Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202238 6 SAMVINNUHREYFINGIN 140 ÁRA FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 Samband íslenskra samvinnufélaga (Sambandið, SÍS) var þegar á heildina er litið umsvifamesta atvinnufyrirtæki landsins á síðustu öld. Nú hefur það að vísu stjórn og heimilisfang á Akureyri en hefur ekki með höndum neina eig- inlega atvinnustarfsemi. „Segja má að við séum á hliðarlínunni,“ segir Hann- es Karlsson, stjórnarformaður SÍS. „Við höldum til haga sögu og munum en getum líka verið samstarfsvett- vangur og regnhlíf fyrir þau kaupfélög og samvinnufélög sem í landinu eru, telji þau sér hag af því að vera undir henni.“ Líklega eru starfandi í dag um 32 samvinnufélög sem eitthvað kveður að. Þar af eru sex kaupfélög. Kaupfélögin voru flest um 60 talsins. Þau sem eftir standa eru öll burðug fyrirtæki með framtíðarmöguleika þótt ólík séu inn- byrðis. Meðal annarra samvinnufélaga má nefna til dæmis Hreyfil og Búseta en auk þess er í landinu margvísleg starfsemi í félagslegri eigu, ýmist í formi sjálfseignarstofnana eða fé- lagasamtaka. Fleiri rekstrarform möguleg „Samvinnufélagsformið hefur mark- visst verið talað niður á Íslandi,“ segir Hannes. „Það er í hrópandi mótsögn við þá staðreynd, að víða um heiminn, í Evrópu, Bandaríkjunum og í Afríku til að mynda, er samvinnuhreyfingin í sókn. Það er eins og tekin hafi verið um það ákvörðun í ráðuneytum og háskól- um að hlutafélög og einkahlutafélög séu einu rekstrarformin sem komi til greina. Líklega má rekja þetta til þess að þrot Sambandsins á sínum tíma var áfall sem skildi eftir sig slæma ímynd. En skýringin á því var ekki rekstr- arformið heldur óeining um stefnu og ákvarðanir sem ekki stóðust nýjar for- sendur í efnahagslífinu.“ Hannes minnir á að fyrsti kaup- félagsstjórinn, Jakob Hálfdánarson, hafi sjálfur rekið einkaverslun við hlið kaupfélagsins, enda byrjaði Kaupfélag Þingeyinga fyrst eingöngu sem pönt- unarfélag. Í hugum brautryðjenda sam- vinnustarfs, bæði í Þingeyjarsýslum og á Suðurlandi, var það „lífsþörf manns- ins“ sem kallaði fram „viðskiptaþörf manna og samtakavilja“. – „Hagn- aðarvon einstaklinganna mun traust- asta félagsbandið í almennum sam- tökum,“ er haft eftir Jakobi fyrir 140 árum. Hvar er „lífsþörfin“ fyrir hendi? Innan samvinnufélaga ræður fjár- magnið ekki úrslitum, þar hefur hver félagsmaður eitt atkvæði og viðskipti milli félagsmanna og félagsins sjálfs með gagnkvæmum ábata eru með ein- hverjum hætti kjarninn. „Mér hefur fundist,“ segir Hannes, „að löggjöfin um samvinnufélög sé hamlandi og kannski með öllu óþörf. Það ætti að nægja að hafa hér almennan félagarétt en síðan væri rekstrarformið og aðferð- ir til þess að deila ábyrgð og afrakstri eins og hverjum líkaði innan marka reglna og laga um rekstur. Þessu mættu háttvirtir þingmenn gjarnan huga að.“ Þá er spurning hvort „lífsþörf“ sé fyrir samvinnufélög á Íslandi í dag. Hannes bendir á að bændur á um 40 bæjum í Suður-Þingeyjarsýslu hafi ný- verið sameinast um kaup á áburði til að ná niður verði eftir rokhækkanir síð- ustu mánaða. Þessi hópur mun ætla sér að standa saman að kaupum á ýmsu er snýr að búrekstrinum. „Kannski eru Þingeyingar enn á ný að marka tíma- mót,“ segir Hannes. „Þegar litast er um í þjóðfélaginu er margt sem stingur í augun. Af hverju til dæmis unir fólk við þau vaxtakjör sem bankarnir bjóða? Af hverju lætur fólk það líða um dal og hól að bankarnir reka sig ekki lengur á vaxtamun, þótt hann sé oftast ríflegur, en byggja reksturinn á þjónustugjöld- um? Af hverju er hér enginn öflugur samfélagsbanki? Vantar ekki mótvæg- isafl? Við þessum spurningum hef ég ekki svar, en á þessu afmælisári verður ný spurning sífellt áleitnari: Hvernig hefðu Þingeyingarnir brugðist við?