Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202218 LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Niðurstöður rannsóknar á rækt un olíujurta, sem Land­ bún aðar­ háskóli Íslands fram­ kvæmdi í fyrra, sýna fram á talsverða möguleika á ræktun vetrarnepju hér á landi. Hægt er að auka öryggi ræktunar­ og uppskerumagns með ríflegum áburðarskammti að hausti. Sunna Skeggjadóttir, umsjónarmaður rannsóknarverkefnisins, vann matarolíu úr fræjunum sem hún segir hafa hnetukeim. Vetrarafbrigði af olíunepju (Brassica rapa L. var. olifeira DC) hafa hingað til sýnt lélega vetrarlifun í ökrum bænda. Nepja er ræktuð til olíuframleiðslu með möguleika sem matarolía og lífdísil, einnig er hratið verðmætur próteingjafi fyrir skepnur. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að þróa aðferð til að auka öryggi og uppskerumagn við ræktun vetrarnepju. En vetrarnepju er sáð síðsumars, látin yfirvetrast og uppskorin um haustið rúmu ári eftir sáningu. „Uppskera tilraunarinnar í haust gekk vel og það var áberandi hvað þroski plantnanna hafði áhrif á hversu vel gekk. Hingað til hefur verið einblínt á voráburðinn í ræktun en helstu niðurstöður okkar sýna að áburður á sáðári skiptir miklu máli hvað varðar vetrarlifun við íslenskar aðstæður, vaxtarferli, þroska og upp- skeru vetrarnepjunnar. Tilraunareitir sem fengu lægstu áburðarskammta að hausti voru ekki tilbúnir við uppskeru. Eftir því sem áburðarskammtur á sáðári var stærri því fyrr var plantan að þroskast sem þar af leiðandi eykur líkur á fullnægj- andi uppskeru og öryggi í ræktun,“ segir Sunna, en uppskeruniðurstöð- ur sýndu að reitir sem fengu hæstan áburðarskammt að hausti (90kgN/ha) gáfu að meðaltali 2,6 tonn þurrefnis á hektara á meðan þeir reitir sem fengu lægsta áburðarskammt (30kgN/ha) gáfu 1,5 tonn þurrefnis á hektara að meðaltali. Svo virtist sem plöntur sem fengu stóran áburðarskammt á sáðári hafi verið betur búnar undir umhleypingasaman vetur sem einkenndi Hvanneyri 2020-21. Sunna segir einnig að samkvæmt niðurstöðum þeirra er ráðlagður sáðskammtur, skv. erlendum rannsóknum, ekki endilega sá æskilegasti hér á landi. Þannig hafi verið lítill munur á uppskeru þeirra reita sem fengu 4 kg af fræi á hektara og þeirra sem fengu 16 kg/ha. Sunna hefur verið að gera tilraunir með matarolíuvinnslu úr uppskeru tilraunarinnar. „Ég er með olíupressu, set fræin ofan í trekt og olían lekur út einum megin og hratið í hina áttina. Olían er bragðgóð og minnir á hnetuolíu. Það má nota olíuna beint en einnig til steikingar,“ segir Sunna en reiknað hlutfall olíufræsins er um 33% olía á móti 67% hrati. Sunna hefur nú malað hratið sem eftir liggur og er að greina næringuna í því. „Hratið gæti orðið mögulegur próteinríkur orkugjafi fyrir skepnur sem þykir það afar lystugt.“ Nýsköpunarsjóður námsmanna og Orkurannsóknasjóður Lands- virkjunar styrktu verkefnið árið 2021 en Landbúnaðarháskólinn hyggur á áframhaldandi rannsóknir á ræktun olíujurta með styrk frá Matvælasjóði og hefur nú þegar lagt út frekari tilraunir á Hvanneyri og fleiri tilraunir eru fyrirhugaðar á þessu ári. SPARIÐ ÁBURÐ MEÐ bogballe HÁTÆKNI DREIFURUNUM Bogballe er með fullkomnum GPS stjórnbúnaði og viktarsellum sem skila hvað mestri nákvæmi í dreingu áburðar sem þekkist. Auk þess er hann með sjálfvirkni sem tryggir að þú ert ekki að tvíbera á sama ötinn né skilja eftir bletti. Áratuga reynsla við Íslenskar aðstæður og einn endingarbesti dreifarinn á markaðnum.             Vænlegar niðurstöður úr rannsóknum á olíujurtum: Hægt að vinna matarolíu úr íslenskri vetrarnepju – Áburðarskammtur að hausti skiptir meginmáli Mikill sjáanlegur munur er á olíunni eftir áburðarskömmtum eins og sést. Þannig gaf það fræ sem mestan áburðarskammt fékk hreinustu olíuna (t.h.). Myndin sýnir þroska plantna eftir áburðarskömmtum. Afurðir fræsins (í miðjunni) eru olía (t.h.) og hrat (t.v.) en reiknað hlutfall er um 33% olía á móti 67% af hrati. Mynd/ Sunna Skeggjadóttir Sunna Skeggjadóttir á repjuakri. Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Frá uppskeru í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.