Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202228 LÍF&STARF Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður er stúlkuleg í fasi, rétt rúmlega níræð og starfar enn á verkstæði sínu, Gullkistunni við Frakkastíg. Sérgrein Dóru er þjóðbúningasilfur en um árabil sá hún um að klæða fjallkonurnar í Reykjavík 17. júní. Að auki má geta þess að árið 2011 var hún sæmd heiðurs merki hinn ar ís lensku fálka orðu af þáverandi for­ seta Íslands, Ólafi Ragn ari Gríms­ syni, fyrir fram lag sitt til þjóðlegr ar gull­ og silf ur smíði. Sama ár hlaut hún þakkarviður­ kenningu FKA – Félags kvenna í atvinnurekstri „fyrir að hafa smíðað mörg af dýrustu djásnum íslenskra kvenna og örlæti hennar við að miðla öðrum af þekkingu sinni“, auk þess sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík veitti henni nafnbótina „Iðnaðarmaður ársins 2011“ á verðlaunahátíð sinni 5. febrúar. Viðurkenninguna fékk hún fyrir „ómetanlegt starf í þágu gullsmíða- greinarinnar“. Listafólk í ættir aftur Verkstæði Gullkistunnar hefur verið starfrækt frá árinu 1874. Þá var það verkstæði Erlendar Magnússonar gullsmiðs til 1909. Við af honum tók Magnús Erlendsson gullsmiður, sonur hans, er lærði hjá honum og rak fyrirtækið til 1930. Jón Dalmannsson gullsmiður, faðir Dóru, keypti þá verkstæðið, sem staðsett var í Þingholtsstræti 5. Móðir hans, amma Dóru, var Steinunn Stefánsdóttir, dóttir Stefáns gullsmiðs Jónssonar frá Höll í Þverárhlíð. Gullsmiðir og hagleiksfólk í ættir aftur. Verkstæðið flutti hann seinna að Vitastíg 20 og seinna, árið 1938, að Grettisgötu 6. Árið 1946 var timburhúsið að Grettisgötu 6 flutt inn í Kleppsholt og nýtt hús byggt, en á meðan á því stóð var verk­ stæðið starfrækt á Grettisgötu 2, eða til ársins 1949. Eftir nokkurt rót fluttist það svo í hús Fatabúðarinnar árið 1952 í samfloti með Sigurði Tómassyni úrsmið undir nafninu skrautgripaverslun Jóns Dalmannssonar. Jón rak fyrirtækið til dauðadags 1970, en þá tók dóttir hans, Dóra Guðbjört Jónsdóttir, við rekstrinum. Dóra hafði, eftir almennt nám hér­ lendis, lagt land undir fót til Svíþjóðar og sótti þar tvítug að aldri nám í gullsmíði við Kunstfackskólann í Stokkhólmi eftir ársdvöl í lýðhá­ skólanum Tärna þarlendis. Samhliða gullsmíðanáminu nam hún leturgröft á verkstæði í Stokkhólmi, var í lýðháskóla í Lunden í Norður­Þýskalandi 1953­ 54 og stundaði framhaldsnám í gullsmíði við Vereinigte Gold und Werkschule í Pforzheim í Þýskalandi 1954. Dóra starfaði að því loknu samhliða föður sínum á verkstæði hans, en tók að lokum, eins og áður sagði, við rekstrinum árið 1970. Nokkrum árum síðar, árið 1976, fékk verkstæðið nafnið Gullkistan, þá með aðsetur að Frakkastíg 10 þar sem það er enn þann dag í dag. Smiðjur bænda Fyrirtækið hefur alltaf boðið upp á fjölbreytt úrval af þjóðbúninga­ silfri og unnið er meðal annars eftir gömlum munstrum, sem Erlendur Magnússon hafði safnað og mótin, sem gerð voru fyrir sandsteypu, fylgdu verkstæðinu. Enn er farið eftir þessum gömlu munstrum, en gömlu mótin eru nú komin í varð­ veislu í Árbæjarsafni. „Já, við vorum lengi með sand­ steypu sem var notuð mikið hér á landi. Flestir gullsmiðir voru nú bara bændur. Lærðu gullsmíði, helst þeir þar sem smiðjur voru á heimilum og þeir gátu verið að steypa. Handlagnir lærðu svo víravirki líka og gátu þá farið að smíða búningasilfur, jöfn­ um höndum víravirkið og steypt, það voru bara til svo mörg mismunandi munstur í þessu steypta auk þess sem það var ódýrara. Svo var tíminn nú ekki reiknaður í gamla daga. Ég man þegar ég var að læra, þá byrjuðu menn klukkan átta á morgnana og unnu til sex og fram eftir ef þurfti. Þá sátu menn bara til miðnættis án þess að líta á klukkuna og ætla sér tímakaup. Hver hlutur var bara kláraður, annað en tíðkast í dag. Þetta er alveg gjörbreytt. En steypan var nokkuð erfið og ekki allra að ná tökum á. Steypa þurfti hluti, ekki í heilu lagi heldur nokkrum hlutum og sumir náðu aldrei almennilegu lagi á því. Sérstök mót voru, er kölluð voru flöskur, og sandurinn settur þar í. Þau mót eða form voru í tvennu lagi, efri hlutinn með götum og settur á hvolf niður á plötu sem var undir en þar var stráð sérstöku efni, svipuðu hveiti að áferð svo ekki festist sandurinn við. Svo var sandurinn hnoðaður, mátti hvorki vera of rakur né of þurr, án þess að menn væru með sérstök tæki til mælingar. Þetta var sett í formin þá hnoðað, bætt ofan á og sléttað, þá var þetta sett á plötu og svo snúið við. Eins var gert með formið sem kom á móti – en næst var flaskan reist upp og skrúfuð saman. Grafa þurfti frá­ rennsli frá hverjum hlut svo loftið færi út. Þannig steyptum við þetta. Misjafnt var hversu margir hlutir voru í hverju móti eða flösku og svo var þetta auðvitað mjög heitt þegar úr eldinum kom, þannig þá þurfti að bíða eftir að þetta kólnaði og hægt væri að ná því í sundur. Tangir voru iðulega notaðar og hlutirnir settir í vatn til kælingar, næst sagaðir að utan og sorfnir – þannig þetta var gríðarlega mikil vinna. Svo var þetta pólerað, myllur, nælur, hálsmen eða hvað það nú var. Þetta var nú svona úti á landi.