“ Verðmæt þekking í þróun Hinn umsvifamikli atvinnurekstur Sambandsins og kaupfélaganna hefur með ýmsum hætti fengið framhaldslíf. Þannig er fyrirtækið Grófargil, sem er með starfsemi bæði í Reykjavík og á Akureyri, sprottið upp úr tölvudeild KEA – Kaupfélags Eyfirðinga Ak- ureyri. Það er í meirihlutaeigu fjögurra starfsmanna, m.a. Hannesar, en Sam- kaup og KEA eru bakhjarlar Gróf- argils. „Við þjónum meðal annars öll- um 65 verslunum Samkaupa um land allt með pappírslausum rafrænum vörukaupaskráningum í svonefndu EDI-kerfi, sem eykur hraða, öryggi og áreiðanleika í öllum viðskiptum. Í þessu fyrirtæki hefur verið þróuð verð- mæt þekking sem nýtist víða í atvinnu- lífinu,“ segir Hannes að lokum. Hvernig hefðu Þingeyingarnir brugðist við? Mynd: SkaptiHallgrímsson Hannes Karlsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga, telur samvinnulögin óþörf „Samvinnufélagsformið hefur markvisst verið talað niður á Íslandi.“ Hannes Karlsson: Afhverju er hér enginn öflugur samfélagsbanki? Vantar ekki mótvægisafl? „KEA er í dag öðruvísi samvinnufélag en flest önnur hvað starfsemi þess varð- ar,“ segir Halldór Jóhannsson sem verið hefur framkvæmdastjóri hins söguríka félags síðan 2005. „Hugsanlega má kalla þetta einhvers konar frávik í ljósi samvinnusögu hérlendis en það heldur þó félagsgerð sinni og lýðræðisskipu- lagi.“ Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri sem stofnað var árið 1886 var alla síðustu öld stærsta og fjölþættasta kaupfélagið á Íslandi en skorti ef til vill sérhæfni á lykilsviðum til þess að byggja á inn í 21. öldina. Um aldamótin síðustu var kom- ið að uppstokkun. Segja má að hún hafi orðið æði róttæk. Hún fólst í svokall- aðri fyrirtækjavæðingu. Í stað mið- stjórnar á fjölþættum starfsþáttum komu sjálfstæð félög eða dótturfélög um einstaka starfsþætti. Þau urðu síðan hluti af Kaldbaki hf. sem varð um stund athafnasamt félag í kauphallarvið- skiptum. Byrjað upp á nýtt Þegar áhugasvið þeirra, sem stund- um voru nefndir „hákarlar“ í viðskipta- lífnu á þessum tíma, fór að snúast um viðskiptaútrás kaus KEA að einbeita sér frekar á heimaslóð með áherslur á héraðsleg umsvif. Er fjárfestingafélagið Burðarás yfirtekur Kaldbak hf. á árinu 2003 var eignarhlutur KEA í því félagi orðinn útþynntur en verðmætur engu að síður. „Þegar hér er komið sögu,“ segir Halldór, „er KEA á ákveðinni endastöð í sínu umbreytingarferli. Það situr á umtalsverðu reiðufé, en um eig- inlegan rekstur er ekki lengur að ræða. Það var búið að slökkva á samvinnu- kertinu í þeim skilningi að um þátttöku og milliliðalaus viðskipti við félagsmenn var ekki lengur að tefla. Á stuttum tíma í annars langri sögu var búið að skipta um tilgang og athafnasvið félagsins. Nú var ekki um annað að ræða en að byrja upp á nýtt og það var gert með áherslum á fjárfestingastarfsemi sem er vissulega óvenjulegt þegar samvinnu- félag á í hlut. Við erum meðvituð um kosti og galla þessa félagsforms á starf- semi okkar og það hefur m.a. áhrif á stefnuval og áhættustig. Nafni, útliti og aðsetri félagsins var breytt til að undir- strika breytingarnar á félaginu.