Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 66

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 66
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202266 UMHVERFISMÁL Ekki er alltaf tekið út með sældinni að sinna störfum lögreglusveitar Los Angelesborgar, en fyrir 3-4 árum póstuðu þeir félagar tölu- verðum fréttum á Tvitter. Aðdragandi þeirra frétta hófst með þeim ósköpum að mikið var um kvartanir til lögreglu vegna aukaverkana sem fólk varð fyrir, við förðun sína og snyrtirútínu, þá til að mynda vegna bólumyndunar og kláða, helst í kringum augu og munn. Ekki hefðu allir leitað til yfirvalda vegna slíkra málefna en tekið var á málinu með mikilli alvöru og sveit rannsóknarlögreglu sett í að finna lausn. Kom á daginn að margir þeir er sendu inn kvartanir höfðu verslað í því sem kallast „Fashion District“ hverfi Los Angeles og brugðu yfirvöld sveitar þeirrar er rannsökuðu málið á það ráð að dulbúast í gervi almennra borgara og keyptu snyrtivörur af búðum og sölubásum sem selja hvað helst falsaðar snyrtivörur. Þessar snyrtivörur fela sig undir ágætis merkjum eins og förðunarlínu Kylie Kardashian, Urban Decay, NARS, MAC, sem og Naked, en sú lína gefur sig alla jafna út fyrir að selja sem lífrænastar vörur. ... Ekki það að vörurnar sem seldar voru undir fölskum formerkjum hafi ekki verið stútfullar af lífrænum efnum en e.t.v. ekki á sama hátt og neytendur myndu ætla. Eftir verslunarferðina var farðinn sendur á rannsóknarstofu lögreglunn- ar og við niðurstöður rannsókna kom í ljós að hann innihélt ótæpilegt magn baktería og saurs úr mannfólki. Lögregla brást skjótt við og greindi frá niðurstöðum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter. „The best price is not always the best deal“ var fyrirsögnin, sem þýða má á þá leið að gæta þyrfti að sér þegar keyptar væru ódýrar snyrtivörur. Lögreglan áminnti fólk um að hafa varann á þegar ætlunin væri að spara sér örfáar krónur því hættan af fölsuðum snyrtivörum gæti vegið meira en bara á fjárhagslegan máta. Margar snyrtivaranna færu alls ekki í gegnum venjulegt ferli heilbrigðiseftirlits og gætu haft skelfileg áhrif á neytendur, stefnt öryggi þeirra í hættu. Auk hás hlutfalls baktería og mannasaurs sem fundust í snyrtivörunum, fannst einnig mikið magn af blýi auk dýraskíts. Telur lögreglan blönduna hafa verið orsakavaldur óþols þeirra neytenda er lögðu fram kvartanir og biðlar til almennings að kynna sér vel þær vörur sem verslaðar eru inn á heimilið og þó þekkt vörumerki séu eitthvað dýrari er vænlegra að líta fram hjá því en að verða fyrir eitrunum. Við rannsóknina voru sex einstaklingar handteknir og lögreglan lagði hald á snyrtivörur að andvirði 700.000 bandarískra dollara! Og reikniði nú! Sama rassía átti sér stað aftur tveimur árum síðar samkvæmt reglubundnu eftirliti og þá var lagt hald á snyrtivörur að andvirði yfir 300.00 dollara og aftur lenti förðunarlína Kylie Kardashian illa í því. Kylie sjálf er afar vinsæll áhrifavaldur og vörur hennar vinsælar. Engir sölumenn voru handteknir í þetta skiptið en fengu viðvörun – og ekki var um að ræða þá sömu og voru áður settir á bak við lás og slá. Nú stendur yfir hið tví-árlega eftirlit, en endanlegar tölur ekki komnar í hús og þá spurning hvort fólk hafi gætt betur að gæðum varnings er berast þeim frá „heildsölum“, hvort færri versli þessar ódýru vörur eða hvort fólk sem kaupir snyrtivarning af sölubásum skammist sín fyrir – og velji að deila ekki þeim upplýsingum, jafnvel þó það klæji. /SP Tilkynning á Twitter: Lögregla varar við ódýrum snyrtivörum Fölsuð vara eða ekki? Lítum á merki MAC og Kylie. MAC varalitur - Silfurlitur límmiði