Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 59

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 59
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 59 FJÓSAMEISTARI Á HVANNEYRI HELSTU VERKEFNI » Umsjón og rekstur fjóssins á Hvanneyri » Fóðrun og dagleg umhirða gripa » Umsjón ræktunarstefnu og hjarðskýrsluhalds » Almennt viðhald og viðgerðir véla og tækja » Jarðvinnsla og heyskapur » Leiðbeining nemenda í verklegu námi í búfræði og móttaka gesta » Virk þátttaka í uppbyggingu og innleiðingu nýsköpunar í búrekstri » Samstarf við teymi kennara og sérfræðinga Landbúnaðar- háskóla Íslands við verklega kennslu og rannsóknir í nautgriparækt, jarðrækt, bútækni og umhverfismálum MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR » Búfræðipróf og/eða BS próf í búvísindum, auk annarrar menntunar sem nýtist í starfi » Reynsla af hirðingu búfjár og vélavinnu » Sjálfstæð vinnubrögð » Færni í mannlegum samskiptum » Góð almenn tölvukunnátta » Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku Umsóknarfrestur er til 15. mars 2022 Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf sem fyrst og helst eigi síðar en byrjun maí 2022. Tilgangur Hvanneyrarbúsins ehf er að reka á hagkvæman hátt kúabú í þágu kennslu og rannsóknastarfs Landbúnaðarháskóla Íslands. Nánari upplýsingar Egill Gunnarsson, bústjóri Hvanneyrarbúsins, egill@lbhi.is, s. 848 2215 Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri LBHÍ, gudmunda@lbhi.is, s. 433 5000 Starf fjósameistara Hvanneyrarbúsins ehf við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú laust til umsóknar Hlutverk Landbúnaðarháskólans er að skapa og miðla þekkingu á sjálfbærri nýtingu auðlinda, umhverfisskipulagi og landbúnaði á Norðurslóðum. Viðkomandi starfsmaður yrði hluti af teymi LbhÍ sem hefur umsjón með rekstri Hvanneyrarbúsins í samráði við bústjóra. Um fullt starf er að ræða. LESENDARÝNI Flökkusögur um folöld og fallþunga Þann 19. janúar síðastliðinn sagði Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, orðrétt í útvarps þættinum Reykjavík síðdegis: „Við erum með hér yfir 5000 merar sem eiga um 5000 folöld sem er slátrað á hverju einasta hausti meira og minna því þau eru verulega illa á sig komin. Meðalvigt þeirra sam- kvæmt upplýsingum sem ég hef úr afurðastöð er langt frá því að vera um meðalvigt folalda sem að hafa haft eðlilegan aðbúnað í sínum uppvexti.“ Vakti þetta forvitni bónda nokkurs, sem hafði ekki heyrt getið um að meðalvigt folalda frá hryss um sem hafðar eru til blóð töku væri lægri eða folöldin verr á sig komin en gerðist með folöld undan öðrum hryssum. Sami bóndi býr á sunnlenskri jörð þar sem hrossastóð hefur verið haldið til margra ára. Fyrir nokkrum árum fór bóndinn að hafa hryssur sínar til blóðtöku. Sú breyting hefði orðið á að hryssurnar eru ekki að kasta í apríl, jafnvel snemma mánaðar, heldur í fyrsta lagi í byrjun maí. Einnig fara folöldin að jafnaði fyrr í sláturhús en áður, yfirleitt frá miðjum nóvember og fram í byrjun janúar. Áður fóru folöld oft ekki fyrr en í lok febrúar eða í byrjun mars, þá um 10 mánaða gömul eða nærri ársgömul. Ekki væri að sjá að folöldin væru verr á sig komin eða hlutfallslega léttari eftir að bóndinn fór að hafa hryssur sínar til blóðtöku. Má einnig nefna að eftir að bóndinn fór að hafa hryssur sínar til blóðtöku margfaldaðist eft- irlit með heilbrigði hryssanna frá því sem áður var. Fyrirspurn til afurðastöðva Umræddur bóndi sendi fyrirspurn á allar afurðastöðvarnar varðandi þetta málefni. Svöruðu fimm afurðastöðvar með tölvupósti og ein í síma. Ein gaf ekki svar. Svör afurðastöðvanna voru þau að þær miðla ekki upplýsingum um einstaka innleggjendur né heldur innlegg í heild sinni, þannig að Inga Sæland hefði engar slíkar upplýs- ingar