Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 33 Niðurstaðan úr skuldaúrvinnslu Sambands íslenskra samvinnufélaga eftir að Landsbankinn færði eignir þess inn í eignarhaldsfélagið Hömlur 1992 var sú að bankinn tapaði ekki á Sam- bandinu. »Jakob Bjarnason | 2 „Við hikum ekki við að auglýsa amboð og hálfvita,“ segir kaup- félagsstjóri Kaup- félags Borgfirðinga sem er dýralæknir að mennt. »Margrét Katrín Guðnadóttir | 7 Sérstaða KB í vöruframboði 140 ár liðin frá upphafi samvinnustarfs á Íslandi Sunnudaginn 20. febrúar eru 140 ár liðin frá því fyrsta kaupfélagið innan samvinnhreyfingarinnar, Kaupfélag Þingeyinga, var stofnað að Þverá í Laxárdal að frumkvæði Jakobs Hálfdánarsonar á Grímsstöðum og Benedikts Jónssonar á Auðn- um. Miðað er við að Samband íslenskra sam- vinnufélaga hafi orðið til nákvæmlega 20 árum síðar þegar haldið var upp á afmæli KÞ með stofnun „Sambandskaupfélags Þingeyinga“ að Ystafelli í Köldukinn 20. febrúar. Kaupfélögin urðu flest um 60 og þau gegndu stóru og merku hlutverki í þróun viðskipta-og at- vinnulífs héraða á Íslandi. Með samvinnu jafnt í sveitum sem bæjum fann almenningur leið til sjálfshjálpar og skapaði mótvægis- og framfarafl. Kaupfélög og samvinnufélög framleiðenda af ýmsu tagi knúðu á um nútímasamgöngur til að koma vörum á markað og afla aðfanga. Þau efldu þjónustuiðnað og afurðavinnslu í landbúnaði, stuðluðu að framförum í félags- og menningar- málum og hófu samvinnuútgerð og fiskvinnslu. Þau voru allt í öllu langt fram eftir síðustu öld. Samband íslenskra samvinnufélaga, SÍS eða Sambandið, var umsvifamesta atvinnufyrirtæki landsins á tuttugustu öldinni. Það hafði mikil áhrif á atvinnuhætti, verktækni, félagsmál og stjórnmál landsmanna á mektarárum sínum. Endalok þess sem viðskiptaveldis höfðu meðal annars þær afleiðingar að samvinnufélagsformið féll í hálfgerða ónáð á Íslandi. Í landinu eru nú 6 kaupfélög með virka starf- semi og eru þau öll í góðum rekstri um þessar mundir. Þau eru afar ólík, allt frá hefðbundnum og alhliða kaupfélögum til fjárfestinga- og eign- arhaldsfélaga. Þau eiga það engu að síður sam- eiginlegt að halda lýðræðislegt félagskerfi í heiðri. Í stað þess að rifja upp söguna er sjónum beint að framtíðarstöðu félaganna og viðhorfum kaup- félagsstjóra og stjórnarformanna í blaðauka með Morgunblaðinu, sem gefinn er út tilefni 120 ára og 140 ára afmælanna. Þess má geta að áhugi er fyrir hendi á að efna til ráðstefnu um vaxandi gengi samvinnuhreyf- ingarinnar víða um heim. Jafnframt er unnið að því að búa til prentunar rit um samvinnustarf sem Jón heitinn Sigurðsson, fyrsti rektor Sam- vinnuháskólans á Bifröst, lét eftir sig. Drangey SK-2 ber í Drangeyna og klettinn Kerlingu. Skipið var smíðað í Tyrklandi, er 2081 brúttótonn, og fór sína fyrstu veiðiferð í byrjun árs 2018. Það er gert út af FISK-Seafood, sem er dótturfélag KS, og eitt af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum Íslands. Félagið starfar á öllum stigum virðiskeðjunnar; frá veiðum og vinnslu til sölu og útflutnings. »Kaupfélag Skagfirðinga | 5 Tvær Drangeyjar á Skagafirði Stefna Kaupfélags Suðurnesja er að eiga meirihluta í Sam- kaupum, sem er þriðja stærsta verslunarkeðja lands- ins, segir stjórnarformaður KSK. »Skúli Þorbergur Skúlason | 3 „Það mætti kalla okkur sam- vinnukapítalista“ Landsbankinn tapaði engu á Sambandinu Samvinnu- formið í takti við breytta tíma Ólafur Ragnar Grímsson ritar hug- leiðingu um samvinnustarf á Íslandi, sögu þess, þýðingu og framtíðar- möguleika. Í tilefni af því að liðin eru 140 ár frá stofnun fyrsta kaupfélags- ins og 120 ár frá því að Sambandi íslenskra samvinnufélaga var komið á fót hugleiðir Ólafur Ragnar afstöðu nýrra kynslóða til samvinnuformsins: „Upplýst ung kynslóð nýrrar aldar er í öllum álfum að ganga í smiðju samvinnuformsins. Sér það sem spennandi valkost. Í betri takti við breytta tíma en gamlar venjur auð- hyggjunnar.“ »Ólafur Ragnar Grímsson | 2 SAMVINNUHREYFINGIN 140 ÁRASunnudagur 20.02.2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.