á botninum sem ber nefnið Angel er gráleitari og mattari á vöru sem er fölsuð. Einnig á nafni varalitarins sem grafið er í hulstrið, er C-ið í MAC örlítið uppsveigt í fölsuðu vörunni og svo ættu þeir sem kunnugir eru varalitnum að þekkja sæta lykt hans á meðan hana er ekki að finna á þeim falsaða. Kylie varablýantur / gloss - Á falsaðri vöru er leturgerðin örlítið grennri, litur boxins á falsaða boxinu appelsínurauðari í stað þess að hafa bláan undirtón, en það sem mest er um vert vantar copyright merkið á boxið! Á vörunni sjálfri, í þessu tilviki varablýantur og gloss, má sjá að falski varablýanturinn er mun styttri en hinn. Stimpill fölsku vörunnar er silfurlitaður en á hinni réttu er hann grafinn í blýantinn. Glossið hins vegar hið falska er einnig styttra og meðal annars hefur hönnunin á dropum umbúðanna eitthvað farið forgörðum. Fremsti hluti glossins, sem borinn er á varirnar, hefur þynnri bursta á þeim falska og er áferðin allt önnur en á þeim rétta. Sæt lykt og rennilegra gloss tilheyrir þeim sem er ófalsaður. Í áðursögðum fréttum hér á síðum Bændablaðsins var farið aðeins yfir stöðu tískurisanna, Chanel, Dior og annarra varðandi sjálfbærni, sóun og stöðu er kemur að umhverfisvernd. Gleðilegt er að segja frá því að nú gyrti franska stórveldið Chanel sig í brók er kom að húð-og förðunarvörum og hóf árið með lífræna línu sem byggir á vistvænum og heildrænum stöðlum. Umbúðir varanna eru að sama skapi undir þeim formerkjum, en nýlega sendu höfuðstöðvar tískunnar frá sér tilkynningu þar sem kom fram að þetta skref væri umhverfisvænt átak, liður fyrirtækisins í að vinna með lífrænar afurðir. Um ræðir hágæða vörur, gerðar úr sem náttúrulegustum hráefnum auk þess sem kynntar voru á markaðinn umhverfisvænni umbúðir. Meðal þess sem má finna í þessari nýju vörulínu er serum, húðkrem, nokkur andlits- og augnkrem, ilmúði, hreinsiefni og ýmislegt annað. N°1 de Chanel N°1 de Chanel, eins og línan kallast, státar af því að í þeim eru allt að 97% innihaldsefna af náttúrulegum uppruna (samkvæmt ISO 16128 staðlinum, sem skilgreinir hvernig á að ákvarða tölulegt magn náttúrulegs og lífræns uppruna og gerir það auðvelt að bera saman einstök hráefni og fullunnar vörur). Ákveðið var að aðalsmerki N°1 de Chanel yrði blómið Rauða kamellían (Camellia japonica) en það var eftirlætisblóm Gabrielle Chanel. Rauða kamellían hefur þann kost að vera rík af andoxunarefnum og dregur úr öldrunareinkennum húðarinnar auk þess að örva náttúrulega endurnýjun hennar. Sem dæmi, í húðkreminu Revitalizing Cream má finna allt að 76% efnis unnu úr Rauðu kamellíunni, meðal annars úr krónublöðunum og fræjunum, en reynt er að nýta plöntuna til hins ýtrasta svo sem minnst fari til spillis. Léttar og umhverfisvænar umbúðir Mikið hefur verið lagt í umbúðirnar – ekki síður en innihald þeirra. Notkun plasts var takmörkuð, sérstaklega einnota. Sellófan utan um pakkningar hefur verið fjarlægt, auk upplýsinga á pappír skipt út fyrir QR kóða. Aðeins lífrænt blek notað til að skreyta glerflöskurnar og nöfn snyrtivaranna frekar grafin í umbúðir heldur en prentuð á með bleki. Að auki eru öll lok á krukkum eða túbum gerð úr endurunnu eða lífrænu efni. Glerkrukkur eru áberandi, allt að 80% umbúða í stað plasts áður, þyngd þeirra hefur minnkað um 30% að meðaltali með straumlínulagaðri hönnun auk þess sem hugmyndin er að áfyllingar séu í boði. Ef tekið er dæmi – með því að endurfylla Revitalizing Cream krukkuna tvisvar, getur losun gróðurhúsalofttegunda þess minnk að um helming. Að lokum Að auki innihalda lok á krukkum kremsins Revitalizing Cream meðal annars hismi fræja Rauðu kamellíunnar. Þessi nýjung