, Reishi, Lions mane og Turkey tail. Kaffi þetta, undir nafninu Four Sigmatic, má að sjálfsögðu finna hérlendis í búðum á borð við þær er standa fyrir andliti heilbrigðis og hreysti. Rétt er að geta þess að ekki þykir góð hugmynd að tína sveppi til neyslu án þess að vita áhrif þeirra og skiptir þá litlu hvort hugmyndin er að reykja afurðina eða nýta sem kaffimulning. /SP Kaffibætir & Mulningur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.