Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202222 UTAN ÚR HEIMI Áætlað hefur verið að byggja múr til að girða af landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands, hamla fólki þannig inn- eða útgöngu og hefur, samkvæmt upplýsingum National Geographic, sú vinnsla hafist. Mun hann fara í gegnum einn elsta og frumstæðasta skóg Evrópu, Białowieża skóg sem liggur syðst í Póllandi og teygir sig inn fyrir landamæri Hvíta-Rússlands. Dýralíf þar er afar blómlegt og telur allt frá 300 dýra vísindahjörð, villihesta og úlfa auk fjölda annarra spendýrategunda og vel yfir 100 fuglategunda. Frá árinu 1921 hefur meginkjarni skógarins verið friðaður mannvirkjum og innan pólsku landamæranna eru tæpir 5000 hektarar hans friðaðir auk þess sem um 1.400 ferkílómetrar hans eru nú á heimsminjaskrá UNESCO. (Tilgangur heimsminjaskrár er að varðveita staði sem teljast sérstaklega merkilegir frá menningarlegu og/ eða náttúrufræðilegu sjónarmiði og því taldir hluti af menningararfi mannkyns.) Bygging múrs hamlar heilbrigði bæði náttúru og dýralífs Mannréttinda- og náttúruverndarsamtök á staðnum eru alfarið á móti vinnslu múrsins en áætluð stærð hans eru 5,5 m að hæð og nær 186 km leið, meðfram eystri landamærum Póllands. Þó eru, að sögn landamæragæslunnar, lög í gildi sem bygging þessi mun brjóta í bága við – líkt og er plægt verður í gegnum viðkvæm vistkerfi staðarins, þá sérstaklega skóglendi Białowieża, sem mun hafa víðtæk áhrif. Einnig ganga margar dýrategundir óhindrað á milli Póllands og Hvíta- Rússlands og myndi hindrun þess hamla stofnum þeirra að halda sér erfðafræðilega heilbrigðum. Má þar nefna úlfa, gaupur, dádýr, vaxandi stofn skógarbjarna auk annarra, þó sú hugmynd að byggja múr hafi upphaf- lega einungis verið til að halda streymi flóttafólks í skefjum. Ásókn flóttafólks frá Hvíta-Rússlandi En það er eins með þessa hindrun og aðrar sem eru að rísa víðs vegar um heiminn, þó þær haldi dýrunum úti finnur mannfólkið alltaf leiðir til þess að komast í gegn. Áætlun um byggingu múrs á milli landamæranna hófst í kjölfar neyðar- ástands er ríkti við ásókn flóttafólks frá Hvíta-Rússlandi árið 2021. Var ástandið þannig skv. fréttasíðu BBC um miðjan nóvember í fyrra – að pólskar hersveitir beittu á hvern þann er reyndi að komast inn í landið frá Hvíta-Rússlandi, bæði táragasi og vatnsaustri úr háþrýstidælum. Deilurnar og ástandið við landa- mærin hófst sumarið 2021 þegar þúsundir manna flykktust til Hvíta- Rússlands, með það loforð hvítrúss- neskra stjórnvalda um aðstoð við að komast til annarra staða innan Evrópu. En – við komuna til Hvíta- Rússlands var mörgum ekki veittur aðgangur vegna ákvæða á löglega vísu og þúsundir reyndu því að komast yfir til Póllands, Lettlands og Litháen. Pólsk yfirvöld stöðvuðu oftar en ekki innflytjendurna og neyddi það aftur til Hvíta-Rússlands með þeim afleiðingum að minnsta kosti tugur farandfólks lést sökum ofkælingar, vannæringar eða annarra orsaka. Aðild núverandi forseta Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefur nú viðurkennt aðild sína að atganginum og segir „mögulegt“ að hermenn ríkis- ins hafi aðstoðað flóttamenn við að fara yfir landa- mæri Póllands – þó ekki til að skapa ófrið. Lukashenko hefur verið ásakaður um að ógna stöð- ugleika ESB með því að beina flóttamönnum Hvíta-Rússlands yfir til landanna Póllands, Lettlands og Litháen, en að eigin sögn telur hann það fráleita hugmynd og gefur þeirri hugmynd engan hljómgrunn. Hins vegar skal taka það fram að átök milli Hvíta-Rússlands og ESB blossuðu upp þegar Alexander Lukashenko hélt fram sigri í forseta- kosningunum í ágúst 2020 ... þrátt fyrir skjalfestar fullyrðingar um að kosningaúrslitin hefðu verið fölsuð. Mikil mótmæli urðu vegna kosn- inganna og er því Hvíta-Rússland nú talið hafa kynt undir landamæraófrið sem einhvers konar refsingu fyrir mótmælin. Möguleg afturköllun skóglendis Białowieża af heimsminjaskrá Allavega, þá taka afleiðingar þessa