Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202246 LESENDARÝNI Nýtt eða nýlegt hugtak, „framandi ágeng tegund“, sem kemur fyrir í lið 8H í samningi Sameinuðu þjóðanna um „lífbreytileika“ er nú með óvægnum hætti dregið inn í umræðu um skógrækt af þeim sem vilja stöðva raunhæfa ræktun trjáa til nytja á Íslandi. Óljós og ruglingsleg notkun hugtaka einkennir umræðuna. Hugtakið framandi ágeng tegund (á ensku í samningnum „invasi- ve alien species“) er gildishlaðin nýsmíð sem vekur hugboð um og hvetur til neikvæðrar afstöðu til við- komandi tegundar. Allar gerðir lífs frá bakteríum til spendýra eru undir. Sú undantekning er á þessari reglu að maðurinn og búsmali hans er ekki talinn með í ráðleggingum um viðbrögð. Vandinn sem skilgreindur er í lið 8H í samningnum er eink- um tilkominn vegna meðvitaðs og ómeðvitaðs flutnings tegunda milli landa sem talinn er valda tilteknum skaða. Reyndar býr íslensk tunga yfir nokkrum orðum og hugtökum sem vekja svipaðar hugrenningar og „framandi og ágeng“. Algengast er orðið illgresi sem mun fyrst koma fyrir á prenti í Guðbrandsbiblíu. Á öðrum norðurlandamálunum og t.d. þýsku er þessum plöntutegund- um ekki ætlað illt innræti en hlut- lausu neitunarforskeyti u-(gräs) og un-(Kraut) skeytt framan við orð um nytjategund og þannig komið til skila að viðkomandi tegund sé óvelkomin á vaxtarstað, sé ekki nytjaplanta. Hlutlaus lýsing á ill- gresi er planta á röngum stað séð frá sjónarhóli ræktandans. Lok er norrænt orð yfir illgresi Frá landnámi og langt fram eftir öldum lifði þjóðin mest á beitarbú- skap og öflun vetrarfóðurs á engjum eða litlum ábornum túnum. Þetta kann að vera ástæða þess að gott og gilt orð fyrir illgresi glataðist en það er orðið lok. Orðið kemur fyrir í orðasambandinu „að fara sem lok yfir akur“. Það kemur fyrir bæði í Orkneyingasögu og Fóstbræðrasögu og lýsir því annars vegar þegar Rögnvaldur Kali Kolsson jarl fór með ófriði um Orkneyjar til að ná þar aftur völdum að lokinni herferð til Landsins helga og hinsvegar ófriði þeim sem stafaði af þeim fóstbræðrum Þorgeiri Hávarðsyni og Þormóði Kolbrúnarskáldi þegar þeir dvöldust sumarlangt á Ströndum. Á Skáni í Svíþjóð not- ast menn enn við þetta orð, „luk“, fyrir illgresi og það að ráðast að því með arfasköfu er lýst með sögninni að „lukra“. Allir ræktendur kann- ast við ónot sem fylgir mikilli og oft hraðri innrás illgresis þar sem ræktandi ætlaði einungis fallegum blómum eða nytjaplöntum að vaxa. Þar sem íslensk þjóð stundaði lengi vel enga jarðrækt og nánast enga ræktun plantna í garðrækt tapaðist skilningur á orðinu lok en orðatil- tækið breyttist í að fara sem „logi yfir akur“. Engin önnur norræn þjóð notar slíka myndlýsingu um eitthvað óvelkomið sem dreifist hratt. Eldur í sinu hefur sömu merkingu um hraða og óvelkomna yfirferð óværu eins og lok yfir akur. Orðið illgresi truflar reyndar marga þar sem það gefur til kynna að viðkomandi planta sé illa innrætt sem gengur ekki alveg upp miðað hugmyndir okkar um sálarlíf plantna. Hafsteinn Hafliðason garðyrkju- fræðingur hefur því stungið upp á forskeytinu ama þar sem amagróður, amagresi eða amaplanta er greinilega ræktendum til ama. Hughrifin snúa því að okkar afstöðu en ekki ætlaðri skaphöfn viðkomandi plantna. Þessi langi aðdragandi að stuttri grein er settur hér fram til að skýra undrun mína á viðbrögðum sumra við hinni nýju skilgreiningu á ill- gresi, „framandi ágeng tegund“, sem er að finna í tölulið 8H í samn- ingi Sameinuðu þjóðanna um fjöl- breytileika lífsins sem Íslendingar gerðust aðilar að árið 1993. Einkum er það þó afstaða nokkurra