Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 25 CFORCE 520 Fjórgengis, eins cylindra, 495 cc, 35 hestöfl/ 6200rpm. Innspýting, rafmagnstýri, spil, dráttarkrókur. Hátt og lágt drif með læsingu. 12” álfelgur. Tveggja manna, traktorsskráð. CFORCE 625 Fjórgengis, eins cylindra, 580 cc, 40 hestöfl/ 6750rpm. Rafmagnstýri, bein innspýting, spil, dráttarkrókur. Hátt og lágt drif með læsingu. 12” álfelgur, Tveggja manna. Traktorsskráð. CFORCE 1000 Fjórgengis, tveggja cylindra, 963 cc, 80 hestöfl/7000rpm. Rafmagnstýri, bein innspýting, spil, dráttarkrókur. Hátt og lágt drif með læsingu. 14 tommu álfelgur 30 l. bensíntankur, tveggja manna. Traktorsskráð. 1.549.000,- Án Vsk. 1.249.193,- 1.979.000,- Án Vsk. 1.595.697,- CFMOTO FJÓRHJÓL 2.689.000,- Án Vsk. 2.168.548,- Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is Stuðningsgreiðslur við dýralæknaþjónustu á Vestfjörðum Samningar lausir til umsóknar Matvælastofnun auglýsir eftir sjálfstætt starfandi dýralæknum til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu á Vestfjörðum. Markmiðið er að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr á landssvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður og/eða verkefni dýralækna af skornum skammti, sbr. 13. gr. laga nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr. Starfið felur í sér að gegna dýralæknisþjónustu fyrir búfé og gæludýr á Vestfjörðum og að taka að sér tiltekin störf fyrir Matvælastofnun. Gerðir verða tveir samningar, annars vegar þjónustusamningur og hins vegar verkkaupasamningur, hvoru tveggja eru verktakasamningar við Matvælastofnun. Almennri dýralæknaþjónustu tilheyrir einnig að standa vaktir kvöld, nætur og helgidaga, en að tilteknu hámarki. Auglýstur þjónustusamningur er gerður til fimm ára og gildir til og með 1. júní 2027. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar www.mast.is. Nánari upplýsingar um dýralæknaþjónustuna veitir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir sigurborg.dadadottir@mast.is og í síma 530 4800. Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á netfangið starf@mast.is merktar “Dýralæknir – þjónustusvæði 3”. Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2022. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og afrit af prófskírteinum, ef við á, ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, hvernig samstarfi umsækjandi hyggst koma á við aðra dýralækna og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Söngleikir eru vel þekkt tegund leiklistar og vinsæl, en í þeim bland- ast söngur, leikur og dans. Vanalega fer tjáningin á sögu verksins því að mestu í gegnum hreyfingar og tónlistina, en samtöl á milli laga töluð. Þó kemur fyrir að öll sam- töl séu sungin – og á það meðal annars við í söngleiknum fræga í Les Misérables. Hér á eftir verður litið yfir þrjá vinsælustu söngleiki sem sýndir hafa verið á sviði Broadway, sem og þrjá óvinsælustu. Þó er alveg urmull annarra sem mættu komast hér á blað. En gjörið svo vel. West Side Story, upphaflega sett upp árið 1957, er að nokkru leyti byggt á leikriti Shakespeares um Rómeó og Júlíu, en sagan gerist í Bandaríkjunum á sjötta ára­ tugnum. Þar takast á tveir unglingahópar af ólíkum upp runa en innan þeirra blómstrar ástin í leynum. Um ræðir meðlimi g e n g j a n n a tveggja í hverfinu Upper West Side í New York – þar sem koma við sögu ungmenni frá Púertó