Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202234 2 SAMVINNUHREYFINGIN 140 ÁRA FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 140 ára samvinnustarf. Útgefandi: Kaupfélögin. Ábyrgðarmaður: Einar Karl Haraldsson Umsjón: EKH/Innform ehf. Prentun Landsprent ehf. Ólafur Ragnar Grímsson Sjálfstæði – Framfarir – Lýðræði Lærdómar fyrir framtíðina „Þrasgjörn umræða um fiskikvótann lítur gjarnan fram hjá því að í Skagafirði er kvótinn í eigu félagsmanna kaupfélagsins, hundraða íbúa í sveitunum, á Sauðárkróki og Hofsósi, í Varmahlíð og víðar. Hrein héraðseign.“ F yrir röskri öld laut Ísland enn danskri stjórn. Framkvæmdarvaldið var í höndum konungsins og ráðherra í Kaupmannahöfn. Erlendir kaupmenn réðu víða versluninni. Sama gilti um siglingar. Dönsk gufuskip voru tengingin við umheiminn. Frá dögum Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar var baráttan fyrir sjálfstæði kjarninn í félagshugsjón Íslendinga. Mörgum fannst miða ærið hægt. Í áratugi var beitt neitunarvaldi gagnvart frumvörpum frá Alþingi. Samþykktir um frjálsari verslun, stjórnarbætur og háskóla fengu ekki braut- argengi í ráðuneytum hinnar dönsku tignar. Þingeyjarsýslan var alla þessa tíð öflugt bakland forystumanna í sjálfstæðis- hreyfingu Íslendinga. Bændurnir þar vel lesnir í evrópskum frelsisfræðum. Ákváðu að taka höndum saman og stofna kaupfélag, ráða sjálfir verslun og viðskiptum. Slík skipan byggðist á lýðræði. Allir félagsmenn með sama rétt. Einn maður, eitt atkvæði. Hið nýja form sameinaði sjálfstæði, framfaravilja og lýðræði. Næstu árin fylgdu önnur héruð í kjölfarið og í kaupstöðum gerðu verka- menn slíkt hið sama. Á skömmum tíma varð samvinnuhreyfingin að landsafli, burðarási í baráttu fátækrar þjóðar fyrir bættum kjörum. Nýir tímar. Samvinnufélögin í fararbroddi á flestum sviðum. Studd af stjórnmálaflokkum bænda og verkafólks. Samanlagt fylgi þeirra ríflegur meirihluti þjóðarinnar. Héruðin urðu í vaxandi mæli eigin herrar í viðskiptum og verslun, útgerð og fiskvinnslu, landbúnaði og framleiðslu afurða. Árangur Íslendinga, kjölfestan sem við byggjum á, verður ei skilinn til hlítar nema þekkja vel sögu kaupfélaganna og samtakanna sem þau mynduðu. Sú söguskoðun skerpir sýn á mikilvægi lýðræðis. Kaupfélögin voru nefnilega byggð á vilja fólksins, félagsmanna. Stjórnendurnir þurftu að mæta á deilda- fundum og standa fyrir máli sínu. Bændur og verkafólk gáfu þeim það stund- um óþvegið. Aðalfundi Sambandsins sóttu fulltrúar af öllu landinu. Létu í sér heyra. Kusu stjórn. Vissulega breyttist eðli valdsins eftir því sem samvinnuhreyfingin varð að risa á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins. Kannski var SÍS á endanum orðið of stórt. Áttaði sig heldur ekki á breyttum tengslum við bankana og eðli verð- tryggingar lána sem lögfest var í fyllingu tímans. Sumir stjórnendanna misstu líka síðustu árin að mestu jarðsambandið sem áður fyrr var líftaugin, virðing- una fyrir vilja félagsmanna. Gleymdu að gæta jafnan að lýðræðinu. Í norðlensku héraði naut kaupfélagið þó sterkra róta, fyrirhyggju félags- manna og forystu sem hélt tryggð við hagsmuni fólksins, sinnti uppbyggingu og horfði til framtíðar. Byggðarlagið gat áfram treyst á öflugt atvinnulíf. Haggaðist varla í hruninu. Þökk sé burðarásum kaupfélagsins. Þrasgjörn umræða um fiskikvótann lítur gjarnan fram hjá því að í Skaga- firði er kvótinn í eigu félagsmanna