“ Aðkoma að fyrirtækjarekstri sem fjárfestir Félag sem áður hafði með höndum umfangsmikinn og fjölbreyttan rekstur fæst nú aðallega við arðsamar fjárfest- ingar sem miða að því að efla atvinnulíf á félagssvæðinu sem nær frá Siglufirði að Bakkafirði. Það má vel kalla þetta afturhvarf til fyrri gilda kaupfélaganna um héraðsbundin umsvif og uppbygg- inu atvinnulífs. „Sem dæmi hefur KEA komið að stofnun og þróun Jarðbað- anna í Mývatnssveit og Sjóbaðanna á Húsavík beint og óbeint. Eignarhlutir KEA í þessum verkefnum hafa nú verið seldir og hafa þessi félög alla möguleika á að eflast og þroskast áfram í höndum nýrra aðila. Þetta er ágætisdæmi um það hvernig við vinnum og viljum vinna eftir núverandi stefnu og áherslum. Þrátt fyrir þessar héraðslægu áherslur í okkar starfi gerum við engar aðrar og minni kröfur um arðsemi verkefna heldur en aðrir fjárfestar en við eigum misstóra eignarhluti í fjölda fyrirtækja hér á okkar félagssvæði. Við vinnum í nær öllum tilvikum með öðrum fjár- festum og eigendum fyrirtækja að vexti og viðgangi þeirra. Sú spurning hlýtur að vakna hvað fé- lagsmenn KEA hafi út úr því að vera í samvinnufélagi sem stundar fjárfest- ingastarfsemi. Halldór svarar með því að benda á að óbeint í gegnum fjárfest- ingar félagsins viðhaldist eða eflist at- vinnulíf svæðisins með ýmsu móti en jafnframt getur KEA svarað kalli ef þörf kemur upp fyrir samvinnustarf á ein- hverjum sviðum sem gagnast fé- lagsmönnum með beinum hætti. Það kostar 500 krónur að gerast félags- maður og fylgir KEA-kortið félags- aðildinni. „KEA-kortið er orðið nokk- urs konar költ á okkar félagssvæði en uppbygging og markaðssetning þess hefur gengið framar björtustu vonum frá því það var sett á laggirnar á sínum tíma. Við stöndum frammi fyrir breyttu landslagi á þessu sviði og því fylgja áskoranir. Um helmingur allra íbúa á fé- lagssvæði KEA er með KEA-kort sem félagsmenn og hefur þeim fjölgað úr 7 þúsund í 23 þúsund og erum við lang- fjölmennasta samvinnufélagið á Íslandi í dag. Fólk kannast við spurninguna „Ertu með KEA-kort?“ hér á Norður- landi þegar viðskiptavinur kemur í búð. Enda skiptir kortið máli og hefur í för með sér 400 til 500 milljónir króna bætt viðskiptakjör á ári fyrir félagsmenn. Það er í krafti fjöldans sem hægt er að ná fram afsláttarkjörum af þessu tagi með samningum við okkar samstarfsaðila. Þetta eru þeir beinu fjárhagslegu hags- munir sem félagsmenn hafa af því að vera í félaginu og þeir hagsmunir eru umtalsverðir líkt og fjölgun fé- lagsmanna gefur til kynna.“ Við leggjum mikla rækt við sam- félagslega ábyrgð og það hefur KEA gert alla tíð. Á meðan við högnumst af okkar starfsemi þá veitum við töluverð- um fjármunum í stuðning við góð mál- efni en árlega er veitt tugum milljóna til samfélagsverkefna á félagssvæðinu úr Menningar- og viðurkenningarsjóði fé- lagsins. „Þótt KEA hafi með höndum öðruvísi starfsemi en flest samvinnu- félög hérlendis þá er það í samtíðinni með sömu gildin og einkennt hafa sögu þess alla tíð sem nú telur óslitin 136 ár,“ segir Halldór að lokum. KEA í 136 ár Merki félags- ins var hannað upp á nýtt. „Um helmingur allra íbúa á félagssvæði KEA er með KEA-kort sem félagsmenn og hefur þeim fjölgað úr 7 þúsund í 23 þúsund. Við erum því lang- fjölmennasta samvinnufélagið á Íslandi í dag.“ KEA kaus heimaslóð þegar aðrir fóru í útrás, segir Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri félagsins Nýja „KEA-hornið“ við Glerárgötu á Akureyri. Halldór Jóhannsson: Byrjað upp á nýtt með áherslu á fjárfestingar- starfsemi sem er óvenju- legt hjá samvinnufélagi. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.