Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202250 Tabasco er líklega þekktasta eldpiparsósa hér á landi og flaska af sósunni til á mörgum heimilum. Lengi vel var einungis ein gerð af Tabasco-sósu í en í dag eru nokkrar bragðtegundir í boði. Tabasco er hluti af kosti geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni. Uppruna sósunnar er að finna á Avery-eyju sem er sunnarlega í Louisiana-ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Sagt er að fyrsti maðurinn til að búa til Tabasco-sósu hafi verið Edmund McIlhenny sem fæddist snemma á nítjándu öld. Avary-eyja eru í raun ekki eyja og frekar stór saltsteinsklettur sem er tæpir fimmtíu kílómetrar á lengd og fjörutíu á breidd og er hæsti puntur hans 46 metra yfir sjávarmáli. Löngu fyrir komu Evrópumanna til Vesturheims unnu indíánar salt á svæðinu með því að sjóða það úr vatni og höndluðu með í vöruviðskiptum. „The spice must flow“ Avary varð illa úti árið 2005 þegar fellibylurinn Rita gekk yfir Louisiana og stöðvaðist framleiðsla sósunnar um tíma. Í kjölfarið hefur verið reistur rúmlega fimm metra hár skjólveggur í kringum verksmiðjuna og sett upp öflug varaaflsstöð fyrir rafmagn, eða eins og sagt er í vinsælli vísindaskáldsögu, „the spice must flow“. Fræ frá Tabasco-héraði Tabasco er líka heitið á héraði í Mexíkó og Mið-Ameríku sem einu sinni var sjálfstætt gróðursælt ríki við sunnanverðan Mexíkóflóa en er í dag klofið af landamærum Mexíkó og Gvatemala. Ríkið var á sínum tíma vagga mesoamerískra-menn- ingar sem var ríkjandi í Mið- Ameríku frá því fyrir Krist og allt þar til Kólumbus og kónar hann römbuðu á Nýja heiminn. Sagan segir að plantekrueigandi, Maunsel White, hafi gefið McIlhenny nokkur eldpiparaldin, sem í dag kallast Capsicum frutescens var. tabasco, sem voru upprunnin frá Tabasco-héraðinu í Mexíkó. Eftir að hafa sáð fræjum aldinsins og fengið góða uppskeru er sagt að McIlhenny hafi búið til sterka chilisósu sem er forveri Tabasco- sósunnar. McIlhenny, sem var snjall kaupsýslumaður, sá sér leik á borði og fékk einkaleyfi á sósunni og fór að setja hana á litlar flöskur og selja árið 1868 og ekki leið á löngu þar til sósan varð vinsæl í suðurríkjum Bandaríkjanna í Mexíkó. Sannleiksgildi sögunnar hér að framan hefur verið dregið í efa og því haldið fram að White plant- ekrueigandi hafi byrjað að búa til Tabasco-sósu tveimur áratugum á undan McIlhenny. White var þekktur fyrir að halda glæsileg matarboð og bjóða meðal annars upp á sterkar eldpiparsósur og sannað þykir að McIlhenny hafi stolið uppskriftinni að Tabasco-sósunni eftir að White lést árið 1863. Eftir að Edmund lést á síðasta áratug nítjándu aldar tóku synir hans við rekstri fyrirtækisins. Þeir biðu ekki boðanna og hófust strax handa við að nútímavæða framleiðsluna á þess tíma mælikvarða og kynna hana fyrir stærri neytendahópi. Í dag er hægt að fá nokkrar ólíkar bragðtegundir af Tabasco-sósum og sósan er fáanleg í flestum löndum heims. Capsicum frutescens var. Tabasco Tabasco eldpipar er af ættkvíslinni Capsicum og tilheyrir náttskuggaætt og því ættingi eggaldins, tóbaks, tómata og kartaflna. Milli 20 og 35 tegundir teljast til ættkvíslarinnar Capsicum og eru fimm þeirra, C. annuum, C. baccatum, C. chinense, C. frutescens og C. pubescens, algengastar í ræktun. Allar tegundir innan ættkvíslarinnar fr jóvgast auðveldlega sín á milli og skil milli þeirra því oft óljós. Tabasco-aldin eru náskylt papriku og öðrum chili- aldinum. Yrkið Capsicum frutescens var. Tabasco er runnavaxið og vöxtur þess yfirleitt þéttur með klippingu í ræktun. Blöðin stakstæð, fagurgræn, ílöng og heilrennd. Blómin bjöllulaga, lítil og hvít, vind- og skordýra- og sjálffrjóvgandi. Aldin um fjórir sentímetrar að lengd, grængul í fyrstu en verða hárauð við þroska. Styrkleiki aldinsins er á milli 30 og 50 þúsund stig á SHU á Scoville-skala. Árið 1960 varð yrkið illa fyrir barðinu á tóbak-mósaík-vírus sem dró veruleg úr ræktun þess. Tíu árum síðar, 1970, hófst ræktun á afbrigði sem kallast 'Greenleaf tabasco' sem er ónæmt fyrir sýkingu af völdum TMV. Flöskur fyrir Kölnarvatn Fyrstu flöskurnar sem McIlhenny notaði undir Tabasco-sósu voru sams konar glerflöskur og notaðar voru undir Kölnarvatn, steinkvatn, vellyktandi eða það sem kallast ilmvatn í dag. Umbúðirnar í dag eru svipaðar og þær voru í upphafi en með aðeins meiri „flöskuherðum“. Í hefðbundinni flösku eru 57 millilítrar, eða 720 dropar af sósu en þær eru einnig fáanlegar í stærri umbúðum. Framleiðsla Þrátt fyrir að einkaleyfi væri fyrir framleiðslu á Tabasco-sósu var innihaldsefnum hennar lengi haldið leyndum og eldpiparaldinin í framleiðsluna eingöngu ræktuð á Avery-eyju. Í dag eru eingöngu ræktaðar fræplöntur á eyjunni og fræin send til Mið- og Suður- Ameríku þar sem mest af Tabasco- aldinum eru ræktuð í dag. Samkvæmt hefð eru aldinin borin saman við rauðmálað prik sem sýnir réttan lit við þroska áður en þau eru tínd af plöntunum með höndum. Því næst eru aldinin pressuð og maukið sett í gamlar vískí-tunnur úr hvítri eik, Quercus alba, ásamt salti. Maukið er látið eldast í tunnunum í allt að þrjú ár og eftir það er aldinhúðin og fræin fjarlægð úr því og eftir verður aldinsafi sem blandaður er með eimuðu ediki. Hrært er í blöndunni annað slagið í nokkra mánuði, eða þar til henni Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Vegna langs geymslutíma er Tabasco í boði á matseðli Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Mynd / Nasa. Úrval ólíkra bragðtegunda af Tabasco-sósum. Saga sósu Elsta flaska undan Tabasco sem vitað er um. Tabasco-matreiðslubókin Charlie Ration Cookbook.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.