Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 7 LÍF&STARF Í síðasta vísnaþætti var gruflað í gömlu efni. Skildum þar við mæðginin Einar Ben og Katrínu Einarsdóttur. Áfram munu „aldnir hafa orðið“, og verða fyrir tvær vísur sem eiga höfundarnafnið G.F. Ef til vill kunna lesendur skil á þeim höfundi tveggja næstu snjallvísna: Vetur kastar sinni sök, sólin merlar fjörðinn, þegar vorsins vængjatök verma kaldan svörðinn. Um ónefndan mann yrkir svonefndur G.F.: Hverfur óttans sjónarsvið, sofðu rótt í nafni friðar. Þú hefur sótt á sömu mið síðan nóttin gekk til viðar. Jónas Pétursson alþm. orti þegar samþykkt var á Alþingi að stofnað skyldi til happdrættis til að fjármagna brúargerð yfir Skeiðará, síðasta áfanga hringvegarins: Þingið prísar þetta land, þrek og manndóm fólksins virðir, ægifagran sigrar sand, sjálfan “hólmann” vegi girðir. Gestur Guðfinnsson hélt úti vísnaþáttum í Alþýðumanninum. Þætti Gests barst vísnabréf frá Helgu Björgu Jónsdóttur, húsfreyju á Geithellum í Álftafirði. Þaðan eru þessar snjöllu stökur teknar: Þó að feli fyrndin grá feril kynninganna, finn ég einatt ylinn frá arni minninganna. Á lífsins útsæ ein ég ræ æðrulaus á fleyi, get þó varla greint hvort næ grænu landi ‘eða eigi. Í minni æsku mér var kennt að meta gefin loforð, en það er ekki heiglum hent að halda öll þau boðorð. Ef til vill er lítil huggun lesendum að birta næstu vísu, svona í ljósi dapurra skapa dægra Bændahallarinnar, en á aðalfundi Stéttasambands bænda lá fyrir tillaga um að stækka Bændahöllina. Andrés Kristjánsson ritstjóri orti af því tilefni þessa framvísu stöku: Stjórnin bað fundinn aðeins um eina afmælisgjöf, og hlaut; heimild til þess að halda beina og hallandi ógæfubraut. Eftir Bjarna Kristinsson Húnvetning eru næstu tvær stökur. Í fyrri vísunni má e.t.v. finna nokkurn sannleik sé litið til þeirra fjölmörgu hagyrðinga sem hösluðu sér völl á síðustu öld: Enginn vill nú yrkja ljóð, en eflaust margur getur. Held ég þó að húnvetnskt blóð hafi runnið betur. Í síðari vísu Bjarna er hvatt til söngs í Húnaþingi, sem aldeilis hefur farið eftir: Tengjumst sterku tryggðabandi, tökum lagið, stofnum kór. Nú er kalt á Norðurlandi, næturfrost og jafnvel snjór. Nýlátinn er einn af bestu liðsmönnum söngmenntar og vísnagerðar í Austur-Húnavatnssýslu, Óskar Sigurfinnsson í Meðalheimi á Ásum. Nokkrir söngmenn stofnuðu kórinn Vormenn. Óskar var einn af stofnendum ásamt Hauki á Röðli og Jóni í Rafstöðinni. Eins og stundum gerist, þá lognast sönghópar útaf þegar fækkar félögum. Svo varð með Vormenn, enda ýmsir erfiðleikar í héraði. Óskar orti þá langan brag. Þar er að finna þetta gullkorn: Nú er ekki um náð að tala, nú er kláði og pest til dala, leika hrútar lausum hala líður blær um kalin strá. Nú er hagur heldur þröngur, hljóðnar Ásamanna söngur; Jón og Haukur fallnir frá. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 292MÆLT AF MUNNI FRAM Búgreinaþing: Aðalfundur búgreina innan Bændasamtakanna Búgreinaþing deilda kjúklinga bænda, eggja­ fram leiðenda, geit fjár rækt­ ar, skógareigenda, hrossa ­ bænda, garðyrkju bænda, sauð fjárbænda og kúa bænda verður haldið á Hótel Natura 3. og 4. mars næstkom andi. Loðdýra rækt endur halda sitt bú greina þing 26. febrúar á Hótel Sel fossi. Við samruna bú greina- félaganna og Bænda sam- taka Íslands urðu til bú- greinadeildir innan sam tak- anna, en hver deild heldur sinn aðalfund sem kallast Búgreinaþing. Þar hlutast hver grein til um sín mál- efni, mótar sér stefnu og kýs sér stjórn. Búgreinaþing eru því ígildi aðalfunda gömlu búgreinafélaganna. Þingið tekur tvo daga Vigdís Häsler, framkvæmda- stjóri Bænda samtaka Íslands, segir að fram undan sé fyrsta Búgreinaþing sameinaðra samtaka og hafa síðustu mánuðir verið anna samir á skrifstofunni. „Búgreinaþing verður haldið á Hótel Natura dag- ana 3. og 4. mars. Búgreina- deildir sauðfjár- og kúa- bænda standa yfir í tvo daga á meðan aðrar búg- reinar funda í einn dag. Á Búgreina þingi ræðir hver búgreina deild sín mál- efni, tekur stefnumótandi ákvarðanir og kýs stjórn til næsta árs. Má segja að Búgreinaþingið sé ígildi aðalfunda gömlu búgreinafélaganna. Loðdýraræktendur halda sitt búgreinaþing 26. febrúar næst- komandi á Hótel Selfossi.“ Vettvangur til að ræða stöðuna Setningarathöfnin hefst á fimmtudaginn 3. mars klukkan 11.00 með ávarpi frá Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtaka Íslands. Einnig munu Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra flytja ávarp. Vigdís segir að gert sé ráð fyrir milli 150 til 200 fulltrúum á þingið og að það sé sérstaklega gleðilegt að fá að hitta fulltrúana til skrafs og ráðagerða „enda lítum við á Búgreinaþingið sem vettvang til að ræða stöðuna og fá fram áherslur búgreinanna sem nýtast munu í starfi Bændasamtakanna.“ Unnsteinn Snorri Snorrason, sérfræðingur og staðgengill framkvæmdastjóra Bænda- samtaka Íslands, segir að í aðdraganda Búgreinaþings hafa deildirnar verið að funda með bændum. „Við höfum þurft að halda þessa fundi í gegnum fjarfundarbúnað. Það fyrirkomulag hefur fengið góðar viðtökur og þátttaka á fundum framar vonum. Á einum fundi sauðfjárbænda voru til dæmis 220 manns. Það eru ýmis mál sem brenna á bændum en auðvitað er sú staða sem nú er uppi varðandi hækkun aðfanga mjög alvarleg og líklegt að það mál verði til umræðu á þinginu. En þar verða líka rædd ýmis önnur mál, allt frá ágangi álfta upp í arfgerðagreiningu sauðfjár.“ Tíu fyrirtæki tengd landbúnaði verða með bása á þinginu þar sem þau kynna vöru sína og þjónustu. /VH Aðalfundur búgreina verður haldinn á Hótel Natura, (fyrrum Hótel Loftleiðir) í Reykjavík. Mynd / Icelandair hotels. Við samruna búgreinafélaganna og Bændasamtaka Íslands urðu til búgreinadeildir innan samtakanna, en hver deild heldur sinn aðalfund sem kallast Búgreinaþing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.