er afrakstur samstarfs Chanel og finnska sprotafyrirtækisins Sulapac en lokin eru samsett úr 90% lífrænum efnum sem koma frá endurnýjanlegum auðlindum, þar á meðal hismi kamellíufræjanna. Áhugavert er annars að við framleiðslu lokanna var hvert smáatriði í ferlinu íhugað vandlega. Allt frá viðnámi efnisins gegn hitabreytingum, hljóðið sem heyrist er krukkunni er lokað, hvernig krukkan fer í hendi ... en svo var kórónan sett á toppinn er hið táknræna tvöfalda C var grafið á lokið með mattri satínáferð. N°1 de Chanel er nú fáanlegt í rafrænni verslun Chanel (www. chanel.com) og verður væntanlega komið í hendur íslenskra neytenda áður en langt um líður. /SP Vistvæn framleiðsla úr blómum Rauðu kamellíunnar: Ný lína lífrænna húð- og förðunarvara Breska fyrirtækið vinsæla, Lush Cosmetics, tók nýverið þá róttæku ákvörðun að hætta á nokkrum helstu samfélagsmiðlunum – Facebook, Instagram, TikTok og Snapchat – til þess að vekja athygli á þeim skaða er þessir vettvangar hafa á geðheilsu fólks. Þetta er þó í annað sinn sem fyrirtækið tekur til þessa bragðs og spurning hvort fylgjendur taki hugmyndina alvarlega. Vörur Lush Cosmetics og innihaldsefni, líkt og lífrænar baðbombur, sjampó og sápur, eru ekki prófuð á dýrum, né má finna í þeim nokkuð sem ekki hentar grænmetisætum – og eru því vandlega merktar stimpli PETA. Vörumerkið er einnig virkur stuðnings- og baráttu- aðili félags um umhverfismál, styður meðal annars Black Lives Matter, berst gegn eyðingu skóga og stuðlar að sjálfbærni. Lush, sem er með meira en 900 verslanir um allan heim, þar af 240 í Bandaríkjunum og Kanada, tilkynnti að það myndi halda sig utan samfé- lagsmiðlanna þar til tekið yrði á því umhverfi og það gert öruggara fyrir fylgjendur sína. Ákvörðunin tekur þó ekki yfir alla miðla en í stað fyrrgreindra samfélagsmiðla ætlar fyrirtækið að auka viðveru sína á Youtube, nota Twitter til þess að þjónusta viðskipta- vini, senda fréttabréf í tölvupósti þegar kemur að herferðum og nýta Pinterest til auglýsinga. Til viðbótar, þá hefur sú hugmynd komið upp að senda út bæk- linga og vera virkari með kynningar í samfélaginu sjálfu – ekki yfir netið. Einn yfirmanna Lush, Jack Constantine, benti á að hlutverk hans í fyrirtækinu fæli meðal annars í sér að hanna vörur sem hjálpuðu fólki að slaka á og huga að vellíðan sinni. Forrit samfélagsmiðla væru andstæð- ur þess markmiðs en þau eru hönnuð með það fyrir augum að fólk fletti í sífellu og finni því ekki þá andlegu afslöppun er hugmyndafræði Lush sæi fyrir sér. Lush er ekki fyrsta stóra vöru- merkið til að endurskoða stefnu sína á samfélagsmiðlum. Samkvæmt vef- síðu www.vouge.com hætti Bottega Veneta óvænt á samfélagsmiðlum í apríl sl. og gefur þess í stað út staf- rænt tímarit ársfjórðungslega sem heitir Issue. Balenciaga hreinsar nú reglulega allt út af Instagram aðgangi sínum í stað þess að halda öllu inni og Nicolas Ghesquière fylgdi í kjölfarið á vor/sumarsýningu Louis Vuitton 2022. Einungis má sjá tvö mynd- bönd frá sýningunni á Instagram aðgangi hans. Svo virðist sem almenningur sé líka að verða meðvitaðri um galla þess að vera stöðugt að fylgjast með veröldinni yfir samfélagsmiðla. Áhrifavaldar svokallaðir virðast einnig fylgja straumnum en æ fleiri setja nú efni á miðla sína sem er vistað þannig að það hverfur eftir stuttan tíma. Að auki er fólk nú oftar að kaupa vörumerki sem setja gildi sín í forgang í stað þess að eltast á allan mögulegan hátt við tilvonandi viðskiptavini með það fyrir augum að græða sem mest. /SP Lush Cosmetics standa fyrir hugarró og huggulegheit: Hættir á samfélagsmiðlum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.