Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 61

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 61
61Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 „Ritverk um Skriðuhrepp er sann- kallað stórvirki og sýnir mikið þrek höfundar, vandvirkni og þrautseigju. Og fyrir sveitina er þetta ritverk á við stóran gullsjóð,“ segir Jón Hjaltason, útgefandi hjá Völuspá útgáfu, en ritverkið Skriðuhreppur hinn forni, bændur og búalið á 19. öld eftir Bernharð Haraldsson, fyrrverandi skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, er nýlega komið út á vegum útgáfunnar. Um er að ræða tveggja binda verk, samtals um 1000 blaðsíður, prýtt ljósmyndum, teknum úr lofti, af staðháttum þar sem merktir eru inn allir bæir sem um er fjallað. Að baki liggur margra ára vinna og grúsk í öllum mögulegum og ómögulegum heimildum og afraksturinn einstakt verk segir Jón. „Og er þá ekki djúpt í árina tekið.“ Í ritverkinu er fjallað um fólkið í Skriðuhreppi á 19. öld, skyggnst inn í heim, sem okkur er horfinn. Bæjaröðin hefst við Syðri-Bægisá, ysta bæ í Öxnadal og lýkur við Dunhagakot í Hörgárdal. Alls eru bæirnir 64 talsins og eru margir þeirra farnir í eyði á okkar dögum. Sagt frá ábúendum á hverjum bæ Raktir eru ábúendur á hverjum bæ, sagt frá uppruna þeirra, og gerð grein fyrir afkomu og efnahag. Svo eru fjölskylduhagir teknir til frekari skoðunar, afkomendunum fylgt eftir, sagt frá kunnáttu og menntun og vegferð þeirra eftir því sem kostur er. Skyldleika fólks eru gerð nokkur skil. Litið er á mannlegan breyskleika bæði er tekur til lausaleiksbarna og gripdeilda. Vinnufólk fær sína umfjöllun svo og fátæklingarnir, margir þeirra aldnir og veikir, umkomulítil börn, allt er þetta nefnt einu nafni hreppsómagar. Sagt er frá fyrsta póstráni sögunnar og stórtækasta sauðaþjófnaði fyrr og síðar í Eyjafjarðarsýslu, flóknum réttarhöldum og dómum, erfðadeilur koma við sögu, einnig slysfarir og skaðar. Ritið, sem er 1.016 bls. að lengd og í tveim bindum, er byggt á kirkjubókum, hreppsbókum, dómabókum og manntölum auk um 100 rita og greina. Þar eru einnig loftmyndir, þar sem merktir eru inn þeir bæir, sem koma við sögu og einnig eru nokkrar myndir af húsakosti fyrri tíðar. Rúmlega áratugur frá upphafi til enda verksins Bernharð Haraldsson, höfundur verks- ins, segir að þó svo hann hafi verið að í áratug, með góðum hléum á milli, sé mun lengra liðið frá því fyrsta hugmynd hafi kviknað í kolli sér. Sú saga nær allt til haustsins 1973 þegar hann lagði upp í ferðalag frá Akureyri suður yfir heiðar að sækja glænýjan draumabíl fyrir fjölskylduna og ók honum einn norður. Við Héraðsvötn í Skagafirði tók hann mann upp í bíl- inn, sá kvaðst heita Stefán Jónsson og vera á leið í Fremri Kot. Rakti hann garnir úr bílstjóranum um ættir og uppruna en móðurætt Bernharðs er úr gamla Skriðuhreppi, móðurafi hans, Sigursteinn, var bóndi í eina tíð á Vindheimum. Átti að vera lítil bók um íbúa hins forna Skriðuhrepps Bernharð segir að hann hafi í kjöl- farið skoðað kirkjubækur á filmum á Héraðsskjalasafninu og haft gaman af því grúski. Tími fyrir slíkt hafi þó verið helst til naumur á meðan hann sinnti annasömu starfi skólameist- ara í fjölmennum framhaldsskóla. Þegar hann lét af störfum í kring- um síðastliðin aldamót tóku ýmis verkefni við, hann skrifaði Sögu Verkmenntaskólans á Akureyri og Sögu Gagnfræðaskólans á Akureyri ásamt öðrum, auk þess að taka þátt í að búa sögu Eyfirðinga í 6 bindum til prentunar. Á þeim tíma velti hann fyrir sér að taka saman litla bók um íbúa í hinum forna Skriðuhreppi og hófst skipulega handa við að safna heimildum. Verkið óx heldur betur að umfangi, endaði í ríflega þúsund blaðsíðna ritverki. „Það er rúmlega áratugur frá upphafi til enda þessa verks,“ segir Bernharð. „En hléin voru mörg,“ bætir hann við og vitnar í konu eina á Þelamörk sem sagði um tímann að hann væri ekki langur þegar hann væri liðinn. Hann segir ýmsar tilfinningar skjótast upp á yfirborðið við verklok. „Ánægjan yfir loknu verkefni, hún verður ekki af manni tekin. Uggur um að ekki hafi verið nógu vel unnið. Vonandi er hann byggður á misskilningi,“ segir Bernharð og bætir við til að hafa á hreinu: Bókin er bara svona og svona verður hún.“ /MÞÞ BÆKUR& MENNING Skriðuhreppur hinn forni, bændur og búalið á 19. öld: Sannkallað stórvirki sem jafnast á við gullsjóð fyrir sveitina Bernharð Haraldsson, fyrrverandi skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, höfundur ritverksins Skriðuhreppur hinn forni, bændur og búaliða á 19. öld. Myndir / Aðsendar Alls er fjallað um ábúendur á 64 bæjum í gamla Skriðuhreppi, en þeir eru merktir á loftmyndir sem birtar eru í bókinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.