kaupfélagsins, hundraða íbúa í sveitunum, á Sauðárkróki og Hofsósi, í Varmahlíð og víðar. Hrein héraðseign. Væri út- gerðin alls staðar í samvinnuformi nytu Íslendingar nú þegar raunverulegrar lýðræðiseignar á kvótanum. Víða um heim hafa samvinnufélög haldið áfram að dafna. Öflug í Evrópu og einnig vestan hafs. Bandaríkin eru merkilegur jarðvegur nýsköpunar í sam- vinnustarfi. Jafnvel fyrirtæki í tæknigreinum, hugbúnaði og fjölmiðlun sækja fyrirmyndir í kaupfélögin. Gera samvinnu og lýðræði að hornsteinum. Upplýst ung kynslóð nýrrar aldar er í öllum álfum að ganga í smiðju sam- vinnuformsins. Sér það sem spennandi valkost. Í betri takti við breytta tíma en gamlar venjur auðhyggjunnar. Þegar 140 ár eru frá samkomu bændanna í Þingeyjarsýslu og 120 ár frá stofnfundi Sambandsins á Ystafelli væri vel þess virði að horfa á ný til lær- dóma þessarar merku sögu og fordæmanna sem nú má finna í Evrópu, Am- eríku, Asíu og víðar. Krafa tímans er enn meira sjálfstæði, réttur almennings og héraða, þjóðar- innar og samfélags, framfarir á öllum sviðum með lýðræðisreynslu og stjórn- skipan jafnréttis að leiðarljósi. Í þessum efnum geymir saga samvinnustarfs á Íslandi og víðar um veröldina dýrmæta lærdóma. Fjársjóð á vegferð okkar til framtíðar. Á elleftu stundu hins ellefta dags ellefta mánaðar ársins 1918, var vopnahléssamningur milli banda- manna í fyrri heimsstyrjöldinni og Þjóðverja undir- ritaður í franska bænum Compiègne. Það var því varla tilviljun, heldur til marks um nýtt og sögulegt vopnahlé, að samningar milli Landsbankans og Sambands íslenskra samvinnufélaga um að færa eignir SÍS í sérstakt eignarhaldsfélag bankans til úrvinnslu og lúkningar skulda voru undirritaðir 11. nóvember, kl. 11:00 í Austurstræti 11 árið 1992. Þegar upp var staðið tapaði Landsbankinn ekki á þessum samningi og um 75% af þeim rekstri og Sambandseignum sem yfirteknar voru héldu áfram með einum eða öðrum hætti í at- vinnulífinu undir öðru eignarhaldi. Jakob Bjarnason viðskiptafræðingur var einn þeirra sem tóku þátt í að greina heildarrekstur Sambandsins og meta virði hans á þessum tíma og stýrði hann úrvinnslu yfirtökunnar fyrir hönd Landsbankans. Gjaldþrot, yfirtaka eða úrvinnsla? „Þegar ég var ráðinn í bankann 1988 atvikaðist það þannig að mér var falið verkefni við mat og úr- vinnslu skuldaskilamála hjá bankanum. Fyrsta stóra verkefnið sem ég vann að var gjaldþrot Ála- foss, sem var að hluta til í eigu Sambandsins. Þar var líklega í fyrsta skipti stofnað til sérstaks rekstrarfélags í eigu banka sem tók yfir allar eignir þrotabúsins til áframhaldandi úrvinnslu. Þar sem þetta var líklega í fyrsta skipti sem svona var reynt hér á landi voru settar þröngar skorður varðandi þessa yfirtöku af hálfu Seðlabankans. En þarna var komið ákveðið fordæmi sem átti eftir að nýtast vel rúmlega ári síðar er Sambandið var gert upp.“ Sambandið var umsvifamesta atvinnufyrirtæki landsins á tuttugustu öldinni. Það hafði veruleg áhrif á atvinnuhætti, verktækni, félagsmál og stjórnmál landsmanna á umsvifatíma sínum, eins og sagt hefur verið. Að mati Jakobs vantaði yfirsýn æðstu stjórnenda á þessum fjölþætta rekstri. Sam- bandið var alls staðar, í iðnaði, útgerð, skipaflutn- ingum, verslunarrekstri, sjávarafurðasölu, búvöru- rekstri og heildsölu. Reksturinn hafði verið brotinn upp í sex sjálfstæð hlutafélög 1990-1991 en Sambandið stundaði enn lántökur eins og ríki í ríkinu