Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202224 ÁHUGALEIKHÚS Á ÍSLANDI √ Kardimommubær Freyvangsleikhússins verður frumsýndur þann 4. mars nk. að öllu óbreyttu. Upplýsingar um miðasölu er í síma 857-5598. √ Spéverkið Ef væri ég gullfiskur í höndum Leikfélags Reykholts verður sýnt í Aratungu er nær dregur aprílmánuði, en aðstandendur og leikarar gefa sig alla þessa dagana við æfingar og utanumhald. √ Þrátt fyrir óvissu vegna Covid-19 stefnir Þjóðleikhúsið á val á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins í vor. Þjóðleikhúsið hefur verið í samstarfi við BÍL í tæpa þrjá áratugi með vali á leiksýningu úr smiðju áhugaleikfélaganna sem sérstaka athygli vekur. Í kjölfarið hefur viðkomandi félagi verið boðið að sýna í Þjóðleikhúsinu. Covid-19 hefur komið í veg fyrir valið síðastliðin tvö ár en að óbreyttu er stefnt á að velja sýningu á vori komanda. Að þessu sinni verður hægt að sækja um fyrir sýningar sem frumsýndar voru leikárin 2020-21 og 2021-22 fram til loka umsóknarfrests sem er 20. apríl 2022. Dómnefnd á vegum Þjóðleikhússins mun velja þá sýningu sem nefndin telur sérstaklega athyglinnar virði og verður valið samkvæmt venju tilkynnt á aðalfundi BÍL sem verður haldinn í byrjun maí. Umsóknarform fyrir Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins 2022 er tiltækt þegar félag skráir sig inn á vef bandalagsins, www.leiklist.is. Hvað er í gangi?! Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga hefur starfað í nú- verandi mynd síðan vorið 1997. Ár hvert, nær undantekningar- laust, 9 daga á ári, venjulega í júní, hefur verið boðið upp á mikinn fjölda námskeiða sem sótt hafa verið af hátt á níunda hundrað nemenda og afar vel látið af. Nú í sumar verður Leiklistarskóli Bíl haldinn að Reykjum í Hrútafirði, dagana 18.–26. júní og boðið verður upp á þrjú mismunandi námskeið. Opnað verður fyrir skráningu þann 1. mars næstkomandi en hægt verður að velja um þrenns konar námskeið. Leiklist I þar sem kennarinn mun verða Ólafur Ásgeirsson, Leikstjórn II undir stjórn Jennýjar Láru Arnþórsdóttur og að lokum Sérnámskeið fyrir leikara undir stjórn Ágústu Skúladóttur. Nánari námskeiðslýsingar verða birtar á vefsíðu bandalagsins, www. bil.is innan tíðar. /SP Leiklistarskóli Bíl Reykjaskóli, eða Héraðsskólinn að Reykjum í Hrútafirði, er skóli sem stendur á Reykjatanga við austanverðan Hrútafjörð í Vestur-Húnavatnssýslu. Einnig er þar staðsett Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna. Þar er því löngum glatt á hjalla og auk Leiklistarskóla Bíl sækja tilvonandi fermingarbörn skólann heim og fræðast um allt það sem skiptir mögulega máli er viðkemur þeirra fermingarfræðslu. Mynd / Wikipedia Leikfélag Kópavogs, sem stendur við Funalind 2, hefur nú sextugasta og fimmta leikár sitt – á því stórafmæli í ár, en leikfélagið var formlega stofnað í ársbyrjun árið 1957 þann 5. janúar. Mikið var um grósku í Kópavoginum á þessum árum – bæði er kom að húsbyggingum og uppbyggingu samfélags. Nokkrir voru þeir sem langaði að kynda undir leiklist og skemmtan og var því boðað til formlegs stofnfundar í barnaskóla bæjarins þar sem 46 fundarmenn gerðust stofnfélagar Leikfélags Kópavogs. Hin ýmsu hlutverk skólahússins Er ákvörðun um stofnun áhuga- leikfélags var tekin þurfti náttúrlega að finna húsnæði. Í raun kom á þessum tíma einungis eitt til greina, en á vefsíðu Áhugaleikhúss Kópavogs kemur eftirfarandi fram: „... barnaskólahúsið við Digranesveg hafði verið sannkallað fjölnotahús frá því það var tekið í gagnið í byrjun árs 1949 – auk þess að vera menntasetur og bæjarbókasafn voru þar m.a. haldnir borgarafundir og dansiböll, guðsþjónustur og heilmargt fleira. Er þess náttúrlega skemmst að minnast að stofnfundur leikfélagsins fór einmitt þar fram. Og nú hafði hugvitssömum bæjarmönnum sem sé dottið í hug að dubba skólann upp sem leikhús.“ Og þar með var það þannig. Á vefsíðunni kemur einnig fram að „... Frímann Jónasson skólastjóri var sennilega orðinn ýmsu vanur þegar nýjasta hugdettan um hlutverk skólahússins barst inn á borð. Án frekari umsvifa var hinu glæ- nýja leikfélagi fengnar rúmgóðar skólastofur tímabundið til umráða, tvær samliggjandi stofur urðu að leik- sal og sú þriðja að aðstöðu leikenda. Þá var fátt að vanbúnaði.“ Spanskflugan vekur hrifningu Menn vildu hefja feril sinn á sviðinu sem allra fyrst – leikstjóri því fenginn hið snarasta, Ingibjörg Steinsdóttir að nafni, og lá ekki á henni er kom að þjálfun og yfirumsjón alls er að leikhúsi sneri. Ákveðið var þetta fyrsta ár að takast á við hinn sprenghlægilega gamanleik Spanskfluguna og þótti frumsýning verksins – sem var einungis sex vikum eftir stofnun leikfélagsins – svo mikilfengleg að frétt þess efnis var sett á baksíðu Morgunblaðsins sem einnig fjallaði um Spanskfluguna næstu daga á eftir. Leikfélag Kópavogs hefur, ekki ólíkt flestum áhugaleikhúsunum, farið varhluta af faraldri Covid sem hefur haft mikil neikvæð áhrif á sýningar, æfingar og flest það er kemur leikhúsum við. Þó setti leikfélagið upp barna- leikritið vinsæla, Rúa og Stúa eftir þá Skúla Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson og hóf sýningar á því veturinn 2020. Þeim sýningum þurfti að hætta í miðju kafi en þó var þráðurinn tekinn upp aftur tæpu ári síðar en þann 25. september 2021 glöddu þau leikhúsgesti að nýju með þeim félögum. Verk eftir Dario Fo í bígerð Eins og sést hafa meðlimir leik- hússins ekki látið deigan síga yfir árin og hafa nú á prjónunum eitthvað skemmtilegt verk eftir Dario Fo – enn óákveðið – en eins og stendur var samlestur að hefjast. Bændablaðið fylgist grannt með og hrópar húrra fyrir dugnaði þeirra og elju sem sjá sér fært að taka sér slíkt fyrir hendur. Sýningar Kópavogsleikhússins verða að sjálfsögðu auglýstar þegar þar að kemur og svo er vonandi að sem flestir í þjóðfélaginu nái sér á strik á næstu misserum. / SP Sextugasta og fimmta leikárið: Leikfélag Kópavogs Þarna sjást leikararnir Erlendur Blandon í hlutverkum Klinke til vinstri og Magnús Bæringur Kristinsson sem H. Meisel úr fyrsta verki Leikfélags Kópavogs, gamanleiknum Spanskflugunni eftir þýsku leikarana Arnold og Bach. Mynd / Timarit.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.