fengið frá þeim. Upplýsingar um innlegg og fall- þunga fara eingöngu til viðkomandi innleggjanda og til yfirvalda, sem er MAST. Þrjár afurðastöðvar tóku fram að fullyrðing Ingu Sæland væri röng. „Kolröng“ og „svo sannar- lega ekki rétt“ var orðalagið hjá fulltrúum afurðastöðvanna, svo því sé til haga haldið. Fyrirspurn til MAST Fyrirspurn bónda til MAST skilaði upplýsingum sem yfirumsjónar maður með kjötmati hafði tekið saman vegna fyrirspurnar frá fréttamanni í janúar. Viðkomandi bóndi hefur ekki orðið var við opinbera birtingu á niðurstöðum þessa svarbréfs, sem fréttamaðurinn aflaði. Svörin frá MAST hafa mögu lega ekki skilað því sem vonast var eftir. Hér verður svar MAST hins vegar birt í heild sinni, enda gefur það upplýsingar um ýmislegt sem Gróa á Leiti hefur velt vöngum yfir fram að þessu. Fyrirspurnin og svör eru eftirfarandi: – Mér skilst að sjö sláturhús á landinu séu með stórgripaslátrun. Hvaða sláturhús á Íslandi taka á móti folöldum blóðmera til slátrunar og hafa þau afkastagetu til þess að taka á móti öllum folöldum sem koma úr blóðmerahaldi? Kjötafurðastöð KS, SAH afurðir, SS Selfossi, Sláturhúsið Hellu, B. Jensen, Norðlenska og Sláturhús Vesturlands. Afkastagetan er marg- föld á við það magn sem er framleitt. – Hafa einhver sláturhús neitað að taka á móti þessum folöldum? Hvers vegna? Nei, sú staða hefur ekki komið upp. – Eru dæmi um að bændur hafi skotið folöldin sjálfir og urðað þau ólöglega? Nei, engin dæmi eru til um það, enda ekki vandamál að koma þeim til slátrunar. Hér eru í töflu birtar til glöggv unar upplýsingar um fjölda slátraðra fol- alda á hverju slátur tíma bili og með- alvigt. Slátrun hefst í ágúst og þau síðustu koma inn í mars í venjulegu ári. Því getur verið allt að 6 mánaða aldursmunur á folöldum sem koma til slátrunar sem hefur áhrif á fallþunga. Meðalfallþungi hefur lítið breyst á þessu árabili þrátt fyrir mikla aukn- ingu í fjölda blóðmera undanfarin ár og þrátt fyrir að sláturtímabilið hefjist nú í ágúst í stað október en sú breyting varð 2019. Úrkast er mjög lítið, og líklega minna en í öðrum tegundum. Hafa skal í huga að folöld geta hafa farið í úrkast ef ekki var gerð grein fyrir móður. Því er ekki öruggt að þau hafi verið sjúk. Hvað er satt og hvað er logið? Samkvæmt því sem hér hefur komið fram virðast afurðastöðvar ekki hafa miðlað neinum upplýsingum til Ingu Sæland. Einnig blasir við að staðhæf- ing hennar, um meðalvigt og ástand folalda frá hryssum sem hafðar eru til blóðtöku, er röng. Sigríður Jónsdóttir vann greinina í samstarfi við Í-ess bændur Upplýsingar frá Matvælastofnun um folaldaslátrun á Íslandi, veittar í janúar 2022 1. flokkur 2. flokkur Úrkast Meðal- fjöldi fjöldi Úrkast fjöldi fallþungi kg 2021* 4359 10 13 4382 77 2020 5408 20 22 5450 76,1 2019 5248 38 5 5291 79 2018 4996 40 17 5053 81,9 2017 4949 57 13 5019 78,4 * Sláturtímabili ekki lokið fyrir folöld fædd 2021 Fjöldi allsFæðingarár holdafari kúnna og stilla af fóðrun- ina á síðari hluta mjaltaskeiðsins svo kýrnar nái að safna réttu magni af holdum. Ef þær eru hins vegar of feitar þegar þær fara í geldstöðu, hefur það neikvæð áhrif á kýrnar og komandi mjaltaskeið rétt eins og ef þær eru of holdrýrar. Þetta er því nákvæmnisverk sem erfitt er að ná nema með því að nota gott holda- stigunarkerfi og nota það reglulega. Almennt mæli ég með því að holdastiga allar kýr í upphafi geld- stöðu, við burð og svo 2-3 yfir mjaltaskeiðið. Sumir mæla með því að gera þetta enn oftar en mér hefur fundist þessi tíðni gefa afar gott yfirlit yfir þróunina á hverju búi. Ef þetta er gert fær bóndinn mjög gott yfirlit yfir þróun holdafarsins hjá kúnum og getur brugðist við sé holdafarið almennt að færast út fyrir áætlun búsins. Einnig er mikilvægt að gera þetta