Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202244 LÍF&STARF Yfirbyggt reiðgerði sem reist var í hesthúsahverfinu Breiðholti ofan Akureyrar hefur vakið mikla lukku meðal þeirra sem þar halda hross. Hestamannafélagið Léttir kostaði smíði gerðisins, efniskostnaður var um 7 milljónir króna, en gerðið er um 200 fermetrar að stærð. Sjálfboðaliðar í Létti lögðu fram mikla vinnu við smíðina. Öllum félagsmönnum býðst að nýta gerðið endurgjaldslaust og hafa hestamenn óspart nýtt sér þennan möguleika en fyrir tilkomu þess var engin aðstaða innandyra fyrir hestamenn í hverfinu. „Það er mikil og almenn ánægja með reiðgerðið og má segja að andinn í hverfinu hafi lyfst í hæstu hæðir,“ segir Svanur Stefánsson, sem sæti á í stjórn Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. „Fólk var með hross sín í eigin girðingum á klaka og svelli og það er alls ekki boðleg aðstaða til að þjálfa hross. Þetta reiðgerði hefur gert heilmikið fyrir hverfið og óhætt að fullyrða að það er vel nýtt. Nánast alltaf er einhver að nota það frá morgni fram eftir kvöldi og aldursbilið er breitt, hér eru krakkar niður í 9 ára og fólk komið yfir sjötugt.“ Breiðholt er annað af tveimur hesthúsahverfum á Akureyri og það eldra. Þar eru um 100 hesthús og mikill fjöldi hesta. Það er fullbyggt og þegar svo var komið var annað hverfi byggt upp í Lögmannshlíð. Þar eru nú öll ný hesthús byggð og þar er reiðhöllin staðsett og mikið nýtt. Svanur segir að Breiðhyltingar noti reiðhöllina vel, en það kosti smá bras að fara yfir, með hross í kerru eða ríðandi ef þau eru tamin. „Þetta reiðgerði gerir mikið fyrir þá sem eru með hross í tamningu og þjálfun,“ segir hann, en reiðgerðið var tekið í notkun í lok síðastliðins árs. Góður kostur Svanur segir að ýmsar vanga­ veltur um inniaðstöðu á Breiðholtssvæðinu hafi verið meðal hestamanna áður en reiðgerðið var reist. Rætt hefði verið um að byggja reiðskemmu sem vissulega hefði verið góður kostur en dýrari. Segir Svanur að yfirbyggða reiðgerðið hafi orðið fyrir valinu en ekki þarf að greiða af slíku gerði gatnagerðargjöld og fasteignagjöld og því umtalsvert ódýrara í rekstri en skemma. „Menn voru líka að hugsa um að þetta kæmi ekki um of við pyngju hestamannafélagsins,“ segir Svanur og telur að reiðgerðið sé góður kostur. Allir vildu taka þátt Hafist var handa við að reisa gerðið síðsumars og sá félagið um að greiða efniskostnað, en fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í byggingaframkvæmdum. „Það voru allir boðnir og búnir að leggja hönd á plóg, sáu fyrir sér að nýta gerðið þegar það væri komið upp og vildu eiga sinn þátt í verkinu. Þeir sem ekki lögðu til vinnu með hamar og sög mættu með kaffi og kleinur. Stemningin var þannig að allir vildu vera með og taka þátt. Það var svo gaman að sjá hvað mikil gleði fylgdi þessu verkefni, menn voru ánægðir með að hittast og vinna að einhverju uppbyggilegu,“ segir Svanur. „Þetta verkefni þjappaði mönnum saman.“ Nánast alltaf í notkun Seglið var sett yfir skömmu fyrir jól og þá var mikil og góð mæting, enda verkefnið á lokametrum. „Við náðum að klára þetta verk­ efni og opna reiðgerðið skömmu fyrir áramót og það er engu logið þegar ég segi að gerðið er nánast alltaf í notkun. Það er mikill munur yfir harðasta veturinn þegar allt er á kafi í snjó eða svell og klaki yfir að geta komist aðeins inn fyrir á þurrt og gott undirlag. Þetta skiptir okkur sem erum með hross í Breiðholtshverfi miklu máli og hefur jákvæð áhrif á stemninguna,“ segir hann. /MÞÞ Hestamannafélagið Léttir á Akureyri: Yfirbyggt reiðgerði tekið í notkun við almenna ánægju Yfirbyggða reiðgerðið í Breiðholti hefur slegið í gegn, það er nánast í notkun frá morgni fram á kvöld alla daga. Svanur Stefánsson í stjórn Hestamannafélagsins Léttis og Blær frá Sigríðar- stöðum. Að baki þeim sést í reiðgerðið sem slegið hefur í gegn meðal þeirra sem halda hross í hesthúsahverfinu Breiðholti ofan Akureyrar. Myndir / MÞÞ Íbúðarhúsnæði hefur verið byggt af kappi í Húnaþingi vestra undanfarin ár, en þrátt fyrir það er mikil uppsöfnuð þörf þegar kemur að framboði á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. Framboð af lóðum er gott þó svo mörgum lóðum hafi verið úthlutað. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri segir að vegna mikillar eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði nú hafi sveitarstjórn samþykkt tímabundna heimild til að fella niður gatnagerðargjöld á níu lóðum á Hvammstanga og tveimur á Laugabakka. Íbúum í Húnaþingi vestra hafi fjölgað stöðugt síðustu ár og bendi allt til að framhald verði þar á. Næg vinna sé í sveitarfélaginu en tímabundinn húsnæðisskortur geti haft áhrif. Uppsöfnuð húsnæðisþörf Nýverið samþykkti Húnaþing vestra húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið, en hlutverk slíkra áætlana er að draga upp mynd af því hver staða húsnæðismála sé í sveitarfélögum, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um á hvern hátt sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf, bæði til lengri og skemmri tíma. Mikil uppsöfnuð húsnæðisþörf er í Húnaþingi vestra og kemur hún ekki fram í áætluninni, að sögn Ragnheiðar Jónu. Gert er ráð fyrir að uppsöfnuð þörf sé um það bil sex íbúðir umfram áætlunina. Fram kemur í áætluninni að 13 íbúðir eru í byggingu í sveitarfélaginu, þær eru bæði á Hvammstanga og í sveitunum. Áframhaldandi uppbygging er fram undan og stefnt er á að byggja fjórar íbúðir í samvinnu við Bríet á árinu 2022. „Miðað við núverandi þörf mun það ekki nægja til að koma á móts við hana,“ segir hún. Nú í upphafi árs úthlutaði byggðarráð fjórum lóðum undir íbúðarhúsnæði og fyrr í vetur var þremur lóðum úthlutað undir íbúðarhúsnæði svo óhætt er að segja að uppbyggingin haldi áfram á þessu ári. Byggt við grunnskólann Fjölgun fólks í sveitarfélaginu kallar á sterkari innviði að sögn Ragnheiðar Jónu sem nefnir að nú standi yfir framkvæmdir við Grunnskóla Húnaþings vestra þar sem verið er að byggja rúmlega 1200 fermetra viðbyggingu. Hluti byggingarinnar var tekinn í notkun á liðnu hausti, en þar er eldhús, fjölnota salur, frístund, skrifstofur og Tónlistarskóli Húnaþings vestra. Lokið verður við bygginguna á komandi Húsnæðisáætlun fyrir Húnaþing vestra samþykkt: Næg vinna í sveitarfélaginu en vantar fleiri íbúðir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Alls eru 13 íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu og þær eru bæði á Hvammstanga og í sveitunum. Myndir / Aðsendar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.