“ Sandsteypumaður með meiru „Þegar gullsmiðirnir í Reykjavík ætluðu svo að taka til höndum og gera slíkt hið sama gekk það auð­ vitað sæmilega, þeir gerðu þetta ekki jafn oft og bændurnir og náðu því síður almennilegum tökum á öllu ferlinu. En á þessum tíma sem pabbi keypti verkstæðið, þá var svo mikið atvinnuleysi að litli bróðir minn, þá unglingur sem kunni í raun bara sveitavinnu, var fenginn til að reyna sig við gullsmíðina enda afskaplega laginn. Pabbi fór semsagt að láta hann hjálpa sér, meðal annars prófa steypuna, og hann náði afskaplega góðum tökum á henni. En þá fóru aðrir gullsmiðir í bænum til hans og báðu hann að steypa fyrir þá líka! Þannig á tímabili var þetta nánast eins og steypustöð, gullsmíðaverk­ stæðið hans pabba. Og varð svolítið þekkt fyrir að vera steypustöðin síðan þá og bróðir minn fékk titilinn sandsteypumaður, sjálfsagt sá eini hérlendis sem fékk iðnréttindi út á þann stimpil! Annars þurftu gullsmiðir að taka sveinspróf og hann kunni náttúrlega töluvert í gullsmíði, þegar hann var ekki við steypu þá vann hann við smíðina.“ Munstur fyrri alda enn í móð „Munstrin sem við notuðum þá og notum enn, eru mörg hundruð ára gömul – frá miðöldum, krossfara­ tíma, tímanum þegar englar, ljón og þess háttar verur – María mey – voru dýrkaðar og dáðar. Í glugganum hjá mér núna (í búð Gullkistunnar á Frakkastíg) má sjá armband sem heitir Boðun Maríu, en á því er sérstök mynd þess efnis. Svo var nú annað afskaplega vinsælt sem ég man eftir síðan á stríðsárun­ um, þá var endalaust verið að smíða armbandið Guðspjallamennirnir. Það voru þeir Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes sem voru voðalega móðins þarna og guðspjöllin heita eftir. Armband guðspjallamannanna hafði svo myndir af erni, konungi fuglanna, ljóni, konungi dýranna, naut sem var skilgreint sem konungur tömdu dýranna og svo engill sem var yfir mannfólk. Það eru alltaf sögur sem fylgja þessum munstrum öllum. Ég man eftir öðru, ákaflega vin­ sælu sem fólk spyr enn þá um, gam­ alt munstur sem heitir Selstúlkan og kom frá Noregi upphaflega. Það er þá af stúlku sem stendur við tré, hefur með sér hund og er að gæta geita. Einnig sést í selkofann.“ Snúrulagt víravirki „Ég á mér sjálf kannski ekki upp­ áhaldshlut – það er erfitt að gera á milli og breytilegt eftir árum. Mér þykir alltaf gaman af gamla íslenska hringavíravirkinu, til dæmis það sem er snúrulögð silfurkúla með laufum. Við gullsmiðir köllum þetta snúru­ lagt, enda búum við til snúrurnar, snúum þær saman úr tveimur vírum, myndum hringi og leggjum þá á smíðina. Það er skemmtilegt að segja frá því að nú í dag hefur áhugi fólks á íslensku búningaskrautsmíðinni auk­ ist gífurlega en ég var uggandi hér fyrir 10­15 árum. Þá lá við að enginn hefði áhuga á að halda þessu við eða læra. En nú eru breyttir tímar. Boðið er upp á kynningu náms í víravirki hér í Tækniskólanum en þar hef ég verið með ýmis námskeið. Einhvern veginn hefur áhuginn alveg hald­ ist svo síðan. Fólk smíðar þá til dæmis myllusett. Og manni finnst alltaf gaman þegar áhuginn kviknar á gamla handverkinu og ég verð alltaf svo fegin að upplifa að þetta er ekki alveg að gleymast. Þetta er hluti af sögunni okkar. Við megum ekki týna þessu.“ /SP Dóra Jónsdóttir gullsmiður: Flestir gullsmiðir voru bændur Hluti armbands með munstri er ber nafnið Boðun Maríu. Munstrið barst hingað fyrir nokkrum hundruðum ára og steyptu íslenskir gullsmiðir það í sandsteypumót, en upphaflega var það hluti af þjóðbúningasilfri. Dóra Guðbjört í notalegu horni verkstæðis síns þar sem finna má ýmis áhöld, sum hver komin til ára sinna – jafnvel á annað hundrað ár. Myndir / SP Hér má sjá snúrulagt víravirki, kúlurnar eru gerðar úr steyptum helmingum sem lagðir eru saman, vírar snúnir saman og lagðir á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.