Bændablaðið - 24.02.2022, Side 33

Bændablaðið - 24.02.2022, Side 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 33 Niðurstaðan úr skuldaúrvinnslu Sambands íslenskra samvinnufélaga eftir að Landsbankinn færði eignir þess inn í eignarhaldsfélagið Hömlur 1992 var sú að bankinn tapaði ekki á Sam- bandinu. »Jakob Bjarnason | 2 „Við hikum ekki við að auglýsa amboð og hálfvita,“ segir kaup- félagsstjóri Kaup- félags Borgfirðinga sem er dýralæknir að mennt. »Margrét Katrín Guðnadóttir | 7 Sérstaða KB í vöruframboði 140 ár liðin frá upphafi samvinnustarfs á Íslandi Sunnudaginn 20. febrúar eru 140 ár liðin frá því fyrsta kaupfélagið innan samvinnhreyfingarinnar, Kaupfélag Þingeyinga, var stofnað að Þverá í Laxárdal að frumkvæði Jakobs Hálfdánarsonar á Grímsstöðum og Benedikts Jónssonar á Auðn- um. Miðað er við að Samband íslenskra sam- vinnufélaga hafi orðið til nákvæmlega 20 árum síðar þegar haldið var upp á afmæli KÞ með stofnun „Sambandskaupfélags Þingeyinga“ að Ystafelli í Köldukinn 20. febrúar. Kaupfélögin urðu flest um 60 og þau gegndu stóru og merku hlutverki í þróun viðskipta-og at- vinnulífs héraða á Íslandi. Með samvinnu jafnt í sveitum sem bæjum fann almenningur leið til sjálfshjálpar og skapaði mótvægis- og framfarafl. Kaupfélög og samvinnufélög framleiðenda af ýmsu tagi knúðu á um nútímasamgöngur til að koma vörum á markað og afla aðfanga. Þau efldu þjónustuiðnað og afurðavinnslu í landbúnaði, stuðluðu að framförum í félags- og menningar- málum og hófu samvinnuútgerð og fiskvinnslu. Þau voru allt í öllu langt fram eftir síðustu öld. Samband íslenskra samvinnufélaga, SÍS eða Sambandið, var umsvifamesta atvinnufyrirtæki landsins á tuttugustu öldinni. Það hafði mikil áhrif á atvinnuhætti, verktækni, félagsmál og stjórnmál landsmanna á mektarárum sínum. Endalok þess sem viðskiptaveldis höfðu meðal annars þær afleiðingar að samvinnufélagsformið féll í hálfgerða ónáð á Íslandi. Í landinu eru nú 6 kaupfélög með virka starf- semi og eru þau öll í góðum rekstri um þessar mundir. Þau eru afar ólík, allt frá hefðbundnum og alhliða kaupfélögum til fjárfestinga- og eign- arhaldsfélaga. Þau eiga það engu að síður sam- eiginlegt að halda lýðræðislegt félagskerfi í heiðri. Í stað þess að rifja upp söguna er sjónum beint að framtíðarstöðu félaganna og viðhorfum kaup- félagsstjóra og stjórnarformanna í blaðauka með Morgunblaðinu, sem gefinn er út tilefni 120 ára og 140 ára afmælanna. Þess má geta að áhugi er fyrir hendi á að efna til ráðstefnu um vaxandi gengi samvinnuhreyf- ingarinnar víða um heim. Jafnframt er unnið að því að búa til prentunar rit um samvinnustarf sem Jón heitinn Sigurðsson, fyrsti rektor Sam- vinnuháskólans á Bifröst, lét eftir sig. Drangey SK-2 ber í Drangeyna og klettinn Kerlingu. Skipið var smíðað í Tyrklandi, er 2081 brúttótonn, og fór sína fyrstu veiðiferð í byrjun árs 2018. Það er gert út af FISK-Seafood, sem er dótturfélag KS, og eitt af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum Íslands. Félagið starfar á öllum stigum virðiskeðjunnar; frá veiðum og vinnslu til sölu og útflutnings. »Kaupfélag Skagfirðinga | 5 Tvær Drangeyjar á Skagafirði Stefna Kaupfélags Suðurnesja er að eiga meirihluta í Sam- kaupum, sem er þriðja stærsta verslunarkeðja lands- ins, segir stjórnarformaður KSK. »Skúli Þorbergur Skúlason | 3 „Það mætti kalla okkur sam- vinnukapítalista“ Landsbankinn tapaði engu á Sambandinu Samvinnu- formið í takti við breytta tíma Ólafur Ragnar Grímsson ritar hug- leiðingu um samvinnustarf á Íslandi, sögu þess, þýðingu og framtíðar- möguleika. Í tilefni af því að liðin eru 140 ár frá stofnun fyrsta kaupfélags- ins og 120 ár frá því að Sambandi íslenskra samvinnufélaga var komið á fót hugleiðir Ólafur Ragnar afstöðu nýrra kynslóða til samvinnuformsins: „Upplýst ung kynslóð nýrrar aldar er í öllum álfum að ganga í smiðju samvinnuformsins. Sér það sem spennandi valkost. Í betri takti við breytta tíma en gamlar venjur auð- hyggjunnar.“ »Ólafur Ragnar Grímsson | 2 SAMVINNUHREYFINGIN 140 ÁRASunnudagur 20.02.2022

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.