hjá fengnum kvígum, svo þær séu í réttum holdum við burð, rétt eins og kýrnar. Holdastigunarkerfið Nokkur holdastigunarkerfi eru til í heiminum en algengast er að nota það kerfi sem hér verður lýst. Matið er þannig framkvæmt að lagt er mat á fitusöfnun kúnna á afturhluta lík- amans, við halarót og setbein, þver- þorn, mjaðmahnútu og rifbein (sjá mynd 1). Holdastigunin byggir svo á 5 mis- munandi flokkum og gefin stig sem hlaupa á 0,25 á milli hvers flokks ef þörf þykir. Það tekur alltaf nokkurn tíma að læra að nota þetta stigakerfi en með æfingu geta allir lært þetta. Holdastigin fimm eru (úr kennslu- bókinni Nautgriparækt): Holdastig 1: Grindhoraður gripur sem er að öllum líkindum orðinn veikur svo það á ekki við að holda- stiga sérstaklega. Holdastig 2: Hver hryggjarliður er vel greinanlegur, rifbein vel grein- anleg og lítil sem engin fylling á milli þverþorna, mjaðmahnútur og setbein vel útstæð og köntuð. Engin fitumyndun er í halarót og U-laga form er undir hana. Holdastig 3: Hrygglínan orðin aðeins afrúnnuð, aflíðandi lína frá hrygg að þverþornaendum, mjaðmahnútur og setbein jöfn og aðeins mjúk og ekkert köntuð lengur. Halagrópin er grunn og það er aðeins fitumyndun við halarót. Holdastig 4: Hrygglínan er flöt og engir hryggjarliðir sjást lengur. Þverþorn næstum flöt og mjaðmahnútur og setbein rúnnuð með fitu. Halagrópin fyllt af fitu og halarótin að þykkna. Holdastig 5: Akfeitur gripur, mikil og greinileg fita alls staðar. Eins og áður var getið um er holda- stigunum svo skipt upp í undirflokka sem hlaupa á 0,25 og til þess að átta sig á dómsskalanum er best að skoða myndir 2 og 3 sem sýna breytinguna á milli undirflokkanna vel. Eftir matið Holdastigunin er afar gott bústjórn- artæki sem nýtist alltaf til að bæta árangur búsins og þegar búið er að meta hjörðina þarf mögulega að bregðast við. Þetta geta verið þættir eins og breytt fóðrun, möguleg flokkun gripa í nýja hópa eða annað slíkt sem eykur líkurnar á því að ná réttu holdafari þegar kýrnar fara í geldstöðu eða kvígurnar fara inn í lokatímabilið fyrir burð. Þetta fer auðvitað eftir fjósgerð- um og aðstæðum hverju sinni og því misjafnt hvað er hægt að gera. Fjósgerðin eða stærð hjarðarinnar ætti þó aldrei að halda bændum frá því að holdastiga, hvort sem unnt er að taka á einstökum gripum eða ekki. Þá eru gripirnir mismunandi að eðlisfari og safna holdum með mismunandi hætti. Það er ýmislegt sem bendir til þess að íslensku kýrnar séu með heldur meiri breytileika hvað holda- stig snertir en kýr af öðru kúakyni og að þær erlendu búi að meiri erfða- festu þegar kemur að þessum þætti og/eða búi við meiri stöðugleika í fóðrun. Það er því enn mikilvægara fyrir íslenska bændur, en erlenda kollega þeirra, að sinna holdastigun vel og reglulega svo hægt sé að ná sem mestum og bestum árangri með kýrnar. Ítarefni: „Fóðuráætlanir“ eftir Berglindi Ósk Óðinsdóttur í bókinni Nautgriparækt, sem m.a. hægt er að nálgast á vef Búgreinadeildar kúabænda innan BÍ: www.bondi.is/naut Búnaðarþing 2022 Búnaðarþing 2022 verður að þessu sinni haldið á Hótel Natura, dagana 31. mars og 1. apríl nk. Þingsetning verður fimmtudaginn 31. mars og hefst athöfnin kl. 12.30. Framboðsfrestur til stjórnar BÍ er 16. mars. Frestur til þess að senda inn mál til stjórnar er 17. mars. Vakin er athygli á því að kæra vegna kosningu Búnaðarþingsfulltrúa þarf að berast stjórn BÍ a.m.k. tveimur vikum áður en þing er sett. Ósk þingfulltrúa um setu í ákveðnum nefndum þingsins þurfa að berast stjórn fyrir 17. mars nk. Fundargögn verða send þingfulltrúum í síðasta lagi 24. mars nk. Nánari upplýsingar verður að finna á bondi.is Stjórn Bændasamtaka Íslands Fylgstu með bændum á Facebook, á bondi.is og bbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.