Ríkó. María verður ástfangin af Tony sem er af bandarískum uppruna. Í söngleiknum eru mörg þekkt lög, svo sem „Maria“, „America“ og „Tonight“. Söngleikurinn Vesalingarnir eða Les Misérables (1985) er byggður á hinni frægu skáldsögu Victors Hugo og á sér stað í París á fyrri hluta 19. aldar. Til sögunnar koma hinir ýmsu karakterar, allt frá dreggjum mannlífsins til hinna er telja sig yfir þá hafnir. Aðalsöguhetjan, Jean Valjean, hefur setið áralangt í fangelsi en þarf nú að hafa fyrir því að hefja nýtt líf úti í samfélaginu en örlög hans flækjast miklum umbrotum í samfélaginu. On My Own er sjálfsagt best þekkta lagið svo og Castle on a Cloud. Pinball Wizard er lag sem nú flestir þekkja enda afar vinsælt og gefið út árið 1969 af hljómsveitinni The Who – en söngvari hljómsveitarinnar, Pete Townshead, samdi lagið. Pinball Wizard er einnig eitt þekktasta lag söngleikjarins eða rokkóperunnar Tommy en hann fjallar um Tommy sem elst upp við allsérstakar aðstæður. Misnotkun á ýmsan hátt kemur við sögu, eiturlyf og annað. Eftir að faðir hans drepur elskhuga móður hans ákveður móðirin að heilaþvo Tommy og fá hann til að trúa því að hann hafi bara alls ekki orðið vitni að þeim ósköpum. Heilaþvotturinn tekst svo vel að að skynfærin hætta að virka og verður hann heyrnarlaus, mállaus og blindur í kjölfarið – en treystir í stað þess á ímyndunarafl sitt og innra sálarlíf. Önnur þekkt lög eru The Acid Queen, Tommy Can You Hear Me, og I’m Free. Ef tekin eru nokkur dæmi þeirra söngleikja sem þykja hvað verstir – þarna eru um umdeildar skoðanir að ræða – virðast eftirfarandi vera efstir á baugi. Carrie. Söngleikur byggður á hrollvekju eftir Stephen King árið 1988. Útfærsla verksins þótti svo léleg að þó um Broadway sýningu væri að ræða var þeim hætt eftir fimm skipti. Söngleikurinn fjallar um menntaskólastúlkuna Carrie White, frá ofstækistrúar og ofbeldisfullu heimili, sem notar nýuppgötvaða fjarskiptagetu sína til að hefna sín á þeim sem kvelja hana. Gerð var önnur tilraun til þess að koma söngleiknum á svið árið 2012 en allt kom fyrir ekki og var hann einnig skotinn í kaf, bæði af almenningi og gagnrýnendum. Höfundum söngleiksins vinsæla Les Misérables þótti einhverra hluta vegna ástæða til að reyna að toppa sig og settu á svið söngleik sem var kallaður Drottning sjóræningjanna eða Pirate Queen. Sú hugmynd þeirra fór ekki betur en svo að gagnrýnendur kaffærðu verkið, bentu á líkindi söngleikjanna tveggja auk þess sem þeim þótti í raun allt benda til þess að væri verið að reyna að endurskapa fyrri velgengni. Var Drottning sjóræningjanna þó á fjölunum í heila tvo mánuði, eða frá apríl til júní árið 2007. Að lokum, samkvæmt vefsíðu nytix.com er sýningin Dance of the Vampires (des. 2002–jan. 2003) sú allra versta er nokkurn tíma hefur verið sett upp. Var sýningin svo skelfilega léleg á allan hátt að aðstandendur síðunnar sáu sér ekki annað fært en að setja upp aðra síðu þar sem sýningin fær marga metra af gagnrýni ein og sér. /SP Söngleikjagleði Söngleikurinn West Side Story var fyrst sýndur árið 1957. Mynd / Wikipedia Alhliða fasteignasala Kynslóða- / eigendaskipti bújarða Stofnun og skráning landspildna og lóða Loftur Erlingsson Löggiltur fasteignasali GSM 896-9565 loftur@fasteignasalan.is Fasteignasalan Bær · Austurvegi 26 · 800 Selfoss Sími: 512 3400 · www.fasteignasalan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.