ófriðar allverulegan toll á náttúrunni í kring. Pólska ríkisstjórnin hefur þegar reist tveggja metra háa, flug- beitta girðingu meðfram landamær- unum í gegnum Białowieża skóginn og stóran hluta landamærasvæðanna í kring. Fregnir herma að í girðingunni hafi þegar fest og dáið dýr, þar á meðal vísundar og elgir. Bygging múrsins hins vegar hófst við norðurbrún landamæra Póllands og Hvíta-Rússlands, sem liggur að Litháen, og teygir sig suður að Bug- ánni, en á bökkum hennar stendur girðingin enn sem komið er. Ekki virðist sem stjórnvöld líti til þess að Białowieża skógurinn, eins og áður sagði, er á heimsminjaskrá en samkvæmt skyldum þess titils og lögfræðilegu áliti sérfræðinga umhverfisréttar, skuli bæði land og dýrategundir verndað og skógurinn í heild ekki skaðaður – jafnvel sá hluti sem liggur yfir til Hvíta-Rússlands. Ef ekki er farið að lögum er mögulegt að bygging múrsins geti leitt til þess að UNESCO afturkallaði stöðu skógarins á heimsminjaskrá, sem væri mikið áfall fyrir landið og svæðið – en aðeins einu sinni í sögunni hefur náttúruminjasvæði verið fjarlægt af lista UNESCO. Eitt verndarsvæða heimsins Þess þá heldur hefur pólski hluti Białowieża skógarins einnig verið útnefndur verndarsvæði Natura 2000 samkvæmt vistgerðatilskip- un Evrópu sambandsins, eins og ógrynni annarra skóga er standa á landamærum. (Natura 2000 eru þau verndar- svæði sem ná yfir hvað verðmætustu tegundir og búsvæði Evrópu – í sem mestri hættu – og hefur þannig stærsta yfirlit verndar- svæða í heiminum sem nær yfir öll 28 ESB löndin, bæði á landi og á sjó.) Bygging múrsins sem hefur haf- ist skýtur einnig skökku við skuld- bindingar Póllands samkvæmt ESB- lögum í þessu sambandi, en undir þeim hatti ætti að finna aðra lausn. Lög ESB sem bæði eru bindandi og lúta háum sektum, kveða á um að framkvæmdir sem geta hugsanlega talist skaðlegar megi einungis heim- ila ef sýnt er að hafi ekki í för með sér augljóst umhverfistjón – sem á ber- sýnilega ekki við í þessu tilviki, en jafnvel með uppsetningu girðingar- innar hafa pólsk stjórnvöld nú þegar brotið í bága við lög er kemur að vernduðu skóga- og dýralífi eins og um ræðir. Endalaus ófriður? Ekki er ljóst hver niðurstaða þessara múrbygginga verður en árátta stjórn- valda á heimsvísu til þess að reisa veggi milli ófriðarsvæða og skapa þannig í raun fordæmalausa skipt- ingu búsvæða sýnir að alþjóðlegt samstarf er ekki upp á sitt besta. Í stað þess að leysa að fullu þau vandamál sem koma upp er tekið til þess bragðs að reisa múr á milli. Sem bæði leysir engin vandamál og hefur oft stór og óafturkræf áhrif á umhverfið. Hvað varðar samskipti Póllands svo við ESB hefur áður kastast í kekki á milli þeirra. Á árunum 2016-2018 stóð pólska ríkisstjórnin fyrir skógarhöggi trjáa í Białowieża- skóginum er sýkt voru vegna ágangs barkarbjöllu. Í kjölfar úrskurðaði dómstóll ESB skógarhöggið ólög- legt á grundvelli friðunar og var því þá hætt. Engu að síður tók pólska rík- isstjórnin þá ákvörðun nú í ár að hefja skógarhöggið á ný og eru skógarhöggsmenn enn við þann starfa í útjaðri Białowieża. /SP Landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands: Umhverfisslys í vinnslu BYKO býður nú ýmsar stærðir steinbita fyrir nautgripi á lager Hvort sem verið er að endurnýja eldri fjós eða byggja nýtt bjóðum við steinbita sem henta fyrir öll verkefni. Steinbitarnir eru framleiddir í vottuðum verksmiðjum og uppfylla allar kröfur um evrópustaðla. Steinbitana er mögulegt að fá fyrir allt að 6 tonna öxulþunga. Við bjóðum einnig sérsniðin velferðagólf fyrir steinbita. GÓLF Í GRIPAHÚS NAUTGRIPIR, SVÍN OG SAUÐFÉ Til á lager bondi@byko.is Barkarbjalla, hinn fimm millimetra ógn- valdur skóglendis. Vísundur á rölti um Białowieża-skóginn. Mynd / Unsplash Hermenn girða landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands af með allsherjar víravirki sem dýr eru gjörn á að festast í ... Mynd / Alamy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.