ákafa- manna hér á Fróni sem keppast nú við að benda á nytjategundir í skógrækt og krefjast þess að þeim verði fargað í nafni óska um viðhald „líffræði- legrar fjölbreytni“. Þykir reyndar mörgum að sleppa mætti þeim hluta hugtaksins sem vísar til fræða. Orðið lífbreytileiki vísar til einkenna lífsins en ekki fræðanna. Þessi skilningur á samningnum er nú nýverið notaður til að reyna að hamla gegn nytjaskógrækt á Íslandi. Ekki verði ráð nema í tíma sé tekið til að verja stöðu Íslands sem trjásnauðasta ríki Evrópu en hér nær skógarþekja ekki tveimur prósentum og er þó miðað við meðalhæð trjáa sem ná yfir tvo metra en víðast hvar annarstaðar er miðað við fimm metra meðalhæð. Rétt er þó að geta þess að Mónakó og Vatíkanið munu skáka okkur í þessu tilliti. Það vekur sérstaka athygli að Landgræðslan (áður Landgræðsla ríkisins) sem rekur uppruna sinn til laga sem sett voru um skógrækt virð- ist hafa sett það á stefnuskrá sína að rétt sé að vara sérstaklega við ræktun helstu trjátegunda og kvæma sem lík- leg eru til að skila einhverjum nytj- um. Nú í haust brá svo við að í aðal- fréttatíma Ríkisútvarpsins var boðið upp á langt viðtal við sérfræðing við stofnunina sem lýsti því sem mikilli skelfingu að ræktuð væri hér furu- tegundin stafafura. Tegundin væri á góðri leið að leggja stóran hluta gróð- urlendis landsins undir sig og eyða þannig þeim fátæklega lífbreytileika sem hefði borist til landsins eftir ísöld. Talin voru upp nokkur lönd þar sem stjórnvöld væru þeim íslensku árvökulli og væru nú þegar tekin til við að hemja ræktun þessarar tegund- ar. Til frekari áréttingar staðhæfði sérfræðingurinn að stafafuran væri „ágeng á heimsvísu“ sem væntanlega setur kvaðir á íbúa Norður Ameríku þar sem tegundin er landlæg að taka nú vélsagir sínar til aukinnar notkun- ar. Skömmu síðar birtist svo grein í Kjarnanum eftir prófessor í plöntu- vistfræði við Háskóla Íslands þar sem tekið var undir mat sérfræðinga hjá Landgræðslunni og kveðið enn sterkar að orði um ógnir þær sem þjóðarinnar biði ef ekki yrði látið af ræktun stafafuru og þá væntanlega ráðist í útrýmingu þeirra skóga þar sem tegundin hefur verið gróðursett. Var ógninni lýst þannig að hún væri síst minni en slæmar afleiðingar af hamfarahlýnun sem spálíkön gera ráð fyrir. Undir lok greinarinnar var svo látið að því liggja að sitkagren- ið sem er ein öflugasta trjátegund- in til timburframleiðslu á Íslandi væri einnig varhugaverð í íslenskri náttúru. Auk starfsmanna hafa tveir fyrrum stjórnendur Landgræðslunnar til langs tíma skrifað greinar bæði í Morgunblaðið og Bændablaðið þar sem sterklega er varað við ræktun stafafuru á Íslandi. Í þessum grein- um er tekið fram að sitkagrenið sé ekki síður varhugavert en stafafuran og barrtré almennt uppnefnd með heitunum „villibarr“ og „villitré“ svo ekki fari framhjá neinum hversu óæskilegar lífverur þessi tré séu. Birki getur líka verið varhugavert í skógrækt þó íslenskt sé? Reyndar er það svo að Landgræðslan beitir sér nú ekki eingöngu á móti Óábyrgar kröfur um afnám skógræktar á Íslandi – Stafafura og sitkagreni eru nytjategundir í skógrækt en ekki framandi ágengar tegundir sem fara sem ‚lok yfir akur‘ Átta ára kynbætt birki í dæmigerðu sunnlensku skóglendi. Ógnar það lífbreytileikanum? Mynd / Þorsteinn Tómasson Þorsteinn Tómasson. Myndbirting rétttrúnaðar á ákvæði 8H í lífbreytileikasamningi. Starfsmaður Vatnajökulsþjóðgarðs með járnkarl að vopni vegur að sjálfsáinni víðiplöntu af erlendum uppruna sem vantar réttan stimpil í vegabréfið. Mynd / Vefur Vatnajökulsþjóðgarðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.