bæði heima og erlendis og studdi við rekst- ur samstarfsfélaga sinna án þess að þau væru endi- lega í arðsömum rekstri. Einkum var verslunar- deild Sambandsins erfiður biti og vöruhúsið Mikligarður stóra vandamálið. Þrátt fyrir að Landsbankinn keypti 52% hlut Sambandsins í Samvinnubankanum var ástandið ósjálfbært. Hambros banki hafði lýst áhyggjum vegna lántöku Sambandsins erlendis og óttast var um lánshæfi Ís- lands í því sambandi. Landsbankinn gaf út ígildi sjálfskuldarábyrgðar vegna Sambandsins og gerði upp erlendar skuldir þess til þess að firra vandræð- um. Í september 1992 blasti greiðsluþrot við Sam- bandinu og valkostirnir voru gjaldþrot, yfirtaka eða úrvinnsla skulda í sérstöku eignarhaldsfélagi. Mikil framsýni ráðandi aðila „Ég tel að það hafi lýst mikilli framsýni að ráð- andi aðilar í Sambandinu og Landsbankanum völdu að fara skuldaúrvinnsluleiðina. Það er sann- ast mála að við gjaldþrot glatast 40 – 50% af fyrir- liggjandi verðmætum. Þau hverfa upp í reyk á brunaútsölum, gufa upp vegna tafa og vandræða í ákvarðanatöku og valda alls kyns tjóni hjá öðrum viðskiptaaðilum en þeim sem aðild eiga að gjald- þrotinu. Niðurstaðan varð sú að 75% þeirra við- skipta sem Sambandið stóð fyrir átti sér framhalds- líf, annaðhvort í lífvænlegum félögum eða sem hluti af félögum sem yfirtóku einstakar einingar. Það var vel af sér vikið miðað við þau miklu umsvif sem Sambandið hafði í landinu. Eins og gengur og gerist hafa svo einhver félaganna sem voru yfirtek- in og seld aftur horfið af sjónarsviðinu.“ Eignarhaldsfélagið Hömlur vann úr 3 til 4 millj- arða króna tapsáhættu Landsbankans sem er lík- lega um 30 milljarðar á núverandi verðlagi. „Niðurstaðan varð sú, þegar unnið hafði verið úr málum, tekið til í rekstri og eignir seldar, að þá tapaði Landsbankinn engu. Þegar málið var gert upp nokkrum árum eftir að skuldauppgjörið átti sér stað kom í ljós að Landsbankinn hafði fengið fyrir sínum skuldum og þeim skuldum sem bank- inn tók á sig vegna hinna erlendu fjármögnunar- aðila Sambandsins. Auk þessa fékk bankinn um 3% vexti á skuldastöðuna en þá er ekki allur um- sýslukostnaður bankans reiknaður inn í dæmið. En þetta má teljast vel sloppið og stefnan sem tek- in var samfélagslega ábyrg, eins og sagt er nú til dags. En auðvitað voru ágreiningur og átök um þessi endalok Sambandsins sem stórfyrirtækis. Sumir viðskiptavinir Landsbankans urðu ósáttir og minnkuðu eða hættu viðskiptum sínum við Landsbankann í kjölfarið. Það segir sína sögu.“ Klukkan 11, 11.11. í Austurstræti 11 „Viðsemjendur höfðu allan tímann húmorinn í lagi og það var ágætlega í stíl Sverris Her- mannssonar bankastjóra og Sigurðar Markús- sonar, stjórnarformanns Sambandsins, að samn- ingar skyldu vera undirritaðir kl. ellefu, ellefta ellefta í Austurstræti ellefu,“ segir Jakob að lokum. Veldi Sambandsins og mótvægi þess við önnur stórveldi í viðskiptalífinu var lokið en viðskipti sem það hafði haft með höndum héldu áfram með viðunandi hætti. Valkostirnir 1992 voru gjaldþrot, yfirtaka eða úrvinnsla skulda í sérstöku eignarhaldsfélagi Landsbankinn tapaði engu á Sambandinu Morgunblaðið/Ásdís Jakob Bjarnason stýrði úrvinnslu í kjölfar yfirtöku Landsbankans á Sambandseignum. „Markmiðið með yfirtöku Landsbankans á dótturfélög- um SÍS í skuldauppgjörinu 1992 var að koma í veg fyrir brunaútsölu á þeim.“ 24 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.